Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 LESBÓK KLEMMA Mike Portnoy, trymbill málmbandsins Sons of Appolo sem áður var í Dream Theater, er að fenginni reynslu farinn að vanda hvað hann segir á samfélags- miðlum. „Ég fegra aldrei neitt sem ég segi með bulli eða fylgi viðeigandi línu í pólitík. Ég tala frá hjartanu. Stundum bítur það mig í þjóhnappana og fyrir vikið er ég farinn að hugsa mig tvisvar um áður en ég læt eitt- hvað frá mér. Margoft hafa orð mín verið rangtúlkuð og ef ég blanda mér í málið til að leiðrétta misskilninginn er það jafnvel líka rangtúlkað,“ segir hann í samtali við vefmiðilinn World Prog-Nation og bætir við að þetta sé synd og skömm vegna þess að samfélagsmiðlar séu í grunninn frábær leið til að spjalla milliliðalaust við aðdáendur sína og bræður og systur í málmi. Bitinn í þjóhnappana Mike Portnoy talar enga tæpitungu. AFP FRELSI „Ég tek næði og frelsi fram yfir pen- inga alla daga vikunnar,“ svaraði Ron McGovney, fyrsti bassaleikari Metallica, fyrirspurn frá aðdáanda þrassbandsins goð- sagnakennda á Twitter á dögunum, þess efn- is hvort hann iðraðist þess að hafa hætt í bandinu síðla árs 1982. Áður hafði hann svar- að sambærilegri fyrirspurn á þennan hátt: „Þessi lífsstíll hefði riðið mér að fullu. Á svo marga lund.“ McGovney er æskuvinur James Hetfield, söngvara og gítarleikara Metallica, en vék fyrir Cliff Burton áður en fyrsta breið- skífa bandsins kom út sumarið 1983. Skömmu síðar lagði hann bassann á hilluna. Tekur næði og frelsi fram yfir peninga Ron McGovney, fyrsti bassaleikari Metallica. Twitter Rita Tushingham er 77 ára í dag. Fyrst til að kyssa svartan mann KOSS Breska leikkonan Rita Tush- ingham heldur því fram í fróðlegu samtali í The Guardian að hún hafi verið fyrsta hvíta konan til að kyssa svartan karlmann í kvikmynd; A Taste of Honey eftir Tony Rich- ardson frá árinu 1961. Leikarinn sem hún kyssti var Paul Danquah og segir Tushingham að þau hafi ekki ætlað sér að móðga nokkurn mann. Kossinn fór þó fyrir brjóstið á mörgum og var myndin bönnuð í nokkrum löndum. „Viðbrögðin voru á þessa leið: Svona fólk er ekki til – og þá var átt við samkyn- hneigða, einstæðar mæður og blönduð ástarsambönd. En auðvitað var þetta allt til,“ segir Tushing- ham í viðtalinu. Það gildir einu hvar maðurkemur; á kaffistofuna ívinnunni, í búningsklefann í bumbuboltanum eða í brúðkaup úti í bæ, allir eru að tala um sama sjónvarpsþáttinn, Útrás eða Exit, eins og hann heitir á frummálinu, norsku. „Ertu búinn að sjá Exit? Finnst þér hann ekki svakalegur?“ spyrja menn einum rómi. Ég man satt best að segja ekki eftir eins al- mennu umtali um erlendan sjón- varpsþátt hér í fásinninu í háa herrans tíð. Eini þátturinn sem mögulega stenst Útrás snúning í þeim skilningi er Ófærð, en það er íslenskur þáttur. Núna féll annar íslenskur þáttur, Brot, alveg í skuggann af Útrás. Mun færri eru að tala um hann enda þótt Brot hafi verið ágætlega gerðir þættir og spennandi. Hvort sem það var kæran sem Ríkisútvarpið fékk á sig fyrir að bjóða upp á Útrás í sarpi sínum eða eitthvað annað þá var hinum norsku auðmönnum hratt og örugglega skotið á sporbaug um jörðu. Ég veit að vísu um ráðvanda menn sem létu staðar numið eftir eitt af upphafsatriðunum, sem þeim þótti heldur rismikið og stíft, en eftir það eru svæsin kynlífsatriði ekki mörg og langt á milli þeirra. Það er allt annað sem gengur fram af áhorfendum – taumlaus siðblinda aðalpersónanna. Ekki þarf doktorspróf í sálfræði til að sjá að fjórmenningarnir, sem Útrás hverfist um, eru með sið- blindu á lokastigi en svo sem fram hefur komið þá byggjast þættirnir á frásögnum eiginlegra auðkýfinga í Noregi. Framkoma þeirra í garð annars fólks, ekki síst kvenna, hef- ur vakið almenna hneykslan og reiði og nokkuð ljóst að þessir menn hafa sagt sig úr lögum við samfélagið. Gera það sem þeir vilja, þegar þeir vilja. Og gæti ekki staðið meira á sama um tilfinningar annarra, þar með talið sinna nán- ustu. Spurningin hverfist sumsé ekki um það hvort þeir útrásendur séu siðblindir heldur hvers vegna. Því ætla ég ekki að svara, enda þess ekki umkominn, en spyrja má hvort þeir hafi fæðst þannig eða hvort auðurinn hafi þeytt þeim yfir strikið; margur verður af aurum api og allt það. Nú, eða fíkniefnin, sem þeir hvolfa í sig af óhömdum ákafa. Sympatískur umrenningur Langi menn að bera blak af pen- ingunum þá má benda á, að það er líklega bara einn siðblindari maður í sjónvarpi nú um stundir en fjór- menningarnir í Útrás, Frank Gal- lagher í bandaríska spédramanu Nýtt sið- blinduviðmið í sjónvarpi? Íslenska þjóðin er í öngum sínum yfir fyrirgang- inum í norsku sjónvarpsþáttunum Útrás. Erum við að tala um siðblindustu menn sjónvarpssögunnar eða standast kappar á borð við Frank Gallagher og Joð Err Ewing þeim mögulega snúning? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Frank Gallagher við sína uppáhaldsiðju í Shameless. Siðblindur inn að beini. Showtime

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.