Morgunblaðið - 06.02.2020, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.02.2020, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Lögmaður Borgarlögmaður Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Starf lögmanns hjá embætti borgarlögmanns er laust til umsóknar. Í boði er krefjandi og fjölbreytt starf í starfsumhverfi þar sem reynir á góða alhliða þekkingu á flestum réttarsviðum lögfræðinnar. Áhersla er lögð á símenntun og miðlun þekkingar milli starfsfólks. Hjá embætti borgarlögmanns, sem er með aðsetur í Ráðhúsi Reykjavíkur, starfa átta lögmenn auk skrifstofustjóra. Um er að ræða fullt starf og greiðast laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Stéttarfélags lögfræðinga. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ebba Schram borgarlögmaður í síma 411 4100 eða í gegnum netfangið ebba.schram@reykjavik.is. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar nk. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsóknum skal skila rafrænt á vefsíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættispróf eða meistarapróf í lögfræði • Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi • Reynsla af málflutningi æskileg • Þekking á stjórnsýslurétti æskileg • Þekking á opinberum innkaupum og/eða útboðs- og verktakarétti er kostur • Góð færni til framsetningar máls í ræðu og riti • Skipuleg og fagleg vinnubrögð • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum • Lipurð og færni í samskiptum Helstu verkefni: • Lögfræðilegar álitsgerðir og ráðgjöf til borgarstjórnar, borgarráðs, borgarstjóra, stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar • Undirbúningur dómsmála og málflutningur • Meðferð stjórnsýslumála • Samningagerð • Fyrirsvar vegna skaðabótakrafna sem beint er gegn Reykjavíkurborg • Uppgjör slysabóta á grundvelli kjarasamninga Norðurál á Grundartanga fékk á dögunum hina al- þjóðlegu ASI-vottun um um- hverfisvæna og ábyrga fram- leiðslu, fyrst álfyrirtækja Íslandi. Vottunin staðfestir að starfsemi og viðskipta- hættir fyrirtækisins eru samfélagslega ábyrgir og framleiðslan framúrskarandi sé horft til umhverfismála. Alls tekur ASI-vottunin til 59 þátta í starfsemi fyrir- tækisins, allt frá öflun hrá- efnis um allan heim að end- anlegri afurð. Alþjóðlega gæðavottunarfyrirtækið DNV-GL annaðist ítarlega úttekt á þremur megin- stoðum í starfsemi Norður- áls: stjórnun og rekstri, um- hverfisáhrifum framleiðslunnar og sam- félagslegri ábyrgð fyrir- tækisins. Vottunin staðfestir að Norðurál stenst ýtrustu kröfur. Losun í lágmarki Gunnar Guðlaugsson, for- stjóri Norðuráls, segir ASI- vottun mikilvægt skref í stöðugri framþróun fyrir- tækisins. „Við búum að því hér á Íslandi að raforka er unnin úr endurnýjanlegum orkugjöfum, sem minnkar umhverfisáhrif okkar veru- lega. En við eigum einnig frábært og vel þjálfað starfs- fólk, sem heldur framleiðsl- unni gangandi hnökralaust allan sólarhringinn, allan ársins hring,“ segir í tilkynn- ingu, haft eftir Gunnari og ennfremur: „Stöðugleiki í framleiðsl- unni tryggir að við getum farið mjög nálægt því að keyra á bestu mögulegu ferl- um, sem heldur losun í al- gjöru lágmarki. Það er svo sannarlega okkar góða starfsfólki að þakka að við höfum náð þeim stóra áfanga sem ASI-vottunin er.“ Hvetja til samfélagsábyrgðar ASI (The Aluminium Stewardship Initiative) eru alþjóðleg samtök leiðandi ál- framleiðenda og hráefnis- framleiðenda, umhverfis- samtaka og samtaka um samfélagsábyrgð. Einnig eiga aðild að samtökunum framleiðendur á vörum úr áli og álblöndum. Markmið sam- takanna er að hvetja til sam- félagsábyrgðar og umhverf- isvænna vinnubragða við álframleiðslu og álnotkun. sbs@mbl.is Grundartangi Norðurál er stór vinnuveitandi á Vesturlandi Stenst kröfur  Starfsemi Norðuráls ábyrg og framleiðsluhættir í lagi Alls 28 viðburðir verða í Kópavogi á Safnanótt, sem er á morgun, föstudag. Dag- skráin hefst kl. 17 og stendur fram til kl. 23. Margt verður á dagskrá í menningarhús- unum á Borgarholti, í Kópa- vogskirkju og Midpunkt sem er sýningarsalur listamanna í Hamraborg 22. Dagskrá hefst kl. 17 og stendur yfir til kl. 23. Menningarhúsin bjóða upp á fjölbreyttar smiðjur, tón- leika, leiðsagnir, fyrirlestra, ratleiki og margt fleira. Í ár er safnanótt í Kópavogi með kvikmyndaþema og sér þess stað með ýmsu móti. Í húsi Bókasafns Kópavogs og Nátt- úrufræðistofu Kópavogs er dagskrá frá kl. 17-23. Á meðal dagskrárliða er skemmtilegt fjölskyldu-quiz með Sigyn Blöndal, kvikmynda-quiz með Pub Quiz Plebbunum, leið- sögn um nýja sýningu nátt- úrufræðistofunnar og fjöldi skemmtilegra smiðja. Óður til sjávar og vatns Í Salnum spilar stuð- hljómsveitin Mandólín skemmtilega tónlist í huggu- legri kaffihúsastemningu. Á Héraðsskjalasafni verða flutt erindi um álfa, drauga og fleira fólk og sýning á við- tölum við þrjá heldri Kópa- vogsbúa. Þá verður margt í boði á Gerðarsafni, þar á með- al hreyfimyndasmiðja, tón- leikar, leiðsagnir um sýningar og gæðastundir í Stúdíó Gerðar. Hápunktur Safnanætur er myndvörpun á Kópavogs- kirkju en í ár er það listakon- an ÚaVon sem skapar verkið sem mun prýða kirkjuna. Verkið Gárur er óður til sjáv- ar og vatns sem á vel við núna þegar súrnun sjávar og vatns- gæði eru í brennidepli. Verkið vísar um leið í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem Kópavogsbær hefur innleitt, segir í fréttatilkynningu. Sungið í sundlaug Sundlaugarnótt verður svo á sunnudeginum 9. febrúar í Sundlaug Kópavogs á Kárs- nesinu. Dagskráin hefst klukkan 18 með Aqua zumba og er ókeypis í laugina frá þeim tíma. Aqua jóga hefst svo klukkan 19 og klukkan 20 hefjast tónleikar með Hreimi Erni Heimissyni og Svavar Knútur tekur við klukkan 21. Sundlauginni verður svo lok- að klukkan 22. sbs@mbl.is List Gárurnar á vegg kirkj- unnar fallegu á Kársnesi. Gárur á kirkju og draugar á safninu  Fjölbreytt Safnanótt í Kópa- vogi  Náttúrusýning

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.