Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 29.09.1952, Síða 2

Íþróttablaðið - 29.09.1952, Síða 2
2 ÍÞRÓTTÁBLÁÐIÐ | Dr. Carl Diem: Aldur íþróttamanna og drangur Aldur íþróttamanna og árangur................. Einn af þeim mörgu leiðtogum frjálsíþróttahreyfingarinnar í heim- inum, sem fluttu fyrirlestra á íþróttaráðstefnunni, sem haldin var að Vieromaki í Finnlandi í sumar, og getið hefur verið hér í blað- inu, var prófessor dr. Carl Diem. Hann er mörgum hér að góðu kunnur og kom m. a. hingað til lands sl. ár. Nokkrum íslenzkum íþróttamönnum hefur að tilhlutan hans verið boðið til námsdvalar í Þýzkalandi undanfarin ár. Erindi dr. Carls Diem fer hér á eftir lauslega þýtt og nokkuð stytt. Á Ólympíuleikunum í Lon- don 1948 vann brezki grinda- hlauparinn Finlay Ólympíu- eiðinn. Hann var þá réttra 40 ára, svo að maður hefði getað ímyndað sér, að verið væri einungis að heiðra gaml- an íþróttakappa. En hvað skeður? Finlay var einn af keppendunum í 110 m. grinda- hlaupi og hafði náð ágætum árangri, þegar hann varð fyr- ir því óhappi að hrasa á síð- ustu grindinni. Og það skyldi haft í huga að þessi íþrótta- grein krefst hvað mest hraða, snerpu og mýkt allra keppnis- greina. Það var þetta atvik, sem kom mér til þess að hefja at- hugun á aldri Ólympíukepp- enda 1936 og 1948. Ólympíuleikarnir 1936. Þá voru 16,2% keppenda yf- ir 30 ára og 15% verðlauna- manna. 13,5% voru undir 20 ára og 13,75% verðlauna- mannanna. Þá voru ungar stúlkur sérstaklega sigursæl- ar í frjálsum íþróttum. Kringlukastið sigraði 16 ára stúlka (Ko Nakamura) og í hlaupum og stökkum voru fjórir sigurvegararnir 17 ára. 1 frjálsum íþróttum var 8% yfir 30 ára og 7% undir 20 ára. 6% verðlauna- mnna var yfir 30 ára og 9% undir 20 ára. 1 lyftingum voru 15% yfir 30 ára og 2,5% und- ir 20 ára. 10% glímumanna voru eldri en 30 ára, en 6% yngri ein 20 ára. 10,5% fim- leikamanna var yfir 30 ára en 4,5% yngri en 20 ára. — Yngsti þátttakandi í þeirri grein var 18 ára, en sá elzti 38. Yngsta stúlkan var 15 ára, en yngsti sigurvegarinn var 18 ára. 1 skylmingum kvenna voru 50% „eldri“ en 2,5% „yngri“. Yfirburðir „eldri“ keppend- anna voru afar miklir (43:2). I skotfimi voru 69,6% eldri en 30 ára, en aðeins 1,4% yngri en 20 ára. Og helmingur verðlaunamanna var yfir 30 ára. 1 reiðlist kemur þó reynslan að enn frekari notum, 69,5% eru eldri en 30 ára, en hvorki meira né minna en 72 þeirra hlutu verðlaun. 1 kappróðri voru 9,8% eldri en 30 ára en 10,2% yngri en 20 ára. Hlutfallið milli verð- launamannanna var 8,2:12,3. Æskan hafði undirtökin í sundi og hnefaleik. Enginn hnefaleikaranna var eldri en 30 ára, en 31% var yngri en 20 ára. 1/4 hluti verðlaun- anna fór til hinna ungu. Að- eins 1/2% sundmanna var eldri en 30 ára, en 42 % % var yngri en 20 ára. Engin sundkona var „gömul“, en 70 % þeirra voru „ungar“. 