Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.02.2020, Blaðsíða 2
Hvað er að frétta? Allt gott! Við erum að fara aftur að stað með sýninguna Konur og Krín- ólín sem var sýnt í Iðnó fyrir nokkrum árum en verður nú í Þjóðleikhúskjallaranum. Hvaða sýning er þetta? Við erum þarna hópur kvenna yfir fimmtugu úr leiklist- inni sem rekjum söguna á tískusýningarpalli á einum klukkutíma, aldir aftur í tímann. Helga Björnsson, fræg- ur hönnuður frá París, kom til liðs við okkur. Hún er með töfrafingur og á ótrúlegt safn af ofboðslega fallegum föt- um, meðal annars krínólínkjóla. Hvað er krínólín? Það er svona grind sem er sett undir kjóla og þeir verða eins og rjómatertur; ekki hægt að setjast í þessu. Virki- legur pyntingarklæðnaður! Þannig að þið eruð á sviðinu að tala um hversu óþægilegt er að vera í þessu? Já, nákvæmlega! Og það er fjörug músík, grín og tískusýning, innan gæsalappa. Ég er elementið sem er að útskýra málið og er í Hagkaupssloppnum. Færð þú ekki að vera í krínólíni? Nei! Og ég tek einmitt agnarlítið fýlukast í sýningunni út af því. Ég fæ ekki að vera á pöllunum. Við förum í gegnum tískuna og endum á níunda áratugnum því við erum allar sammála að eftir það hafi ekkert gerst í tískunni. Við köllum þetta sko tískugjörn- ing. Er uppselt? Já, það er uppselt á fyrstu þrjár helgarnar en við erum að bæta aukasýningum við! EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23.2. 2020 Hvernig líst þér á þína menn? Heldurðu að þeir fari alla leið?“Hversu oft ætli ég hafi fengið þessa spurningu undanfarnar tværvikur. Til að eyða strax öllum misskilningi eru menn ekki að tala um körfuboltalið Los Angeles Lakers (það er eina liðið sem ég held með sem hef- ur getað eitthvað í vetur). Nei, menn eru að spyrja um íslenska bárujárns- bandið Dimmu sem tók upp á þeim ósköpum að skrá sig til leiks í undan- keppni Evrópumeistaramótsins í búningahönnun, lýsingu og sviðsframkomu sem fram fer í Hollandi í vor. Þið megið alveg kalla það Júróvisjón. Spurningin lýsir dæmalausri fá- fræði. Menn vita að ég er málmhaus inn að beini og gefa sér fyrir vikið að ég haldi upp á Dimmu. Málmur sé bara málmur. Svo einfalt er það hins vegar ekki. Að kalla Dimmu mína menn er svolítið eins og að óska aðdáanda Duran Duran til hamingju með nýju Wham-plötuna. Bara af því að hann er með sítt að aftan. Hygg að því yrði ekkert allt of vel tekið, allra síst í Bolungarvík. Fyrir þá sem ekki eru í poppinu skulum við taka annað dæmi. Það bregst ekki þegar KA tekur upp á því að vinna til verðlauna að mér er óskað innilega til hamingju hér syðra. Bara af því að ég er Akureyringur. Sem grjóthörðum Þórsara eru allir sigrar KA mér á hinn bóginn ákaflega þungbærir. Capiche? Nú hef ég ekkert á móti Dimmu; sveitin hefur á að skipa svölum gaurum og músíkölskum. Einu sinni var ég í jarðarför, þar sem Stefán Jakobsson söng og gerði það af miklu listfengi. Allur sá flutningur var í raun mjög áhrifamikill. Frábær söngvari, Stefán. Tónlist Dimmu fellur á hinn bóginn ekki að mínum smekk. Mjúkmálmur af þessu tagi á ekki nægilega mikið er- indi árið 2020. Því miður. Hefði gert sig betur fyrir þrjátíu árum eða svo. Vildum við breiða út íslenska málmmenningu um álfuna hefði verið nær að tefla fram böndum á borð við Une Misère, Auðn, Kontinuum eða Misþyrm- ingu, svo dæmi sé tekið. Þær eru mun framsæknari og skipta meira máli í heildarsamhenginu. Sé þó enga þeirra ljá máls á slíkum gjörningi. Upp á árangur í Hollandi hefði þó líklega verið best að dusta rykið af Drýsli; sem gerði garðinn frægan í Dynheimum og víðar á níunda áratug síð- ustu aldar. Fyrir því ágæta bandi fór enginn annar en goðsögnin úr Júró- heimum, Eiríkur Hauksson. „Eurovision Nation“ eins og Sylvía Nótt kallaði hjörðina hefði án efa tekið honum með kostum og kynjum. Í enn eitt skiptið. Sendum Drýsil í Dimmustað Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Að kalla Dimmumína menn er svolítiðeins og að óska aðdáandaDuran Duran til hamingju með nýju Wham-plötuna. Sigurveig Þrastardóttir Ég held með honum Daða. SPURNING DAGSINS Hver fer í Eurovison fyrir Íslands hönd? Markús Karlsson Daði. Ég held með honum. Auður Sara Þrastardóttir Guð, ég hef ekki heyrt nein lög! Karl Jóhann Bridde Gagnamagnið. Þau hefðu átt að komast síðast. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Konur og Krínólín er sýnt í Þjóðleikhús- kjallaranum um helgina og um næstu helgi. Konur streyma fram í klæðum mis- munandi tímabila og eru í gleðikasti. Miðar fást á tix.is. Tísku- gjörningur PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu SÍGILDIR SUNNUDAGAR KLASSÍSK TÓNLEIKARÖÐ Svítur og valsar úr austri og vestri Tríó Sírajón 23. febrúar kl. 16 Nánar á harpa.is/sigildir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.