Vísbending - 14.08.2020, Blaðsíða 4
Ritstjóri: Jónas Atli Gunnarsson
Ábyrgðarmaður: Eyrún Magnúsdóttir
Útgefandi: Kjarninn miðlar ehf.,
Fiskislóð 31 B, 101 Reykjavík
Sími: 551 0708 Net fang: visbending@kjarninn.is
Prentun: Kjarninn
Öll réttindi áskil in.
© Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda.
Aðrir sálmar
4 V Í S B E N D I N G • 2 9 . T B L . 2 0 2 0
framh. af bls. 1 Hagfræðin og
raunveruleikinn
Mér finnst að hagfræðin þyrfti stundum að taka aðeins meira mið
af raunveruleikanum,“ sagði Jóhannes
Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Sam
taka ferðaþjónustunnar, í kjölfar greinar
Gylfa Zoega um aðgerðir stjórnvalda í
Covidfaraldrinum í síðasta tölublaði.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem fræði
greinin er útmáluð sem taktlaus og í engum
tengslum við raunheiminn. Ráðleggingar
hagfræðinga falla oft í grýttan jarðveg
stjórnmálamanna og sérhagsmunasamtaka
þegar þær samræmast ekki stefnum þeirra
síðarnefndu.
Ef til vill hefur hagfræðin sjálf kallað
þetta yfir sig. Þjóðhagslegar greiningar inni
halda til dæmis oft einkennilega útreikn
inga, líkt og mat á virði heilbrigðs lífs eða
ásættanlega áhættu á því að mannslíf tapist.
Erfitt er temja sér svoleiðis hugsunarhátt
þegar ástvinir manns eiga í hlut.
Raunveruleikinn er hins vegar sá að
þess háttar útreikningar eru nauðsynlegir
svo að stjórnvöld geti tekið upplýstar
ákvarðanir þegar mikið er í húfi.
Öllum ákvörðunum fylgir einhver fórn.
Kosturinn við hagfræðilegar greiningar er
einmitt sá að þær geta metið þessa fórn,
hvort sem hún er í formi aukinna fjárútláta
eða áhættu fyrir lýðheilsu. Það er ekkert
óraunverulegt við að taka slíka áhættu með
í reikninginn, þvert á móti væri ábyrgðar
laust að gera það ekki.
Að mati margra af fremstu hagfræð
ingum landsins hefði þjóðhagsleg grein
ing ekki mælt með opnun landsins fyrir
ferðamönnum fyrr í sumar, þrátt fyrir að
ferðamálaráðherra vilji meina að áhættan
vegna hennar hafi verið ásættanleg. Meðal
þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðunina er
Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, hagfræðipró
fessor við Háskóla Íslands, en hún segir
að opnunin bæri í sér „mikla áhættu fyrir
lítinn ávinning“.
Það er skiljanlegt að talsmaður fyrirtækja
í ferðaþjónustunni leggist gegn þessum yfir
lýsingum, þar sem aukinn fjöldi erlendra
ferðamanna hefur verið þeim verðmætur í
sumar. Hins vegar væri það ódýrt að afskrifa
fræðigreinina sem einhvers konar gervivís
indi í höndum Excelmeistara með höfuðið
í skýjunum.
þjóðarflugfélags okkar við þessar aðstæður afar
vandasama enda þurfa stjórnendur og stjórn
armenn sjóðanna að standa með viðeigandi
hætti að fjárfestingarákvörðunum. Í tilviki
frekari fjárfestingar í Icelandair þurfa lífeyris
sjóðirnir að byggja á viðurkenndu verklagi við
ákvarðana töku um fjárfestingu í fyrirtæki sem
býr við rekstrarvanda sem ekki sér fyrir endann
á. Um þess háttar kröfur má til dæmis fræðast
í bók eins og Distress Investing – Principles
and Technique5 en rétt er að ítreka að fjár
festing við núverandi aðstæður er allt annars
eðlis en venjubundin kaup fjárfesta í skráðum
félögum á hlutabréfamarkaði við eðlilegar
aðstæður. Áhersla er á virkt aðhald eiganda og
að kjölfestu fjárfestar búi yfir nauðsynlegri sér
þekkingu eigi björgunarfjárfestingar að ganga
vel upp. Þessir þættir eru því mikilvæg forsenda
þess að lífeyrissjóðir hér á landi geti komið að
endurfjármögnuninni nú með faglegum hætti.
Langtímafjárfestingar
Þann 10. desember 2019 stýrði ég málþingi í
Háskóla Íslands undir yfirskriftinni: Lífeyris
sjóðir, langtímafjárfestingar og stjórnarhættir
sem haldið var með aðkomu Hagfræðistofn
unar, Samtaka fjármálafyrirtækja og Lands
samtaka lífeyrissjóða. Þar fjallaði Ólafur
Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyris
sjóðs um helstu áskoranir við langtímafjár
festingar fyrir lífeyrissjóði og benti hann
sérstaklega á skort á fjárfestingartækifærum
í innviðum hérlendis6. Stjórnvöld í löndum
með svipaðar aðstæður og hér varðandi hlut
fallslega stærð lífeyrissjóða leggðu áherslu
á að skapa tækifæri fyrir sjóðina til að taka
þátt í uppbyggingu innviða með samvinnu
verk efnum og sama þyrfti að gerast hérlendis.
Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur fjallaði
einnig um samvisku og stjórnvisku í lífeyris
sjóðum í ljósi sögunnar og hvort hlutleysi fæli í
sér góða stjórnarhætti. Loks fjallaði Jake Block
sérfræðingur í langtímafjárfestingum um fjár
festingar stofnanafjárfesta í innviðum með
sérstakri áherslu á samstarf við opinberra aðila
í gegnum samvinnuverkefni eða samvinnuleið
(e. Public Private Partnership, PPP).
Eitt sérlega mikilvægt atriði sem kom
fram í erindi Jake Block var mikilvægi sam
vinnuleiðar í fjármögnun og rekstri þjóðhags
lega mikilvægra innviða, svo sem flugvöllum.
Hér skipta stjórnarhættir ekki hvað síst máli,
eftirlit með þeim og gagnsæi í upplýsingagjöf
eins og fjallað var um í fyrri greinum mínum
í janúar og júní hér í Vísbendingu7.
Ef horft er til fræðanna þá er alls ekki sjálf
gefið að lífeyrissjóðir ættu yfir höfuð að fjárfesta
5 M.J. Whitman & F. Diz (2009) Distress Investing – Principles and Technique (Wiley, NJ)
6 Sjá grein: Langtímafjárfesting í innviðum. Björn Z. Ásgrímsson. Vefrit Fjármálaeftirlitsins, mars 2016,
1. tbl. 5. árg.
7 Sjá: Vísbending 19. júní 2020 um upplýsingagjöf í ársreikningum & Vísbending 31. janúar 2020 um
ábyrgð stjórnarmanna
í Icelandair við núverandi aðstæður, en verði
það raunin er algert grundvallaratriði að koma
á virku aðhaldi eigenda og sérfræðiþekkingu
sem nauðsynleg er við núverandi aðstæður. Það
er ekki fært fyrir lífeyrissjóðina að koma inn
sem óvirkur fjárfestir við núverandi aðstæður
í félag í vanda enda þarf auk áframhaldandi
endurskipulagningar við úrlausn bráðavanda að
taka margar mikilvægar ákvarðanir hvað varðar
framtíðarþróun með sjálfbærni að leiðarljósi.
Samvinna og sjálfbærni
Fyrri spurningin sem við sem samfélag
stöndum nú frammi fyrir er hvort að við viljum
að lífeyrissjóðirnir okkar stuðli að uppbyggingu
flugsamgangna til og frá landinu. Hvort við
viljum sjálf byggja upp okkar samfélag og
tengingu við umheiminn með okkar eigin fé,
njóta arðsins af því og vera í fararbroddi á sviði
sjálfbærs rekstrar. Eða hvort fela eigi öðrum
það eignarhald flugsamgangna og lífeyrissjóðir
okkar fjárfesti annars staðar. Seinni spurningin
er hvort að lítið samfélag á einangraðri eyju
vilji vera eina landið í okkar heimshluta sem
ekki tekur þátt í endurreisn flóru þjóðarflug
félaga og hvort við ætlum jafnvel alfarið að láta
aðrar þjóðir og erlenda sjóði sjá um að reka
flugsamgöngur til og frá landinu. Svörin við
þessum spurningum þarf að ræða alvarlega og
með opnum huga þar sem röksemdir ráða för.
Hlutverk stjórnvalda við neyðarfjármögnun
flugfélaga á alþjóðavísu er að stuðla að öruggri
tengingu samgangna og er hluti af þeirri burðar
stoð innviða sem tengja landið við umheiminn.
Ef lífeyrissjóðir eiga að leika hlutverk í því þarf að
tryggja að þeir geti komið með viðeigandi eftirlit
og eigandaaðhald sem byggist á sérfræðiþekk
ingu og út frá réttum forsendum. Þannig felst
langtímalausn í því horfa á viðfangsefni okkar
út frá heildarsamhengi og með áherslu að nýta
í auknum mæli samvinnuleið við uppbyggingu
innviða. Þessa vegferð má hefja nú með því að
hagsmunir lífeyrissjóðanna verði á grundvelli
samvinnuleiðar samtengdir við framtíðarþróun
flugvallarins sem myndar með flugfélaginu
burðarásinn í þeim grundvallarinnviðinum sem
tenging landsins við umheiminn er.
Þannig skapast forsendur fyrir ákvarðanir
tengdar framtíð flugrekstrar og ferðaþjónustu
landsins þar sem lögð er áhersla á samvinnu
við þau nágrannalönd okkar sem eru í farar
broddi í þeirri þróun út frá markmiðum um
langtímavirðissköpun og með sjálfbærni að
leiðarljósi. Hér gæti samhliða verið um að ræða
einstakt tækifæri til að hefja farsælt samstarf
um samvinnuverkefni ríkisins og lífeyrissjóð
anna okkar með það að markmiði að byggja
upp vandaða innviði og gera Ísland til fyrir
myndar í framþróun sjálfbærs samfélags.
„