50% verðlaunamanna og 77 % verð launakvenna voru yngri en 20 ára. Yngsti sundmaðurinn var Ungverjinn Erdelyi, 13 ára (100 m. baks. á 1:14,7 mín.). Þrír voru 15 ára, þrír 16 ára og níu 17 ára. Þrír verðlauna- menn voru 18 ára, þrír 19 og sjö 20 ára. Danska sundkonan Inga Sörensen var aðeins 12 ára og vann brons (200 m. bringu- sund 3:07,8 mín). Ein sund- kona var 13 ára, þrjár 14 ára, fjórar 15 ára og fjórtán 16 ara. Ólympíuleikarnir 1948. Mér þykir leitt, að ég hefi ekki upplýsingar um aldur allra keppenda á þessum Ólympíuleikum. Eg hef þegar getið um Finlay. 1 sama hlaupi bætti Lidman tíma sinn frá Ólympíuleikunum 1936 um 1/10 úr sek., hljóp nú á 14,3 sek. Nú var hann 33 ára. — Svarti hlauparinn, Cochran, sem sigraði 400 m. grinda- hlaupið á 51,1 sek. var einnig 33 ára. Englendingurinn Ro- berts (36 ára) og Suður- Afríkumaðurinn Shore (33 ára) voru einnig þátttakend- ur í Berlín 1936 og stóðu sig nú báðir með prýði. Ameríski pretthlauparinn Ewell, 32 ára varð annar í báðum sprett- hlaupunum. Þær greinar, sem krefjast snerpu og líkamlegra krafta, útiloka á engan hátt þá, sem komnir eru af ung- lingsárunum. Gríski kringlu- kastarinn Syllas, sem var meðal þeirra fremstu 1936, bar ennþá af ásamt þeim Con- solini og Tosi frá ítalíu, sem báðir voru um fertugt, en þó aldrei betri en þá. Sigurvegar- inn í spjótkasti, Finninn Rauta vaara, var 34 ára. Áhaldafimleikar krefjast krafta og mikillar samþjálf- unar alls líkamans. Finninn, dr. Savolainen sýndi alveg einstaka leikni, og var þó 41 árs. Norðmaðurinn Brunn 33 ára, náði ágætum árangri í 10 km. göngu. Englendingur- inn JoDnson, 48 ára, varð 3. í 50 km. göngu. Jafnaldri hans var 2. í maraþonhlaupi, þeirri þolraun æskumanna. Sigur- vegarinn varð Cabrera frá Argentínu, 32 ára gamall. M*ðal kvenfólksins má hér nefna frú Blankers-Coen, fjór- faldan Ólympíumeistara, 2ja barna móðir, 32 ára, og hún er sennilega í enn betri þjálfun nú (36 ára) þó að hún yrði fyrir óhöppum á Ólympíu- leikunum í ár. Tyler-Odam varð önnur í hástökki (28 ára) eins og á Ólympíuleik- unum 1936, en náði þó betri árangri nú. Spjótkastið sigr- aði Bauma, 33 ára, hún varð 4. 1936. I skylmingum sigr- aði Schacherer bæði 1936 og 1948, þá 41 árs. Og enn fleiri mætti telja. Aðrar aldursathuganir. Von Cramm er nú 42 ára, en þó einn af fremstu tennis- leikurum Þýzkalands. — Frönsku meistararnir Barotra 54 ára og Cochet 51 árs, eru einnig óþægir ljáir í þúfu helmingi yngri keppinauta sinna. Brezki kappræðarinn Jack Beresford tók árlega þátt í keppni frá 1919 til 1939. Hann vann Ólympíuverðlaun á öllum leikjunum frá 1920— 1936, og hélt upp á 50. afmælis daginn sinn í róðrarbátnum. Eg hef áður getið þess, að sundið sé einkum kappgrein æskunnar, en þá langar mig að geta tveggja kappa, sem unnu merkileg afrek, þó að þeir væru þá ekki beinlínis á unglingsárunum! Arne Borg, sænski sundmaðurinn heims- f rægi, synti 100 metrana á 48 afmælisdeginum sínum á 1:05, 6 mín. Og Johnny Weissmull- er var orðinn 47 ára, þegar honum entist ekki lengur mínútan á þeirri vegalengd. I 25 ár hafði hann þá synt 100 m. undir 60 sek. 1 þeim greinum, sem mest reynir á þolið, standa