Íslenzka vikan á Norðurlandi - 23.04.1934, Blaðsíða 4

Íslenzka vikan á Norðurlandi - 23.04.1934, Blaðsíða 4
4 ÍSLENZKA VIKAN Á NORÐURLANDI 2. tbl. Leiðbeiningar um fiskverkun. Framh. af 1. síðu. geti fallið þar niður. Skal ávallt gæta þess, að vatnið, sem þvegið er úr sé hreint og þarf að skola fiskinn vandlega og beygja stirtl- una nokkrum sinnum, svo blóðið renni úr dálknum, ennfremur hreinsa úr honum garnir, greppi og lifur, sem kunna við hann að loða og koma honum síðan sem fyrst í salt. Þegar fiskurinn er lagður í salt verður að gæta þess, að leggja hann það gisið, að nóg salt komi ávalt í sár og má þá salta minna í hvert lag: með því móti fær þykkri fiskurinn meira salt en þunnildi og stirtlur og er það nauðsynlegt. Vandlega verður að gæta þess, að garnir, greppir og lifur loði ekki við fiskinn, þegar hann er lagður í saltið. Gott er að þrýsta fiskinum aðeins saman um leið og sleppt er af honum hendinni og setja hann ekki í há- ar stæður ef því verður viðkom- ið, því þá verður hann þykkri en ella. Fiskurinn standi ekki skem- ur en 10 daga í fyrstu söltun, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Þegar fiskurinn er umsaltaður þarf ekki að salta hann nema lít- ið í háar stæður, því þá er hann orðinn það stifur að hann þolir pressu. Framh. í 3. tbl. Fegurð og hreysti fylgir fallegum tönnum. — Notið SJAFNAR tannkrem og styðjið með því íslenzk- an iðnað um Ieið og þér tryggið sjálfum yður það bezta. — Biðjið um SJAFNAR- tannkrem. Eflið íslenzkan iðna i. Útgefendur: Félagið Islenzka vikan á Norðurlandi. Prentsm. Odds Björnssdnar. Líftryggingar- féiagið ANDYAKA veitir allskonar líftryggingar. Sérstaklega hagkvæmar barnatryggingar. Umboðsmaður á Akureyri: Guðjón Bernharðsson gullsmiður. • Hjalti Sigurðsson. H úsgag navi n n ustofa Hafnarstræti 85, Akureyri. Sími 129. Fljót afgreiðsla. - Gott elni. - Vönduð vinna. — Sanngjarnt verð. »•

x

Íslenzka vikan á Norðurlandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzka vikan á Norðurlandi
https://timarit.is/publication/1469

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.