Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 4

Morgunblaðið - 06.02.2020, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 2020 Laus störf í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Aðalbókari og launafulltrúi Starf aðalbókara og launafulltrúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er laust til umsóknar. Starfshlutfall getur verið sveigjanlegt fyrst um sinn, en verður 100 % innan árs frá ráðningu. Starfssvið • Bókun og lyklun fylgiskjala sem og önnur úrvinnsla úr fjárhagsbókhaldi • Afstemming fjárhagsbókhalds • Uppgjör virðisaukaskatts • Gerð reikninga • Skýrslugerð og greining upplýsinga • Vinna með sveitarstjóra og endurskoðendum við áætlanagerð og uppgjör • Launavinnsla og frágangur launa • Launaröðun og launagreiðslu samkvæmt ráðningar- og kjarasamningum • Upplýsingagjöf til launþega • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur og menntun: • Reynsla og góð þekking á bókhaldi og launavinnslu er skilyrði • Góð almenn tölvukunnátta er skilyrði • Nákvæmni og skipuleg vinnubrögð eru skilyrði • Viðskiptamenntun eða sambærileg menntun á sviði bókhalds er æskileg, háskólamenntun er kostur • Sjálfstæði og fumkvæði • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Hreint sakavottorð Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Umsjónarmaður félagsheimilisins í Brautarholti Starfssvið • Umsjón og húsvarsla félagsheimilisins • Undirbúningur viðburða í húsnæðinu og frágangur eftir viðburði • Þrif á húsnæðinu samkvæmt starfs- og verklýsingu • Upplýsingagjöf til viðskiptavina og samskip- ti við þá • Starfshlutfall er 25% möguleiki á aukningu starfshlutfals með fleiri tilfallandi verkefnum. Hæfniskröfur • Samviskusemi og snyrtimennska • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum • Ökuréttindi. • Hreint sakavottorð Starfskjör og laun eru í samræmi við samninga Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Skeiða- og Gnúpverjahreppur hvetur einstaklinga óháð kyni til að sækja um ofangreind störf. Nánari upplýsingar um störfin veitir Kristófer Tómasson sveitarstjóri, sími 486-6100. Umsóknum ber að skila á netfang sveitarstjóra kristofer@skeidgnup.is fyrir 10. febrúar nk. Í Skeiða- og Gnúpverjahreppi búa rúmlega 600 manns. Þéttbýli- skjarnar eru við Árnes og á Brautarholti. Skrifstofa sveitarfélagsins er í Árnesi, þar grunnskóli, félagsheimili, verslun og sundlaug. Á Brautarholti er félagsheimili og leikskóli, hann er gjaldfrjáls. Í hreppnum eru fagrar náttúruperlur á borð við Þjórsárdal. Árnes er í 100 km fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu Verkefnastjóri Viðskiptavit ehf. er framsækið fyrirtæki í byggingariðnaði sem sinnir verktöku ásamt alhliða verkefnastjórnun og ráðgjöf. Viðskiptavit hefur innan sinna raða reynslumikið og hæfileikaríkt starfsfólk á sviði byggingarstarfsemi og verkefnastjórnunar. Viðskiptavit ehf býður áhugavert framtíðarstarf og spennandi verkefnastöðu fyrir verkefnastjóra sem hefur stýrt byggingarverkefnum og unnið á verkstað. Viðkomandi mun vinna náið með eigendum að fjölbreyttum verkefnum. Umsóknarfrestur er til 9. febrúar 2020. Umsóknir óskast sendar til sigridur@vvit.is með ferilskrá og nöfnum umsagnaraðila. HELSTU VERKEFNI: • Sjá um magntökur • Undirbúa útboð • Sinna útboðs-/tilboðsgerð • Samskipti við opinbera aðila og samstarfsaðila STARFSKRÖFUR OG EIGINLEIKAR: • Iðn-/tæknimenntun • Stundvísi, sjálfstæði og vinnusemi • Árangursdrifin og lausnamiðuð nálgun • Samskiptafærni, frumkvæði og framúrskarandi þjónustulund Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki sem hóf starfsemi árið 1997. Fyrirtækið er með starfstöðvar á Keflavíkurflugvelli og þjónustar um 20 flugfélög. Starfsemin felur í sér alla alhliða þjónustu við flugfélög, allt frá hleðslu/afhleðslu farms, innritun farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar, hleðslu eftirlit, fraktafgreiðslu og ræstingu og öryggisleit í flugvélum. Meðal viðskiptavina eru British Airways, easyJet, Wizz air, Delta Airlines, American Airlines, Air Canada, Norwegian, Transavia, Neos, S7, Jet2, Vueling, Thomson Airways, Air Baltic, EuroWings, Bluebird Nordic og DHL. Fjármálastjóri Airport Associates leitar að öflugum einstaklingi í starf fjármálastjóra félagsins. Fjármálastjóri er hluti af öflugu framkvæmda– og skrifstofuteymi fyrirtækisins. Fjármálastjóri fer með umsjón með fjármálum félagsins, skipulag fjármála, ábyrgð á uppgjöri og áætlanagerð, áhættumat fjárfestinga, fjárstýringu og hámörkun fjármuna félagins. Helstu verkefni: • Dagleg stjórnun fjármála • Áætlanagerð og kostnaðareftilit • Greiningar og skýrslugerð • Sjóðsstýring og ávöxtun fjármuna • Ábyrgð á uppgjöri • Aðkoma og eftirlit viðskiptasamninga • Samskipti og umsjón upplýsingatæknimála fyrirtækisins • Útgreiðsla launa Hæfniskröfur: • Háskólapróf á sviði fjármála eða viðskipta sem nýtist í starfi skilyrði • Þekking, reynsla og færni í daglegri stjórnun fjármála • Framúrskarandi reynsla í Excel og Navison sem og önnur almenn tölvukunnátta • Reynsla og færni á sviði stjórnunar skilyrði • Frumkvæði, sjálfstæði í starfi, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni • Góð íslensku og enskukunnátta Umsóknafrestur er til og með 9. febrúar 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Jónsdóttir Mannauðsstjóri, thorey@airportassociates.com eða í síma 420 – 0703. Ertu að leita að sérfræðingi? hagvangur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.