Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 29.09.1952, Blaðsíða 4

Íþróttablaðið - 29.09.1952, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTABLAÐIÐ Ályhtonir bindindismdlalundarins i Keflavíh Þann 14. september s.l. var haldinn í Keflavík merkur fundur bindindismanna og annarra áhugamanna um baráttu gegn áfengisbölinu. Fundurinn sendi frá sér á- varp til þjóðarinnar, þar sem ítrekuð eru varnaðarorð gegn því böli, sem áfengisneyzlan býr þjóðinni, bæði andlega og efnalega. Og þjóðin hvött „til samtaka um það að skapa það heilbrigða almenn- ingsálit, að það sé hverjum manni hneisa að skerða sjálfs- stjórn sína, dómgreind og siðaskyn með neyzlu áfengis.“ Á fundinum voru eftirfar- andi ályktanir gerðar: 1. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík sunnudaginn 14. sept. 1952, skorar á Alþingi að láta lögin um héraðabönn koma til framkvæmda nú þegar, það er, að kaupstaðir og sveitafélög hafi ákvörðunar- rétt um áfengissölu og áfeng- isveitingar innan sinna tak- marka. 2. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík sunnudaginn 14. sept. 1952, mótmælir bruggun sterkari öltegunda, en þegar eru framleiddar í landinu. Fundurinn lítur svo á, að sala á áfengu öli muni auka drykkjuskap í landinu, sér- staklega meðal æskunnar. 3. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík sunnudaginn 14. sept. 1952, skorar á ríkisstjórnina að hlutast til um, að barna- verndarnefndum í öllum bæj- arfélögum og sveitafélögum sé falið að vinna ötullega að því að forða börnum og ungl- ingum frá neyzlu áfengis. Ennfremur bendir fundurinn á nauðsyn þess, að eingöngu bindindismenn skipi barna- verndarnefndir og barna- verndarráð, svo og að ráðu- nautar nefndanna séu al- gjörir bindindismenn. 4. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík sunnudaginn 14. sept. 1952, skorar á ríkisstjórnina að láta framfylgja þeim lög- um og reglugerðum, er banna opinberum starfsmönnum eða mönnum í ábyrgðarmiklu starfi að neyta áfengis við störf sín. 5. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefl- vík sunnudaginn 14. septem- ber 1952, skorar á fræðslu- málastjórnina, að reglugerð um bindindisfræðslu frá 1936 verði framfylgt, og fræðsla í skólum um skaðsemi áfeng- is verði aukin. 6. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík sunnudaginn 14. septem- ber 1952, bendir á nauðsyn aukins lögreglueftirlits á al- mennum skemmtisamkom- um og skorar á alla, sem fyrir slíkum skemmtunum standa, að setja metnað sinn í, að þær fari fram með reglusemi og háttvísi. 7. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík 14. september 1952, bein- ir þeim tilmælum til ung- mennafélaganna, íþróttafélag- anna, skátafélaganna og ann- arra æskulýðsfélaga, að þau taki þegar upp ákveðna bar- áttu gegn áfengisnautn æsk- unnar. 8. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík 14. sept. 1952, skorar á Alþingi, að hækka stórlega frá því, sem nú er, þá fjár- hæð, sem veitt er á fjárlög- um til bindindisstarfsemi í landinu. Ennfremur, að ríkis- sjóður launi 4—6 menn til bindindisfræðslu og út- breiðslu bindindis, enda starfi þeir undir stjórn Stórstúk- unnar. 