Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 05.05.1952, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 05.05.1952, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ L. H. Mííller, kaupmaður. F. 7. júlí 1879. D. 27. apr. 1952 Harvi létzt hér sunnudag- inn 27. apríl sl. eftir uppskurð, nær 73 ára að aldri. Hingað kom hann frá Þrændalögum í Noregi 27 ára gamall og dvaldizt hér síðan í höfuð- staðnum í nær 46 ár við verzl- unar- og kaupsýslustörf. — Miiller var vel metinn kaup- maður, áreiðanlegur og sann- gjarn í öllum viðskiptum. Og munu menn nú sakna hans á þeim vettvangi. — En bezt þekkjum vér L. H. Miiller fyrir áhuga hans á í- þróttum, einkum skauta- og skíðaíþróttum. Hann endur- vakti gamla Skautafélagið og stofnaði til skautamóta hér á Tjörninni. Hann var ágætur skautamaður og átti mörg verðlaun fyrir skautaafrek sín. Hann stofnaði Skíðafélag Reykjavíkur árið 1914 og var formaður þess í tæp 26 ár. Hann átti frumkvæði að bygg ingu Skíðaskálans í Hveradöl- um, sem byggður var eftir norskri fyrirmynd. Skíðaskál- inn var vígður með mikilli viðhöfn 14. sept. 1935 og var Miiller þá þakkað hans mikla og góða starf í þágu S. R. og skíðaskálans. Hygg ég, að fátt hafi verið betur gert til efling- ar og viðreisnar skíðaíþrótt- inni hér, og útivist yfirleitt, en bygging Skíðaskála S. R. í Hveradölum, þvi að hann hefur alltaf verið vel sóttur allan ársins hring, — og í vetr- arhríðum hefir hann verið sannkallað sæluhús, fyrir veg- farendur. — Til þess að sýna almenningi ágæti skíðaíþróttarinnar, fór Múller margar langferðir á skíðum. Eg minnist fyrstu ferðarinnar, yfir Kjöl, á bernskudögum Skíðafélagsins. Við vorum 12 saman. Þá kynntist ég skíðagarpinum L. H. Muller, fyrirhyggju hans og útbúnaði í slíkum skíða- ferðum. Engu gleymdi hann, sem nauðsynlegt var að hafa í ferðinni, jafnvel hafði hann í bakpoka sínum skíðabeygju, ef á þyrfti að halda. Og kom það sér vel í þessari fyrstu skíðaför S. R. yfir Kjöl, þvi að skíði eins skíðamannsins brotnuðu. Dró Múller þá upp skíðabeygjuna úr bakpokan- um og setti á hið brotna skíði. Gat þá maðurinn haldið áfram ferðinni með skíðaféiögum sínum eins og ekkert hefði í skorist. — Að þessu leyti líkt- ist L. H. Múller landa sínum, heimsskautafaranum Amund- sen, sem talin hefir verið einn af snjöllustu ferðalöngum, er uppi hafa verið, um fyrir- hyggju og allan útbúnað á ferðum sínum, eins og hinir heimsfrægu heimskautaleið- angrar hans sanna bezt. Árið 1925 fór Múller sína frægustu skíðaför frá Akur- eyri yfir Sprengisand, við fjórða mann, og sannaði þar með fagurlega, að menn geta farið þvert yfir landið á skíð- um, ef fyrirhyggja er höfð og útbúnaður í lagi. Skemmtilega frásögn um Sprengisandsferð- ina geta menn lesið í tímarit- inu Skírni það ár. Ættu allir unglingar að lesa um þessa skemmtilegu skíðaför. Múller var alltaf heilsu- EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS: Aðalfundur. Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélag íslands, verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins i Reykjavik, laug- ardagsins 7. júni 1952 og hefst kl. \ xh e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 3. desember 1951 og efnahagsreikning með athugasemdum, svörum stjórnar- innar og tillögur til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiptingu ársarðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt sarnþykkturn félagsins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrif.^tofu félagsins í Reykjavik, dagana 3.—5. júni næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skrásetningar, ef unnt er 10 dögum fyrir fundinn, þ. e. eigi síðar en 27. maí 1952. Reykjavik, 4. febrúar 1952. STJÓRNIN. hraustur, en síðustu árin fór heilsu hans þó að hraka. Eg minnist þess, er ég hitti hann í Osló í sept. sl., þar sem hann var að kveðja vini sína og ætt- menn — og „gamle Norge“, hve hann var þá farinn að kröftum. — Með Múller er fallinn í valinn einn af vel- gerðarmönnum skíðaíþróttar- innar hér á landi. Skíðaskál- inn í Hveradölum mun lengi halda minningu hans á lofti. En vér samherjar hans mun- um jafnan minnast vináttu hans og glaðlyndis. — Múller var sæmdur heiðurs- merkjum fyrir afrek sin, bæði af íslendingum og Norðmönn- um, og að makleikum. Hann var kjörinn heiðursfélagi ÍSl 28. janúar 1947. Þá var hann og heiðursfél. S. R. og S, K. I. Múller var kvæntur norskri ágætiskonu, frú