Vísbending - 12.12.2016, Blaðsíða 2
V ÍSBENDING
"V---------------------------
Icesave og baráttan við
alþ j óðafj ármálakerfið
Ikreppunni miklu í Bandaríkjunum
urðu þúsundir banka gjaldþrota.
Innstæðutryggingar þekkust en
reyndust haldlitlar og almenningur
missti sparnað sinn í stórum stíl. Miklar
umræður spunnust um það hvernig verja
mætti almenning fyrir slíkum hörm-
ungum í framtíðinn. Meðal hugmynda
var að breyta brotaforðakerfinu meðal
annars þannig að bankar mættu ekki lána
út umfram innstæður. Slíkar hugmynd-
ir hafa verið endurvaktar eftir krepp-
una 2008. Niðurstaðan eftir kreppuna
miklu var að halda brotaforðakerfinu,
en fjárfestingarbankar voru aðskildir
frá bönkum sem tóku við innstæðum
frá almenningi og sett var upp innstæð-
uttyggingakerfi með óbeinni ríkisá-
byrgð. Með þessu og auknu efitrliti átti
að auka traust almennings á að bankar
gætu ekki braskað með sparifé almenn-
ings án ábyrgðar. Mikil andstaða var við
innstæðutryggingar með óbeinni ríkisá-
byrgð einkum frá hendi eignamanna og
fjármálafrömuða sem óttuðust ekki síst
skattahækkanir í kjölfarið.
Innstæðutryggingar
Hugsunin að baki innstæðutrygginga-
kerfa er fyrst og fremst að tryggja að al-
menningur sem leggur hýruna sína inn
í banka að kvöldi fái peningana sína að
morgni hvað sem á gengur, en þurfi ekki
að bíða árum saman eftir uppgjöri þrota-
bús ef bankinn fer á hausinn. Mjög ólík-
legt er að eftirlitsskyldur banki eigi ekki
eignir að mestu upp í innstæður miðað
við lágmarkstryggingu, sérstaklega ef
innstæður hafa forgang. Tryggingasjóðir
fá því sitt til baka, en það tekur mörg ár.
Innstæðutryggingasjóðir eru yfirleitt
ekki færir um að greiða út lágmarks-
tryggingu strax ef stórir bankar falla.
Hins vegar er nauðsynlegt að hinn al-
menni borgari þurfi ekki að bíða árum
saman eftir eignauppgjöri eða kosta
kröfugerð í þrotabú. Tryggingasjóður
innstæðueigenda á Islandi gat til dæm-
is ekki varið innstæðueigendur í litl-
um sparisjóði hvað þá stórbanka. Það
er því ljóst að hið opinbera verður að
mynda aðra varnarlínu að baki innstæðu-
ttyggingasjóða ef almenningur á ekki að
bíða verulegt tjón vegna fjármálaáfalla.
Vandi við löggjöf um
innstæðutryggingar er að ekki er hægt að
segja beint í lögum að ríkið ábyrgist inn-
stæðuskuldir banka. Það myndi augljós-
lega skapa óásættanlegan freistnivanda.
Þennan tæknigalla nýttu stjórnvöld á
íslandi í Icesave-málinu.
Hrunið
A haustmánuðum 2008 riðaði alþjóðlega
fjármálakerfið til falls og traust var lítið.
Þá fóru að heyrast þær raddir frá Islandi
að íslenska ríkið væri ekki skuldbundið
að styðja við innstæðutryggingakerfið og
ábytgjast lágmarksinnstæður til erlendra
innstæðueigenda í Landsbankanum.
Slík viðhorf voru ekki til að auka traust
á bönkum enda brugðust flest ESB ríki
við með því að lýsa því yfir að almenn-
ingur gæti treyst á lágmarkstryggingar.
Ljóst var að íslendingar gætu ekki greitt
út innstæðutryggingarnar þótt þeir hefðu
viljað og því brugðust Bretar og Hol-
lendingar við með því að lána Trygginga-
sjóði innstæðueigenda svo almenningur
fengi sitt sparifé strax. Af þessu spratt svo
Icesave-málið.
íslensk stjórnvöld lýstu því yfir
á alþjóðavettvangi þráfaldlega að
samið yrði um endurkröfur Breta og
Hollendinga fyrir innstæðutryggingunni.
í síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu um
Icesavesamninga var samningaleiðinni
hafnað í reynd. I rannsóknarskýrslu
Alþingis frá 2010 var fjallað ítarlega um
Icesave og niðurstaða skýrsluhöfunda var
að Island hefði ekki brotið gegn tilskip-
un ESB um innstæðutryggingar. EFTA-
-dómstóllinn kvað upp samhljóða sýknu-
dóm árið 2013. Hér verður ekki fjallað
um þann dóm öðruvísi en að staðhæfa þá
skoðun undirritaðs að meginröksemdir
sækjanda það er ESA (e. EFTA Surveill-
ance Authoritý) standi óhaggaðar eftir
dóminn.
Vondur málstaður
Það hefði verið heiðarlegra af íslensk-
um stjórnvöldum að krefjast þess að
Landsbankinn setti Icesave í dótturfé-
lag frá byrjun þannig að Icesave-reikn-
ingarnir féllu undir innstæðutryggingar í
Bretlandi og Hollandi. Þá hefði íslenska
innstæðutryggingakerfið ekki virkað sem
tálbeita fyrir almenning í Bretlandi og
Hollandi. Að loknu uppgjöri slitabús
Landsbankans hafa kröfur vegna Ices-
ave loks verið greiddar að fullu. Eftir
stendur að vondur málstaður varð ofan
á í Icesave-málinu. Það vekur furðu að
andstæðingar samningaleiðarinnar og
innstæðutrygginga skuli halda áfram að
gagnrýna þann hluta þjóðarinnar sem
vildi standa við yfirlýsingar stjórnvalda
og semja um Icesave-málið. Q
2 VÍSBENDING • 40.TBI. 2016