Hreyfing - 01.06.1993, Side 6
KAUPIP BOLI
OCKÖNNURI
ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA eru með varn-
ing til sölu sem merktur er samtök-
unum. Þar er um að ræða stutterma-
boli, ljósgráa að lit, í öllum stærðum
og drykkjarkönnur. Bolirnir kosta
600 kr. fyrir félagsmenn en 750 kr.
fyrir aðra. Könnurnar kosta 400 kr.
fyrir félagsmenn en hinir þurfa að
reiða fram 500 kr. fyrir stykkið.
PEILDIRÚT
UM LANP
ÍÞRÓTTIR FYRIR ALLA eru landssam-
tök innan ÍSÍ en innan samtakanna
starfa deildir sem nú eru óðast að
spretta upp víða um landið. Skilyrði
fyrir stofnun ÍFA deildar eru þau að
ekki færri en 10 manns mæti til stofn-
fundar og að á fundinum verði kosin
fimm manna stjórn. Eftir að nýstofn-
uð deild hefur sótt um inngöngu í
landssamtökin fær hún send félags-
skírteini fyrir sína meðlimi, afsláttar-
kjarabók, fréttabréf o.s.frv.
RfslðttarNlboð ÍFD
«131^113^^38^1^90^ félagsmanna ÍÞRÓTTA FYRIR ALLA inni-
heldur m.a. afslátt í líkamsrækt, dans, nudd, badminton, golf,
keilu, skvass, útivist o.fl. á 45 stöðum á landinu. Þessir af-
slættir eru veittir af mörgum sportvöruverslunum, sólbaðsstof-
um, tískuvöruverslunum, skóverslunum, skíðastöðum, nudd-
og næringarfræðingum.
í þessu fréttabréfi ÍFA fá félagsmenn að auki afsláttartilboð
hjá:
Gæðasðl - sólbaðsstofa, World Class húsinu, Skeifunni
19, Reykjavík, býður 25% afslátt í Ijós frá kl. 08:10-
11:00, alla virka daga.
Nlke búðln - Frísport, Laugavegi 6, Reykjavík, býður upp á
sértilboð á AIR MAX og HUARACHE hlaupaskóm. Þeir eru til í kvenna- og
karlastærðum. Fullt verð á AIR MAX skóm er 12.900 kr. en félagsmenn ÍFA fá þá á 10.900 kr.
Þá fá þeir HUARACHE skóna á 7.500 kr. í stað 9.950 kr.
Relðsport, Faxafeni 10, Reykjavík, býður félagsfólki ÍFA 5% afslátt á öllum vörum verslunarinnar.
íþrðttamlðstöðin að Varmá, Mosfellsbæ veitlr félagsmönnum ÍFA 20% afslátt á Varmárvelli.
Þá má geta þess að vegna hagstæðra innkauþa getur Stoðtækjasmíðin Stoð hf. nú boðið Rehband
legghlífar á lægra verði en áður. Einnig er er nú komin ný hitahlíf á markað, R3, sem er þynnri og
léttari en heldur sama hita og er hún framleidd sem hnéhlíf og olnbogahlíf.
Leiðrétting: í afsláttarbæklingi ÍFA er sagt að Keiluland í Garðabæ veiti 15% afslátt til ÍFA félaga.
Þessi afsláttur er einungis veittur til kl. 20:00 á kvöldin og leiðréttist það hér með.
Breyting á afslætti í Jaðarsbakkalaug á Akranesi. Félagar í ÍFA greiða kr. 110 fyrir staka tíma í sund.
✓ /
T-B0LIR, HASKOLABOUR
00 DERHÚFUR!
Seljum á heildsöluverði T- boli,
háskólaboli og derhúfur.
í silkiprentun okkar er hægt aö fá boli,
húfur og annan fatnað sérmerktan eftir
óskum viðskiptavina.
Tilvalið fyrir fyrirtæki, starfshópa og
einstaklinga.