Morgunblaðið - 15.01.2020, Síða 16
Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Slá af verði nýrra íbúða í …
Lykilfólk hverfur frá …
Farið fram á nauðungarsölu …
Tilkynntu grun um brot í rekstri
Átta störf lögð niður
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Skipulagsvinna vegna uppbyggingar
um þúsund íbúða á Kringlusvæðinu
hefur reynst tímafrekari en áætlað
var. Uppbyggingin mun því að
óbreyttu hefjast 12-18 mánuðum
síðar en áður var áætlað.
Fasteignafélagið Reitir fer með
hönnun Kringlusvæðisins.
Guðjón Auðunsson, forstjóri
Reita, segir nú raunhæft að fram-
kvæmdir geti hafist á árinu 2022.
Þegar Morgunblaðið fjallaði um
áformin haustið 2018 áætlaði Guðjón
að 1. áfangi yrði langt kominn í árs-
lok 2021. Sú áætlun hefur verið
endurmetin og virðist nú raunhæf-
ara að fyrsta áfanga ljúki árið 2023.
Guðjón segir aðspurður hinn form-
lega feril við skipulagsmálin hjá
borginni hafa tafist um a.m.k. 12
mánuði miðað við fyrri áætlanir.
Vonir séu nú bundnar við að nýtt
aðalskipulag taki gildi í vor eða
snemmsumars. Þá taki við vinna við
deiliskipulag og hönnun svæðisins.
Það ferli geti tekið á annað ár.
Guðjón segir Reiti hafa haft vænt-
ingar um að skipulagsvinnan yrði
sett í forgang í ljósi umræðu borgar-
yfirvalda um að setja Miklubraut í
stokk og þétta byggð. Ljóst sé að
uppbygging á norðurenda svæðisins,
norður af Húsi verslunarinnar, hald-
ist í hendur við að Miklabraut fari í
stokk. Uppbyggingin á svæðinu öllu
verði áfangaskipt og taki 10-15 ár.
Þegar vinningstillaga í hug-
myndasamkeppni um svæðið var
kynnt í nóvember 2017 var gert ráð
fyrir 500-600 íbúðum. Nú er hins
vegar stefnt að allt að 1.000 íbúðum.
Þá verður byggt atvinnuhúsnæði.
Að sögn Guðjóns eru Reitir „ekki í
neinu kapphlaupi“ með að hefja upp-
byggingu íbúða á svæðinu. Félagið
eigi ónýttar byggingarheimildir á
öðrum svæðum, m.a. Orkuhússreit,
en þar verða byggðar 400-500 íbúðir
sem eru í deiliskipulagsferli.
Teikning/Kanon arkitektar/THG arkitektar
Kringlusvæðið mun taka stakkaskiptum ef áformin ganga eftir.
Uppbygging
hefst árið 2022
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Uppbygging um þúsund
íbúða við Kringluna mun
hefjast a.m.k. ári síðar en
upphaflega var áætlað.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Sá sem þetta ritar sat á síðastaáratug fund með Ara Trausta
Guðmundssyni og fleiri góðum
mönnum vegna áforma um bóka-
útgáfu. Ari Trausti var marg-
reyndur í bókaútgáfu og mælti því af
reynslu er hann sagði höfundana
mundu uppskera ferð með frúnni til
Kanaríeyja en ekki mikið meira. Það
gekk eftir. Ari Trausti hefur annars
sýnt í gegnum tíðina að hann hefur
nef fyrir bókaútgáfu. Nægir þar að
nefna vinsælar bækur um eldgosið í
Eyjafjallajökli sem hafa væntanlega
skilað meiru en sólarlandaferð.
Þetta er rifjað upp í tilefni af þvíað Ari Trausti er nú einn þing-
manna VG. Flokkurinn fékk 11
menn kjörna í þingkosningunum
haustið 2017 en með brotthvarfi
Andrésar Inga Jónssonar er þing-
flokkurinn með tíu þingmenn.
