Vísbending


Vísbending - 07.07.2016, Blaðsíða 2

Vísbending - 07.07.2016, Blaðsíða 2
ISBENDING Tafla 1. Úrslit kosninga útskýrð Breytur Stuðlamat t-tildi Stuðlamat t-tildi Fasti 30.58 3.32 24.78 3.44 VLF á mann -0.12 4.37 -0.11 5.57 Atvinnuleysi 0.02 0.02 Omenntað 0.90 2.63 0.96 4.98 Aðflutningur 0.42 1.20 0.31 1.02 65 ára og eldri 0.54 1.50 0.66 2.99 Óttivið EU -0.55 0.73 Ótti við innflytjendur 0.94 1.39 Annars konar nágranna 0.45 0.86 Ekki ffekari stækkun -0.06 1.17 Ekki innflytjendur -0.06 0.77 Skotland -14.88 4.29 -14.68 6.66 Norður Irland -14.81 6.67 -14.12 6.59 London 0.54 1.35 -3.44 1.94 R-squared 0.88 0.85 S.E. ofregression 3.54 3.5 F-statistic 12.60 23.1 Breusch-Pagan F 1.45 0.85 Athueanir 36 36 V------------------------------------ Evrópusambandsins hafa breyst eða Evrópusambandið breyst á þann fólk að almenningur vilji ekki lengur taka þátt í starfsemi þess. Til þess að útskýra breytileika niðurstaðnanna á milli héraða er unnt að nota hagstærðir eins og verga landsframleiðslu á mann, atvinnuleysisprósentu, hreinan fjölda innflytjenda á hverju ári sem hlutfall af fólksfjölda, hlutfall fólks sem ekki hefur lokið menntaskóla og hlutfall íbúa sem er 65 ára og eldri. Þetta eru hinar hagrænu breytur. Líklegra er að íbúar fátækari héraða þar sem atvinnuleysi er mikið og menntastig lágt telji sér fremur ógnað af innflytjendum. Það sem aðgreinir eldri kynslóðina frá þeirri yngri er einkum að hún man eftir Bretlandi utan Evrópubandalagsins, eins og það kallaðist þá, og hefur þannig meiri upplýsingar og sér kannski fortíðina í hillingum. Við getum síðan kannað skýringargildi huglægra breyta sem mæla ótta við Evrópusambandið, ótta við aukinn fjölda innflytjenda, vilja til þess að hafa ekki innflytjendur meðal nágranna,3 afstöðu til frekari stækkunar sambandsins, og afstöðu til nýrra innflytjenda frá vanþróuðum ríkjum. Þetta eru hin þjóðernislegu sjónarmið sem oft er haldið á lofti í umræðu um Evrópusambandið. Þá er því haldið fram að sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétti þjóða sé ógnað, regluveldi ESB geri fyrirtækjum erfitt fyrir, samleitni fólks sé eftirsóknarverð, nágrannar af öðrum kynsþætti og húðlit séu ekki æskilegir og að innflytjendur hafi almennt slæm áhrif á samfélög. A mynd 1 er sýnt samband hverrar hagrænu breytanna og hlutfalls kjósenda sem vilja yfirgefa sambandið. Takið eftir neikvæðu sambandi framleiðslu á mann og hlutfalls sem vill yfirgefa sambandið og jákvæðum tengslum við hlutfalls íbúa sem ekki hafa lokið framhaldsskóla og hlutfalls sem er yfir 65 ára að aldri. Hins vegar er samband við fjölda innflytjenda veikt. I rannsókn sem höfundur er að vinna með Ágústi Arnórssyni4 hefur komið í ljós að þessar hagrænu breytur útskýra breytileika viðhorfa til Evrópusambandsins og innflytjenda og einnig hlutfall kjósenda sem vill fara úr sambandinu. Þeir kjósendur sem líklegastir eru til þess að greiða atkvæði með úrsögn eru í eldri kantinum, hafa ekki lokið menntaskóla og búa í fátækum héruðum. I töflu 1 eru sýndar niðurstöður aðfallsgreiningar fyrir svæðin 36 þar sem útkoma kosninganna (hlutfall sem vill fara úr Evrópusambandinu) er útskýrt með hagstærðum og afstöðu til Evrópusambandsins og innflytjenda. Þegar verg landsframleiðsla á mann hækkar frá einu svæði til annars þá fækkar þeim sem vilja yfirgefa sambandið. Atvinnuleysi hefur hins vegar ekki tölfræðilega marktæk áhrif á niðurstöðu kosninganna. Þegar lítt menntuðu vinnuafli fjölgar þá vilja fleiri yfirgefa sambandið. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að þegar hlutfall 65 ára og eldri hækkar þá vilji fleiri yfirgefa sambandið þótt þau áhrif séu ekki eins tölfræðilega marktæk. Áhrif aðflutnings vinnuafls eru tölfræðilega veik en formerki jákvætt sem segir að því fleiri innflytjendur því fleiri kjósendur vilji fara út. Gildisbreyturnar eru ekki marktækar sem kemur nokkuð á óvart. Þannig fylgir ótta við áhrif ESB ekki martæk jákvæð áhrif á fjölda þeirra sem vilja fara út. Hið sama má segja um hversu illa fólki er við að búa við hliðina á innflytjenda. Otti við innflytjendur hefur jákvæðan stuðul en hann er tölfræðilega ómarktækur.5 Gervibreytur fyrir Skotland og Norður-Irland hafa tölfræðilega mark- tæka stuðla sem segja að fylgi við úrsögn sé tæplega 15% lægra á þessum tveimur svæðum en á Englandi. Jafnan útskýrir 88% af breytileika kosninganiðurstaðna á milli héraða. I síðustu dálkunum tveimur er síðan gildisbreytunum sleppt og einnig atvinnuleysisbreytunni sem var tölfræðilega ómarktæk í fyrstu keyrslunni. Skýringargildi jöfnunnar lækkar einungis lítillega, verður 85% í stað 88% áður. Nú verður stuðull við hlutfall fólksfjöldans sem er 65 ára og eldri tölfræðilega marktækur en ekki stuðull við fjölda aðfluttra. Við getum notað síðari niðurstöðurnar til þess að meta áhrif mismunar á framleiðslu á mann, hlutfalls fólks með litla menntun og hlutfalls fólks sem er 65 ára og eldri á úrslit kosninganna. Ef framleiðsla á mann er 5.000 evrum hærri á einu svæði en öðru, eins og t.d. á milli West Midlands og Surrey, þá hefur það þau áhrif að fýlgi við úrsögn lækkar um 0,55%. Þegar hlutfall fólks 65 ára og eldri hækkar um 5%, eins og t.d. á milli West Yorkshire og Warwickshire, þá eykst fylgi við úrsögn um 3,3%. Þegar hlutfall fólks með litla menntun hækkar um 5%, eins og t.d. á milli miðborgar London og Dorset, þá mun fylgi við úrsögn aukast um 4,8%. Stuðullinn við aðflutning vinnuafls er ekki tölfræðilega marktækur frá núlli en aukning aðflutnings sem hlutfalls af fólksfjölda um 2% myndi auka fylgi við úrsögn um 0,62% Fylgi við úrsögn var minnst í miðborg London (28,09%) og mest í Lincolnshire (65,16%). Hægt er að nota síðari jöfnuna í töflu 1 til þess að útskýra mismuninn 2 VÍSBENDING • 24.TB1. 2016

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.