hinir eldri sig oft mjög vel. Á ár- inu 1937 setti Finninn Salmín- en, fimm barna faðir, 35 ára, 3 heimsmet í langhlaupum. Landi hans, Stenroos, var 42 ára, þegar hann sigraði í Maraþonhlaupinu árið 1924. Fritz Blankenberg var 61 árs, þegar hann keppti í Maraþon- hlaupinu í Weilburg 1950 og varð 29. Og að lokum má geta „sænska æfa“, 66 ára, sem sigraði í sumar í hjólreiða- keppninni miklu suður alla Svíþjóð, meira en 1750 km. Honum var bannað að taka þátt í keppninni vegna elli! Keppni á unga aldri. Aritsoteles ræðir um það, á einum stað í ritum sínum, hver áhrif það geti haft, að unglingar taki þátt í harð- vítugri keppni. Hann segir, að menn sem á unga aldri taka þátt í keppni drengja og ung- linga verði sjaldan síðar sig- urvega/ar á Ólympíuleikjum. Þessi fullyrðing hans var byggð á langri reynslu Grikkja. Hann segir, að ung- lingurinn oftaki sig á kapp- mótum unglinganna, svo að hæfileikar hans fái ekki notið sín, þegar hann hefur öðlast fullan þroska. Hann ráðleggur mönnum að byrja ekki erf- iða þjálfun fyrr eri þrem ár- um eftir kynþroskaaldurinn, þ. e. a. s. um það bil 17 ára, en hins vegar sé ekkert á móti því að byrja fyrr á léttari ævingum. Þjálfun í hans aug- um var hámarksáreynsla. — Sem undantekningu er þó get- ið eins 12 ára sigurvegara ár- ið 368 f. Kr. En hvert er núna viðhorf- ið til „undrabarna" á sviði íþróttanna? Meðal .Ólympíu- keppendanna má sjá nokkra unglinga — verða þeir jafn sigursælir þegar þeir eldast? Eg skal nefna nokkur dæmi: Maureen Conolly varð tennismeistari 1934, þá ekki 16 ára, og í ár sigraði hún í einmennings keppni kvenna á Wimbledon. Þýzku fimleika- kapparnir Dickhut, Bantz og Wied bræðurnir voru 17 og 18 ára, þegar þeir voru í úrslitakeppninni. I skauta- íþróttinni er Sonja Heine, sem hóf íþr.feril sinn 11* ára með þátttöku í Ólympíuleikunum 1924. 12 og 13 ára stúlkur vöktu og mikla athygli á síð- ustu vetrar-Ólympíuleikum. Ólympíusigurvegarinn Ric- hard Button var 18 ára. Að lokum skal svo getið Bob Mathias sem var 17 ára, þeg- ar hann varð sigurvegari í tugþraut á Ólympíuleikunum 1948 og hlaut 7139 stig. 1 Helsingfors sigraði hann svo aftur, hlaut nú 8400 stig (gamla taflan). Árangur hans er aldeilis frábær: 100 m. 10,8 sek., 1500 m. 4:55,3 mín., 110 grind. 14,6 sek., langstökk 7,43, hástökk 1,898 m„ kúluvarp 15,21 m„ stang- arstökk 3,742 m„ kringlu- kast 48,15 m. og spjótkast 59,165 m. Slíkur frábær árangur unglinga stendur að nokkru í sambandi við það, að kyn- þroskaaldurinn hefur færst fram, sé miðað við það sem var um aldamótin. Ýmsir eru á því, að slíkt verði til þess að auka á heilbrigði manna síðar í lífinu og jafnvel að lengja líf þeirra. Eg verð þó að draga almenna kenn- ingu slíks eðlis í efa, og byggi ég það á þeirri reynslu, sem ég hefi aflað mér. Eg er á þeirri skoðun, að það geti verið mjög skaðlegt fyrir unglinga á kynþroskaaldri að leggja hart að sér við íþrótta- þjálfun, af því að ég hygg að þá séu þeir bæði líkamlega og andlega