Undiraldan hjá VG braust upp á
yfirborðið og má greina kröfu um
aukna róttækni.
Tíminn flýgur. Nú nálgast næstuþingkosningar en þær þurfa að
fara fram fyrir lok næsta árs. Af því
leiðir að næsta haust fer að skýrast
hvaða mál verða sett á dagskrá þjóð-
málaumræðunnar á vorþingi 2021 til
að ná til kjósenda. Kosningabar-
áttan hefst svo að því loknu en upp-
hafið mun markast af tímasetningu
kosninganna.
Félagar Ara Trausta í VG munuverða undir þrýstingi að lofa
kjósendum gulli og grænum skóg-
um. Vonandi munu kjósendur horfa
raunsætt á stöðuna eins og Ari
Trausti gerði forðum daga.
Vonir og
væntingarSeðlabanki og Fjármálaeftirlitvoru sameinuð um áramót. Það
var heillaskref. Hvernig til tekst
mun þó sem fyrr ráðast af því hvern-
ig þeir sem standa í brúnni standa
sig. Oft hefur það skipt sköpum og
slíkar aðstæður mun, í mismiklum
mæli, reka á fjörur Seðlabankans
eins og löngum áður í bráðum sex
áratuga sögu hans.
Talsvert hefur gustað um bankanná undanförnum misserum, eink-
um vegna harkalegrar og á tímum
óviðurkvæmilegrar framgöngu
þeirra sem farið hafa með gjaldeyris-
eftirlit á vettvangi hans. En það fel-
ast einnig í því tíðindi þegar nýr
bankastjóri tekur við lyklum að
Svörtuloftum og nú hefur hann sér
til fulltingis þrjá aðstoðarseðlabanka-
stjóra. Einn þeirra tók við stöðu
sinni fyrir hartnær tveimur árum,
annar gegndi til áramóta forstjóra-
starfinu hjá FME og sá þriðji kemur
nú nýr inn, með reynslu úr alþjóð-
legu bankaumhverfi.
Þótt þessir fjórir tróni á toppi þesstrés sem mótað hefur verið um
starfsemi bankans hafa nú einnig
tekið til starfa 11 framkvæmdastjór-
ar við hina sameinuðu stofnun! Verð-
ur það að teljast vel í lagt og um leið
hlýtur sú krafa að vera gerð að
bankanum verði einstaklega vel
stjórnað – nóg virðist hið minnsta af
vinnufúsum höndum.
Í tengslum við hrókeringarnar allarvar tilkynnt að átta stöðugildi
hefðu verið lögð niður. Þau voru 290
fyrir þær breytingar og hagræðingin
því tæp 3% í störfum talið – kannski
hafa stjórnendur talið sig bundna af
viðmiði því sem peningastefnu-
nefndin dulúðuga hefur ákvarðað í
stýrivöxtum! Ekki verður því haldið
fram að ýtrustu leiða hafi verið leitað
til að draga úr kostnaði með samein-
ingunni, enda var það raunar til-
greint í lögum um sameininguna að
það væri alls ekki markmiðið! En af
þeim sömu sökum ber að fagna því
að einhver skref hafi verið stigin í þá
átt.
Þegar reynsla kemst á hið nýjafyrirkomulag með sameinaðri
stofnun er vonin sú, skattgreiðenda
og allra vegna, að nýr seðla-
bankastjóri horfi áfram á leiðir til
þess að hagræða í rekstri. Seðla-
bankinn má vera fyrirmynd í þeim
efnum fyrir aðrar stofnanir ríkisins.
Þannig gæti hið smáa skref sem nú
hefur verið stigið verið fyrirheit um
að haldið verði áfram á sömu braut.
Þá mun sannast að oft reynist mjór
mikils vísir.
Er mjór mikils vísir?
Nýr forstjóri banda-
ríska flugvélaframleið-
andans Boeing vill
leggja áherslu á heið-
arleika og gagnsæi.
Vill auka
gagnsæi
1
2
3
4
5