Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 1
Vaki óskar eftir að bæta við starfsmanni í hönnunarteymi sitt þar sem áhersla er á tækni
til notkunar í fiskeldi. Um er að ræða hátæknibúnað þar sem unnið er með samspil vél-,
rafeinda- og hugbúnaðar. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga, þekkingu
og reynslu af vélhlutahönnun. Innan fyrirtækisins starfar öflugur hópur tæknimenntaðs
fólks og krefst starfið samskipta við fjölbreyttan hóp undirverktaka og samstarfsaðila bæði
innanlands og erlendis. Verkefnin eru krefjandi og miklir möguleikar á faglegri uppbyggingu
í starfinu.
VÉLAHÖNNUÐUR
Hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð þekking í vélhlutahönnun, s.s.
efnisfræði, vélhlutafræði og tækniteiknun
• Notkun á þrívíddarhönnunartólum, s.s.
Autodesk Inventor eða Solidworks
• Reynsla af störfum við stálsmíði eða af
vélaverkstæði
• Grunnþekking á hugbúnaðartólum s.s.
töflureiknum, ritvinnslu o.s.frv.
• Staðgóð enskukunnátta
Kostur ef einnig er til staðar þekking
og áhugi á:
• Iðnstýringum
• Rafmagni, lágspennu
• Loft- eða glussakerfum
Vaki er framsækið og leiðandi fyrirtæki
með áherslu á vöruþróun og sölu á
tæknibúnaði fyrir fiskeldi. Vörur Vaka
eru þróaðar og framleiddar á Íslandi og
seldar í yfir 60 löndum. Starfsmenn eru
30 talsins á Íslandi og 25 starfsmenn
starfa í dótturfyrirtækjum Vaka í Chile,
Skotlandi og Noregi. Vaki er 100% í eigu
Biomark sem er hluti af MSD Animal
Health, dótturfélagi lyfjaframleiðandans
Merck. Sjá nánar á www.vaki.is og
www.msd-animal-health.com
Umsóknarfrestur til og með 10. febrúar nk.Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is
atvinna@mbl.is • Sölufulltrúi • Richard Richardsson, richard@mbl.is, 569 1391
SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS
Tæknimaður – innri þjónusta og vélbúnaður
Við embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins er laus til umsóknar staða tæknimanns í
innri þjónustu og velbúnaði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Í boði eru fjölbreytt verkefni er lúta einkum að innri þjónustu og vélbúnaði. Verkefni
snúa m.a. að notendaaðstoð, umsjón og viðhaldi á vél- og hugbúnaði embættisins
og starfsmanna þess auk verkefna er lúta að meðhöndlun rafrænna gagna í vörslu
embættisins. Í starfinu felast einnig samskipti við aðrar stofnanir og viðskiptavini
embættisins varðandi tæknimál og rafræna þjónustu. Þá felst í starfinu þróun
rafrænna lausna á verkefnasviðum embættisins í samvinnu við aðra starfsmenn
embættisins.
Hæfnikröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. tölvunarfræði, kerfisfræði
eða sambærilegt.
• Reynsla af kerfisstjórn, netrekstri og notendaaðstoð er nauðsynleg.
• Þekking á Microsoftlausnum er nauðsynleg.
• Reynsla af samskiptakerfum (s.s. símkerfi og fjarfundabúnaði) er æskileg.
• Þekking á miðlægum búnaði er æskileg.
• Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund er nauðsynleg.
• Frumkvæði, sjálfstæði í starfi og geta til að vinna undir álagi er nauðsynleg.
Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf í margbreytilegu umhverfi. Um verkefni
skattrannsóknarstjóra ríkisins vísast nánar til vefsíðu embættisins srs.is
Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og við-
komandi stéttarfélags. Um starfskjör, réttindi og skyldur fer að öðru leyti eftir lögum
um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996. Starfshlutfall er 100%.
Umsóknum skal skila til skattrannsóknarstjóra ríkisins á netfangið srs@srs.is
merktar „Umsókn um starf“. Umsókninni skal fylgja greinargerð þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Með umsókn
skal einnig fylgja afrit af viðeigandi prófskírteinum og upplýsingar um tvo núverandi
eða fyrrverandi samstarfsmenn sem veitt geta upplýsingar um störf eða aðra hæfni
umsækjanda. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur
út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsókn skal hafa borist eigi síðar en 14. febrúar 2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sandra Sveinbjörnsdóttir, forstöðumaður
fjármálasviðs í síma 550 8800.