Marie Múller (fædd Bertelsen, hún er systir Andr. J. Bertelsen, sem stofn- aði 1. R. árið 1907). Áttu þau þrjú mannvænleg börn: Gerd, Tonny og Leiv, sem öll eru gift hér á landi. Vér samherjar Múllers sam- hryggjumst þeim í hinni miklu sorg þeirra, og biðjum þau að minnast þess að „orðstír deyr aldreii hveim sér góðan getur“ Það eru margir sem sakna Múllers, vegna mannkosta hans. En vér vinir hans og samherjar munum jafnan minnast hins ágæta íþrótta- frömuðar og góða drengs með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hans. Ben. G. Wáge. Jarðarför hans fer fram í dag (5. maí) frá Kapellunni í Fossvogi. Ávarp. Frh. af bls. 3. Þurfa sundmenn vorir, að hafa í hótunum við stjórnar- völdin á pólitískan hátt, eins og þegar ríkisstjórnin og bæj- aryfirvöldin, forðum daga, voru knúin til þess að fullgera Sundhöllina? Á að einangra áhugalið sundsins, þá menn, sem komu sundinu til vegs og virðingar í landinu? Á að stöðva þróun sundsins? Veit ekki ,,ríkið“ að þróun sundmenningarinnar hefur verið stöðvuð af heimsku. — Ekki var farið sparlega með fé landsmanna á þessum 12 ár- um. XV. Á að útunga kennaraliði með ,,pungaprófi“ í sundi til þess að eyðileggja þann fagra og hreina sundstíl, sem áhuga- lið sundsins hefur barist fyrir, og kennt þjóðinni með góðum árangri árum saman? Og myndi slík þróun flýta fyrir því, að sundfélag utan Reykjavíkur geti eignast eigið sérmenntað áhugalið í sundi og afburðaþjálfara? Það er vissulega tími til að endurskipuleggja áhugalið sundsins í Reykjavík. Sund- félögin hér í Reykjavík, verða að sameinast til nýrra átaka, og láta sundmálin til sín taka á sama hátt og í gamla daga. Sitandið á verði svo að fá- kunnandi „pungaprófsfólk", verði ekki látið rífa það niður á næstu árum, sem þið hafið hjálpað til að byggja upp. — Minnist þess, að sumt af því, sem „pungaprófsfólkið“ er lát ið kenna, er löngu úrelt og var reynt hér í Sundlaugunum fyr ir um það bil 20 árum. Ár- mann, KR og ÍR, þið, sem áð- ur hafið staðið við hlið Ægis, — vinnið að áframhaldandi þróun sundmenningarinnar. — Lifi sundið! Læknisskoðun. Frli. af bls. 1. að þessu sinni. Hitt er sjálf- sögð krafa, að hefja íþrótta- menningu okkar á öllum svið- um sem hæst og til jafns við aðrar menningarþjóðir. Þessi mál eru ekkert aukaatriði. Qlnnýtt. Fyrsta körfu- knattleiksmót Islands. var háð í Iþróttahúsinu að Há- logalandi frá 21. til 29. apríl s.l. Fjögur félög tóku þátt í mótinu: Ármann, ÍKF |(Iþróttafélag Keflavíkurflug- vallar), IR, og ÍS (íþróttafé- lag Stúdenta) .En Körfuknatt- leiksfélagið Gosi, Reykjavík, tók þátt í mótinu sem gestur. Úrslit mótsins urðu þau, að iKF bar sigur úr býtum, vann öll félögin. 2. IS, 3. IR og 4. Ár mann, en Gosi sigraði eitt fé- lag (Is), en tapaði fyrir hin- um. ' Körfuknattleikur er ný íþróttagrein hér á landi, sem virðist eiga góða framtíð. Það var mjög skemtilegt að horfa á leikina, sem sýndu að félög- in höfðu æft sig vel fyrir mót- ið. Voru þarna margir efnileg- ir leikmenn, sem vænta má mikils af í framtíðinni. Áhorf- endur voru fáir sem mun stafa af ókunnugleika þeirra á þess- ari skemtilegu flokkaíþrótt. — Starfsmenn Keflavíkurflug- vallar gáfu ISl í fyrra stóran bikar til keppninnar, sem for- seti ISÍ afhenti sigurvegurun- um með ræðu, þar sem hann m. a. gat um nauðsyn þess að stofna hér körfuknattleiksráð og halda dómara námskeið í þessari íþróttagrein. Úrslit í knattspyrnu 3. og ý. maí. KR — Fram x Valur — Víkingur x Arsenal — Newcastle 2 Árstad — Odd 1 Válerengen — Asker 1 Viking — Brann 1 Örn — Skeid 2 Lyn — Kvik 1 Strömmen — Sparta x Degerfors — Djurgarden 1 Elfsborg — Örebro 2 Gais — Hálsingborg 2 KR og Víkingur stóðu sig miklu betur í knatt- spyrnunni um helgina, en flest ir gerðu ráð fyrir. Fjölmargir og þar á meðal blöðin gizkuðu á sigur Fram og Vals. Þetta var skemmtileg byrjun á knattspyrnu ársins. Newcastle bar sigur úr býtum í ensku bikarkeppninni. Þátttakan í getraununum jókst í síðustu leikviku um 16,8% frá því vikuna á und- an. Ný umboð bætast við: Á Akureyri Bókaverzlun Axels Kristjánssonar og Afgreiðsla Flugfélags Islands. I Borgar- nesi: Landsímastöðin, Hvera- gerði: Kaupfélag Árnesinga. Framhald af Kolviðarhóls- greininni verður því miður að bíða næsta blaðs. 1 ÍSLENZKAR GETRAUNIR IU.UII I _ j.eijtír »._a. TOJXi ‘«a>n»klr *Norsklr lelkil Spá IþróttablaÖsins 9.—11. maí.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.