veikgerðir, jafn- vel þó kraftar þeirra virðist nægir. ^ En með því að rannsaka frekar aldur keppenda og ár- angur, og fylgjast með „undrabörnunum“, þá má varpa ljósi á þessa. þýðingar- miklu spurningu, hvenær heppilegast sé að hefja hina raunhæfu þjálfun, og hvort ekki beri að hafa nánara eft- irlit með keppni og erfiðum æfingum unglinga, eða á hvern hátt verði happadrýgst að haga þjálfun þeirra. Er það Aristoteles, sem hefur haft rétt fyrir sér? Eða ná þeir íþróttamenn lengst, sem byrjuðu yngstir að keppa? Það er mitt álit, að séu án þess að unglingum sé ofgert íþróttir þjálfaðar réttilega, þá verði það til þess að lengja líf okkar :— að við verðum 20 ár 20 ára — að við varð- veitum æskugleðina og fjör- ið, ákefðina og atorkusem- ina, ráðsnilldina og baráttu- gleðina við hættur og erfið- leika fram á gamals aldur. Ef þetta á eftir að sannast með ýtarlegum rannsóknum þeirra atriða, sesm ég hefi hér drepið á, þá er það vissu- lega þess virði að vera þjónn íþróttanna og þá myndu þær með réttilegri beitingu verða sú heilsulynd, sem allt mann- kynið gæti notið góðs af, og veitt gætu fullnægingu starfslöngun manna og nauð- syn á hreyfingu. — Þetta er einmitt hið gullna markmið íþróttanna. Drengjamót UMSS á Sanðárkróki Drengjamót Ungmennasam- bands SJcagafjarðar var háð á SauðárJcróki 3. ágúst s.l. Úrslit mótsins urðu þessi: 100 m.. hlaup: seJc. 1. Þorvaldur Óskarss. H. 11,9 2. Hörður Pálsson T. 12,0 1500 m. hlaup. m. 1. Stefán Guðmunds. T. 4:49,6 2. Sævar Guðmunds. H. 4:54,6 3. Guðjón Ólafsson H. 5:15,7 LangstöJcJc: m. 1. Gísli L. Blöndal T. 6,39 2. Hörður Pálsson T. 5,85 3. Þorvaldur"Óskarss. H. 5,25 ÞrístöJcJc: m. 1. Hörður Pálsson T. 12,50 2. Sigmundur Pálsson T. 12,10 3. Sævar Guðmunds. H. 11,97 HástöJcJc: m. 1. Sigmundur Pálsson T. 1,54 2. Sævar Guðmundss. H. 1,54 25 km. sund! Frá því er skýrt í Austur- Þýzkum blöðum að Anotolij Sokurof hafi unnið þol- sundskeppnina í sovét-rúss- neska sundmeistaramótinu á 8 klst. 3 mín. og 45 sek. en vegalengdin er hvorki meira né minna en 25 km! Kúluvarp: m. 1. Hörður Pálsson T. 13,37 2. Sigmundur Pálsson T. 12,84 3. Þorvaldur Óskarss. H. 12,72 KringluJcast: m. 1. Gísli L. Blöndal T. 39,57 2. Sigmundur Pálsson T. 33,65 3. Lúðvík Halldórsson T. 31,95 SpjótJcast: m. Jón Vídalín frá Siglufirði keppti sem gestur 59,30 1. Ólafur Gíslason G. 49,40 2. Sigmundur Pálsson T. 46,92 3. Lúðvík Halldórsson T. 9,87 Veður var sæmilega goít, sólskin og norðan gola. Sérstaka athygli vakti spjót kast Jóns Vídalín, en hann átti fjögur köst yfir 55 m. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ VIKUBLAÐ Útgefandi: íþróttablaðið h.f. Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss Pósthólf 1063, Reykjavík. Blaðstjórn: Ben. G. Wáge, Guðjón Einarsson, Gunnlaugur J. Briem, Jens Guðbjörnsson og Þorsteinn Einarsson. Verð kr. 65,00 árg. 1 lausasölu kr. 1,50 blaðið. Afgreiðsla á Amtmannsstíg 1. Sími 4955, HERBERTSprent Bankastræti 3 *

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.