Morgunblaðið - 15.01.2020, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2020FRÉTTIR
Bæjarlind 8-10
201 Kópavogur
www.ag.is
ag@ag.is
510 7300
á skrifborðsstólum
VETRAR
TILBOÐ
-30%
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
EIM
-1,04%
190
EIK
+7,05%
9,11
S&P 500 NASDAQ
+0,65%
9.263,7
+0,32%
3.285,02
+0,36%
7.625,14
FTSE 100 NIKKEI 225
15.7.‘19 15.7.‘1914.1.‘20
1.600
80
1.798,51
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
64,64+3,54%
24.025,17
66,48
40
2.000
14.1.‘20
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
1.842,15
Einn af þremur flughermum fyrir-
tækisins TRU Flight Training Ice-
land hefur staðið óhreyfður í sex
mánuði eða frá þeim tíma þegar
þjálfun á Boeing 737 MAX-vélar
stöðvaðist um allan heim. Þetta
staðfestir Guðmundur Örn Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins, sem er dótturfélag Ice-
landair Group. Hermirinn var
keyptur til landsins í tengslum við
kaup Icelandair Group á 16 þotum
af fyrrnefndri gerð.
TRU Flight Training Iceland
varði um milljarði króna við upp-
setningu flughermisins.
Nýtist einnig vegna
leiguflugvélanna í vor
Nú stefnir hins vegar í að hann
verði tekinn í notkun að nýju í að-
draganda þess að Icelandair tekur í
notkun leiguvélar af gerðinni Bo-
eing 737-800. Þeim er ætlað að fylla
í skarðið sem MAX-vélarnar skildu
eftir en þær hafa verið kyrrsettar
frá því í mars í fyrra. Ekki liggur
enn fyrir hvenær þeim verður heim-
ilt að fljúga að nýju en Icelandair
gaf það út í desember að það búist
við því að kyrrsetningunni verði af-
létt í síðasta lagi í maí næstkomandi.
Guðmundur segir í samtali við
Morgunblaðið að gera megi ráð fyr-
ir því að þjálfun í herminum hefjist
einhvern tíma í febrúarmánuði.
„Það er gert ráð fyrir að vélarnar
verði afhentar í mars og þá er lík-
legt að þjálfunin verði farin af stað.
Við getum bæði þjálfað á MAX og
eldri týpur 737-vélanna á þessum
hermi.“ Hann segist einnig búast við
því að mikil eftirspurn verði eftir
þjálfun í herminum þegar kyrrsetn-
ingunni verður aflétt.
„Við erum búin að gera marga
samninga við fyrirtæki sem vilja
þjálfa sína flugmenn á MAX-
vélarnar hjá okkur. Svo er mikil
þörf fyrir þjálfun flugmanna hjá
Icelandair enda félagið með margar
vélar af þessu tagi tilbúnar til notk-
unar.“
Umtalsverð áhrif
Spurður út í hvaða áhrif stöðvun
MAX-hermisins hafi haft á fyrir-
tækið segir Guðmundur að þau séu
vissulega umtalsverð en að rekst-
urinn hafi gengið vel þrátt fyrir það.
Því ráði mikil eftirsókn í hina herm-
ana tvo sem fyrirtækið rekur en
þeir eru notaðir til þjálfunar á 757-
og 767-þotum frá sama framleið-
anda.
„Nýtingin á hinum hermunum
hefur verið með miklum ágætum og
hlutdeild erlendra aðila hefur aukist
mikið. Samtals hafa hermarnir verið
með 31% erlenda nýtingu en Ice-
landair hefur nýtt 69% tímans, þar
af hefur 757-hermirinn verið nýttur
60% af erlendum flugfélögum. Það
hlutfall var 25% árið 2018.“
Bendir Guðmundur Örn á að
þessi þróun hafi ýmsar jákvæðar af-
leiðingar í för með sér fyrir íslenska
ferðaþjónustu, enda þurfi áhafnir
sem hingað komi til þjálfunar að
nýta sér hótelþjónustu og þá njóti
veitingahús einnig góðs af umsvif-
unum.
