Vísbending


Vísbending - 10.08.2016, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.08.2016, Blaðsíða 3
ISBENDING Verðbólgan er 3% Mynd 1: Breytingar á vísitölu neysluverðs á 12 mánaóa tímabili 2014-16 3.5% 3.0% 2.5% 2.0% 1.5% 10% 0.5% 0.0% is E 5 - O JU £ E k- nj 2 - Að undanfömu hefur mátt lesa um það hve lítil verðbólgan sé hér á landi. Sumir virðast telja að hún sé nánast engin nú um smndir. Þetta er mikill misskilningur. Um það má vissulega deila hvernig mæla eigi verðbólguna og hvaða liðir eigi að fara inn í vísitölumælingar. A árum áður tíðkaðist það reglulega að ákveðnir þættir væru teknir út út vísitölunni af stjórnvöldum, rétt eins og verðbólgan minnkaði við það. Stöku sinnum hafa stjórnir lækkað einstaka liði einu sinni og neytendur hafa þannig fengið tímabundna kjarabót, en í sjálfu sér hefur hin undir- liggjandi verðbólga ekki minnkað við það. Þetta er svipað og þegar sjúklingum var á árum áður tekið blóð sem lækning við ýms- um kvillum. Óþægindin minnkuðu tíma- bundið, en sjúkdómurinn var ólæknaður. Mælingin sjálf Á mynd 1 má sjá verðbólguna eins og hún er mæld miðað við vísitölu neysluverðs. Eins og sjá má hefur hún verið lítil á ís- lenskan mælikvarða allt tímabilið, lengst af milli 1,0 og 2,5%. Stefnan núna er niður á við. Almenningur getur vel við unað því að laun hafa hækkað mikið á sama tíma og al- mennt verðlag hefur ekki hækkað meira en raun ber vitni. Kaupmáttur hefur aukist og ætla mætti að með það væri almenn ánægja. Gallinn á gjöf Njarðar er að verðlagi er haldið niður af innfluttum vörum meðan innlent verðlag hækkar meira. Skýringin er tvíþætt: Gengi íslensku krónunnar hefúr hækkað og erlent verðlag er mjög stöðugt. Sérstaklega hefur verð á olíu lækkað frá því sem það var hæst og helst lágt. Einhver kynni að spyrja: Skiptir þetta máli? Er ekki sama hvaðan gott kemur? Skoðum það betur. Hættan viö gengisstyrkingu Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifaði í Fréttablaðið um hættuna sem fylgir því að gengisstyrking haldi verðbólgunni niðri: „Gengi krónunnar hefúr styrkst um 23% frá árslokum 2012. Svigrúm var til gengisstyrkingar en þessi hraða gengisstyrking undanfarið ár er farin að valda útflutningsfýrirtækjum verulegum skaða. Landið verður mun dýrara heim að sækja og það fást mun færri krónur fýrir útfluttar afurðir. Á sama tíma þurfa fýrirtækin að kljást við hærri launakostnað og vexti. Þetta eru ekki góð vaxtarskilyrði fýrir sprota á sviði útflutningsgreina. Það vitum við af fýrri reynslu. 2014 Heimild: Hagstofa íslands Verðstöðugleiki er afar mikilvægur fýrir hagkerfið. Miklar launahækkanir undangenginna missera juku mjög á verðbólguhættuna en til þessa hefur verðlag þó haldist stöðugt. Það skýrist einkum af hækkandi gengi, lækkandi hrávöruverði og hagræðingu í rekstri fýrirtækja. Stóraukinn vaxtamunur við údönd á sinn þátt í mikilli styrkingu gengisins líkt og á fýrri þenslutímabilum. ... Það er stórvarasamt að grafa svona undan útflutningsatvinnuvegunum enn og aftur. Mikill uppgangur þessara greina er meginástæða þess hversu heilbrigðara hagkerfið er á alla helstu mælikvarða samanborið við þensluárin 2005 - 2007. Þá var barist við verðbólguna með sömu ráðum og nú. Breitt var yfir undirliggjandi verðbólguþrýsting með gengisstyrkingu sem til lengri tíma reyndist algerlega ósjálfbær. Þegar gengið brast gaus verðbólgan fram og jók enn á aðlögunarvanda hagkerfisins." Þarna kemst Þorsteinn að kjarna málsins. Verðbólgan er í raun falin með styrkingu gengis án þess að tekið sé á hinni undarliggjandi verðbólgu. Á sama tíma veikjast íslenskar samkeppnisgreinar, sem keppa við erlendar vörur sem lækka í verði á sama tíma og launakostnaður innanlands eykst. Hér er verðbólga Þeir þættir sem mynda neysluverðsvísitöluna hafa hækkað mjög mismikið undanfarin ár. Á mynd 2 sjást fimm mismunandi þættir sem mynda 2015 2016 verðbólgumælingar. Tveir þættir skera sig úr. Annars vegar hefur húsnæði hækkað mjög mikið í verði eða 6 til 8% allan tímann og hins vegar hefur verðlag á innfluttum vörum lækkað allan þennan tíma. Ástæðurnar fýrir hækkun húsnæðis eru væntanlega einkum þrjár: Einhvers konar „leiðrétting" vegna mikillar lækkunar á árunum í kringum hrun þegar eftirspurn minnkaði mikið. I öðru lagi er framboð á húsnæði ekki nóg og því er jafnvægi ekki náð. Loks hefur mikið húsnæði farið úr einkanotkun yfir í útleigu fýrir údenda ferðamenn. Þrír þættir fýlgjast svo miklu meira að: Búvörur, aðrar innlendar vörur og opinber þjónusta. Á kjörtímabilinu hafa búvörur hækkað um 9%, aðrar innlendar vörur 7% og opinber þjónusta um 12%. Húsnæði hefur hækkað um 22% en innfluttar vör- ur hafa lækkað um 8%. Það er ekki mjög langt síðan slíkar tölur hefðu ekki þótt til- tökumál. Vandinn nú er að á sama tíma er sáralítil verðbólga í helstu samkeppnislönd- um við Island. Þegar verð hækkar meira innanlands en utan er það að öðru jöfnu ávísun á lægra gengi, ekki hærra. Viðvörun framkvæmdastjóra SA er einmitt á þá lund að þetta gerðist árin fýrir hrun. Góðar fréttir og slæmar Jákvæðu fréttírnar frá sjónarhóli samfélagsins eru þær að í stöðu sem þessari er eina vörn fýrirtækjanna að hagræða, þ.e. framleiða meira eða jafnmikið með minni framh á bls. 4 VÍSBENDING 27 TBl. 2016 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.