9. Almennur fundur um bindindismál, haldinn í Kefla- vík 14. sept. 1952, skorar á útvarpsráð að gefa bindindis- samtökunum kost á erinda- flutningi mánaðarlega í út- varpinu um áfengis- og bind- indismál. TuÉoutormeistn Hothios iieiMur Ameríski tugþrautameist- arinn, Bob Mathias, sem á Ólympíuleikunum í Helsing- fors vann gullverðlaun í ann- að sinn, og fór sigursæla keppnisför um Evrópu að þeim leikum loknum, hefur varpað frægðarljóma á fæð- ingarborg sína Tulare í Kali- forníu. Að minnsta kosti álíta samborgarar hans það, og þeir eru stoltir af þessum syni borgar sinnar. Svo mikið er víst að nú hafa þeir í hyggju að breyta nafninu á borginni og skýra hana Mathiasville honum til heiðurs. Upp frá því ætti það ekki að verða nein ráðgáta, hvar vagga íþróttakappans stóð. GETRAUNASPÁIN. Framhald af bls. 3. á gegn Tottenham, sem hefur verið veikt og misjafnt í haust. Bezt er að taka jafnteflismögu leikann með til vara. Stoke - Sheff. Wednesday x Síðast þegar liðin voru í sömu deild, skildu þau jöfn í báðum leikjunum og senni- lega má ekki í milli sjá er þau hittast í fyrsta sinn á ný. Sunderl. - Portsmouth 1 (lx ) Án efa einn af skemmtileg- ustu leikjum dagsins og verð- ur án efa gaman að viðureign tríós heimaliðsins með mið- frh. Trever Ford og v. inn- herjann Len Shackleton sem leiðandi menn, og hinnar sterku framvarðalínu Ports- mouth, Scoulars, Froggatts og Dickinsons. Sunderland hefur fengið 6 af 8 möguleik- um. Wolves - Manch. Utd. x Tvö jöfnustu liðin eftir að stríinu lauk og hafa bæði á- vallt verið á toppnum eða þar um bil. Eins og nú standa sákir hjá báðum má gera ráð fyrir jöfnum leik. 1 upphafsröð ágizkunarinnar er því spáð 5 heimasigrum, 6 jafnteflum og 2 útisigrum. I aftasta dálki töflunnar er út- fylling 48 raða kerfis. • Meðalaldur Ólympíusigurveg- ara 24 ár Til gamans og í sambandi við hina athyglisverðu grein dr. Charl Diem, sem birtist á 3. síðu blaðsins i dag, fer hér á eftir listi yfir nöfn og aldur Ölympíusigurvegaranna í frjálsum íþróttum frá því í sumar: Karlar: 100 m. hlanp: Rem- igno, USA 21 árs. 200 m. hlaup: Stanfield, USA, 22 ára. 1^00 m. lilaup: Roden, Jama- ica, 25 ára. 800 m. hlaup: Whitfield, USA, 27 ára. 1500 m. hlaup: Barthel, Luxemburg, 26 ára. 5 og 10 km. hlaup og mara- þonhlaup: Zatopek, Tékkó- slóvakíu, 30 ára. 110 m. grind: Dillard, USA, 29 ára. IjOO m. grind: Moore, USA, 22 ára. 3000 m. hindrunarhlaup: Ashenfelter, USA, 25 ára. Hástökk: Davis, USA, 22 ára. Stangarstökk: Richards, USA, 26 ára. Langstökk: Biffle, USA, 24 ára. Þrístökk: Da Silva, Brasi- líu, 26 ára. Kúluvarp: O’Brien, USA, 21 árs. Kringlukast: Inezz, USA, 22 ára. Spjótkast: Young, USA, 22 ára. Sleggjukast: Csermak, Ung- verjaland, 20 ára. Tugþraut: Mathias, USA, 21 árs. Konur: 100 og 200 m. hlaup: Jackson, Ástralía, 20 ára. 80 m. grind: Strickland, Ástralía, 24 ára. Hástökk: Brand, Suður- Afríka, 34 ára. Langstökk: Williams, Nýja- Sjálandi, 22 ára. Kúluvarp: Sibina, Rúss- landi, 21 árs. Kringlukast: Romaschk- owa, Rússlandi, 26 ára. Spjótkast: Zatopkowa, Tékkóslóvakíu, 30 ára. Staða i brezku keppninni Blackpool W B A Liverpool Wolves Burnley Charlton Sunderland Arsenal Tottenham Preston 9 7 1 1 29-13 15 9 7 0 2 16-9 14 10 6 2 2 18-13 14 10 6 2 2 18-15 14 10 5 3 2 14-10 13 9 4 3 2 22-19 11 9 5 13 11-13 11 10 4 3 3 17-15 11 10 4 2 4 17-18 10 9 2 5 2 13-11 9 Newcastle 9 3 3 3 14-12 9 Portsmouth 10 2 5 3 15-14 9 Manch. #td. 9 3 2 4 11-12 8 Middlesbro 9 3 2 4 13-15 8 Ghelsea 10 3 2 5 17-14 8 Cardiff 10 3 2 5 12-12 8 Sheff Wedn 9 2 3 4 8-14 7 Bolton 9 3 1 5 8-17 7 Stoke 10 3 1 6 11-18 7 A. Villa 9 2 2 5 11-18 6 Derby 9 2 1 6 12-17 5 Manch. City 9 1 2 7 11-19 4 Opið alla daga frá kl. 14 til 23.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.