„Mér reiknast svo til að þessi um-
svif hafi tryggt 3.000 til 3.500 hótel-
nætur á síðasta ári.“
Uppfærsla skipti sköpum
Forsvarsmenn TRU Flight Ice-
land líta björtum augum fram á ný-
árið og vonir standa til að MAX-
hermirinn verði kominn í fulla notk-
un innan fárra mánaða. Þá hefur
fyrirtækið einnig styrkt stöðu sína í
samkeppni við fyrirtæki sem bjóða
upp á þjálfun á 757- og 767-vélar.
Það kemur til af því að hermarnir
eru með nýjum uppfærslum sem
brátt verður gerð ófrjávíkjanleg
krafa um.
„Þessar kröfur eru nú þegar
gerðar í Bandaríkjunum og þær
munu taka gildi innan átta mánaða í
Evrópu einnig. Þær áttu raunar að
taka gildi í Evrópu í desember en
það var veittur frestur fram á þetta
ár. Þessi uppfærsla gerir mögulegt
að þjálfa viðbrögð við aðstæðum
sem nauðsynlegt er að flugmenn
kunni skil á. Þetta eru kröfur sem
settar hafa verið eftir slys þar sem
Airbus A330 þota Air France fórst á
leiðinni milli Rio de Janeiro og Par-
ísar í júní 2009,“ segir Guðmundur
Örn og bendir á að flestir keppi-
nautar TRU Flight Iceland séu að
keyra á gömlum hermum og að þeir
eigi eftir að uppfæra búnaðinn.
Hermirinn í notkun að nýju
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Flughermir TRU Flight
Training Iceland verður
notaður fyrir Boeing 737-
800-leiguvélar Icelandair.
Morgunblaðið/Golli
Guðmundur býst við mikilli eftirspurn eftir þjálfun í flugherminum þegar kyrrsetningu MAX-véla verður aflétt.
UPPLÝSINGATÆKNI
„Staðan á verkefninu er góð. Við erum
að ljúka framkvæmdafasanum og ef
allt fer sem horfir opnum við 1. mars,“
segir Gísli Valur Guðjónsson,
stjórnarformaður Reykjavík DC og
Opinna Kerfa, um gagnaverið sem
reist hefur verið á Korputorgi í
Reykjavík. Í fyrsta fasa er um að
ræða um fimmtán hundruð fermetra
húsnæði með pláss fyrir rúmlega 200
hýsingarskápa, sem hægt er að
stækka upp í allt að átta þúsund fer-
metra. Gagnaverið hefur verið sam-
starfsverkefni Opinna kerfa, Voda-
fone, Korputorgs og Reiknistofu
bankanna, sem jafnframt er kjölfestu-
kúnni að sögn Gísla Vals.
Hann segir um það bil helming
skápanna þegar hafa verið seldan.
„Þetta hefur verið áhugaverð vegferð
og núna er allt að koma saman og allt
á fullu svo við getum náð þessu mark-
miði um að opna í mars. Þá erum við
komin í rekstur með þjónustubygg-
inguna og fyrsta salinn af átta. Gagna-
verið verður fyrsta gagnaverið á Ís-
landi sem hefur verið byggt
sérstaklega og er rekið samkvæmt
svokölluðum TIER3-staðli,“ segir
Gísli Valur og útskýrir að farið verði
eftir ströngum kröfum er varða ör-
yggi og gæði.
Svæði til stækkunar
Erfitt er að segja til um nákvæm-
lega hver orkuþörfin verður þar sem
það veltur á virkni viðskiptavina, en
fyrsti salur gagnaversins gæti verið
að nota allt að 1,5 megavött. Þá liggja
fyrir áætlanir um alls átta sali í gagna-
verinu og vilyrði fyrir 12 megavöttum.
„Við erum jákvæðir á gagnavers-
iðnaðinn á Íslands, sérstaklega ef
gagnatengingar landsins eflast,“ segir
Gísli Valur og bætir við að „svæðið við
Korputorg gefur möguleika til frekari
uppbyggingar, en við erum ekki með
það á teikniborðinu eins og sakir
standa“. gso@mbl.is
Opna gagnaverið á
Korputorgi 1. mars
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Styttist í opnun gagnaversins.