Vísbending - 19.10.2016, Blaðsíða 1
ÍSBENDING
Vikurit um vidskipti og efnahagsmdl
19. október 2016
35 . tölublað
34. árgangur
ISSN 1021-8483
Gott ár að baki hjá 300 stærstu
fyrirtækjum landsins
Sverrir H.
Geirmundsson
hagfraðingur
Hagnaður 300 stærstu fyrirtækja
landsins nam 327 milljörðum
króna á árinu 2015 og jókst um
67 milljarða króna eða tæp 26% frá árinu
2014. Síðasta ár var því hagfellt í rekstri
íslenskra fyrirtækja enda voru rekstrarskil-
yrði góð á árinu. Frjáls verslun, systurblað
Vísbendingar, tekur árlega saman tölur
um rekstur stærstu fyrirtækja landsins og
birtir í veglegri bók, en auk þess er hægt
að kaupa talnaefni bókarinnar á rafrænu
formi. Ritið er ómetanleg heimild um af-
komu helstu fyrirtækja og stofnana lands-
ins á hverjum tíma og eru ýmsar fróðlegar
kennitölur einnig birtar í ritinu.
Hagstæðar þjóðhags-
forsendur
Hagvöxtur þ.e aukning vergrar lands-
framleiðslu nam 4,2%, samkvæmt bráða-
birgðatölum frá Hagstofu Islands. Þetta er
mikill viðsnúningur frá árunum 2009 og
2010 þegar landsframleiðslan dróst um-
talsvert saman eða um 10,5% samanlagt
þessi tvö ár. Landsframleiðslan tók síðan
við sér á árinu 2011 og jókst um 2,0%.
Hagvöxtur mældist 1,2% árið 2012,
4,4% árið 2013 og 1,9% árið 2014.
Þjóðarútgjöld jukust um 6,0% á árinu
2015, en þeir þættir sem mynda þjóðar-
útgjöldin eru fjárfesting, einkaneysla og
samneysla. Fjárfesting jókst um 18,3%
samanborið við 16,0% aukningu árið
2014. Aukningin skýrist alfarið af aukinni
fjárfestingu hjá atvinnuvegunum, en fjár-
festing í íbúðarhúsnæði og hjá hinu opin-
bera dróst lítillega saman. Uppbygging í
ferðaþjónustu ásamt stóriðju vega þungt í
aukinni atvinnuvegafjárfestingu.
Einkaneysla jókst um 4,3% og sam-
neysla um 1,0%. Utflutningur vöru og
þjónustu jókst um 9,2%, en vel gekk hjá
útflutningsfyrirtækjum á sfðasta ári þrátt
fyrir að krónan hafi styrkst um 7,9%. Inn-
flutningur jókst um 13,5% sem skýrist af
hratt vaxandi einkaneyslu vegna kaup-
máttaraukningar, auknum fjárfestingum í
atvinnulífmu í kjölfar aukinna umsvifa og
ekki síst styrkingu krónunnar. Viðskipta-
jöfnuður var jákvæður um sem nemur
5,1% af vergri landsframleiðslu árið 2015.
Þrátt fyrir kröftugan hagvöxt var verð-
bólga lág á árinu eða 1,6% að meðaltali.
Til samanburðar er verðbólgumarkmið
Seðlabankans 2,5%. Lækkun eldsneytis-
verðs og hrávöru á heimsmarkaði, styrk-
ing krónunnar og lækkun vörugjalda eiga
án efa stærstan þátt í þeirri þróun.
Það má því segja að flestar þjóðhags-
stærðir hafi þróast með jákvæðum hætti
á árinu 2015 sem lagði grunn að þeirri
miklu hagnaðaraukningu sem varð hjá ís-
lenskum fyrirtækjum á síðasta ári.
Icelandair stærsta fyrirtæki
landsins
Icelandair Group er stærsta fyrirtæki
Iandsins. Velta fyrirtækisins nam liðlega
150 milljörðum króna og jókst um 15,3%
frá árinu á undan (sjá skýringar síðar).
I öðru sæti er Marel með tæplega 120
milljarða veltu og 8,2% veltuaukningu.
Viðskiptabankarnir eru stórir á íslenskan
mælikvarða eins og sjá má í töflu 1 og
jukust umsvif þeirra verulega, sérstaklega
þó hjá Arion banka. Heilt yfir má segja
að umtalsverð veltuaukning hafi verið
hjá 20 stærstu fyrirtækjum landsins með
nokkrum undantekningum. Þannig uxu
tekjur Haga óverulega og nokkur sam-
dráttur varð hjá N1 og Primera Group.
Arion banki með mesta
hagnaðinn
Fróðlegt er að skoða hagnaðartölur
einstakra fyrirtækja. Þannig skilaði Arion
banki mestum hagnaði eða tæpum 53
milljörðum króna á árinu 2015. Hagn-
aður bankans jókst um tæpa 17 milljarða
króna eða sem nemur 47%. Skýrist það
m.a. af sölu á hlutum í fimm félögum í
eigum bankans þ.e. fasteignafélögunum
Reitum og Eik, Símanum, Refresco Ger-
ber og matsbreytingu á Bakkavör. Hagn-
aður af reglulegri starfsemi nam tæpum
IÞjóðhagsforsendur voru
hagstæðar atvinnulífinu
á síðasta ári
Marel var stærsti vinnu-
veitandi landsins og
Icelandair stærsta fyrir-
tækið árið 2015
3: Sjávarútvegur og
• fjármálafyrirtæki eru
jhæstu launagreiðend-
: ur landsins
4Hagstofa Islands hefur
endurskoðað þjóðhags-
spá fyrir árin 2016-2022
með jákvæðum horfum
VÍSBENDING • 35. TBL. 2016 1