Austri


Austri - 20.06.1985, Page 5

Austri - 20.06.1985, Page 5
Egilsstöðum, 20. júní 1985. AUSTRI 5 a að Kaupvangi 6. Anton stendur í dyrunum. stofur úti á landi því þannig náum við samningum sem ekki var um að ræða áður en Ferðamiðstöðin hóf starfsemi. Auk þess leitum við að hagstæðum ferðamáta fyrir fólk með því að hafa sam- band við þá aðila, sem við erum með umboð fyrir, en við erum líka með ferðir á eigin vegum m.a. til Færeyja og annarra Norðurlanda í samvinnu við Benna og Svenna á Eskifirði. Það má fullyrða að það sé alltaf ódýrara fyrir ferðamanninn að leita til okkar heldur en ferðast einvörðungu upp á eigin spýtur. Við spörum honum bæði fé og fyrirhöfn. f öðru lagi sjáum við um að skipuleggja ferðir útlendinga til landsins og um það en þetta gerum við aðallega fyrir ferða- skrifstofur erlendis. Þessir far- þegar koma með flugi til Kefla- víkur þannig að fólk hér fyrir austan verður ekki mikið vart við þennan þátt í starfseminni. Jafnframt þessu leggjum við mikla vinnu í að veita fólki alls kyns upplýsingar, verðum jafn- vel að spá fyrir um veður sem getur reynst erfitt. Þessi þjónusta hefur alltaf verið veitt ókeypis en nú á þessu ári fáum við dálítinn styrk frá Egilsstaðahreppi í þessu skyni. Ég vil líka taka það fram að öll þjónusta okkar er á sama verði og fyrir sunnan. Við leggjum ekkert ofan á. Við fáum bara um- boðslaun fyrir okkar störf. ■ Hvað vinna margir hjá ykkur? □ Á sumrin vinna 3 menn auk leiðsögumanna og bílstjóra. Á veturna eru 2 menn að störfum hér. ■ Margir eru þeirrar skoðunar að viðhorfið til erlendra ferða- manna hafi breyst upp á síð- kastið. Ertu sammála því? □ Þessi viðhorfsbreyting er mjög greinileg, sérstaklega síðustu 2 árin. Áður fyrr var það talin hálf- gerð glæpamennska að laða hingað útlendinga, sem eyði- legðu allt hér. En efnahags- ástandið hefur átt sinn þátt í því að fslendingar leita nú nýrra at- vinnu- og tekjumöguleika og þjónusta við ferðamenn er hvað nærtækust. Þetta er viðbótar- vinna yfir sumartímann og hentar því vel þegar námsfólk kemur út á vinnumarkaðinn. Auk þess eru þessi störf fremur vel launuð. Fararstjórar hafa t.d. helmingi hærri laun en almennur skrifstofumaður., ■ Hvereru brýnustu verkefnin í ferðamálum á Austurlandi nú? — Brýnast er að kynna Austur- land sem ferðamannasvæði þannig að ferðafólk komi hingað til að dvelja hér en Austurland verði ekki áfram bara viðkomu- staður manna á leið annað eins og nú er. Þetta er mjög aðkall- andi ásamt endurbótum á sölu- kerfi ferðaskrifstofanna. ■ Hvað um framtíðina. Erum við á réttri leið? □ Ég tel að við séum á réttri leið í ferðamálum. Við þurfum að vinna saman að því að kynna og selja ferðir sem eru eingöngu um Austurland. Þetta tekur tíma en þegar fram líða stundir verður þetta okkur til mikilla hagsbóta. Ég vil svo ekki skiljast við ferða- mál á Austurlandi án þess að minnast á þátt Jónasar Hall- grímssonar, framkvæmdastjóra á Seyðisfirði, í þeim efnum. Hann er brautryðjandi á þessu sviði og átti m.a. frumkvæði að stofnun ferðamálafélaganna, sem búið er að stofna víða um fjórð- unginn. gH að kanna hvað vötnin hér á Aust- urlandi gætu gefið af sér og hvernig hægt væri að koma af- rakstrinum af þeim í verð. Við fengum 250000 norskar krónur til þriggja ára í þetta en SSA hefur staðið fyrir verkefninu. Fyrsta árið var tekið fyrir vatnasvæðið um miðbik Austur- lands og fiskifræðingar frá Veiði- málastofnun komu til liðs við okkur. Þetta er brautryðjenda- starf sem hefur orðið til þess að vekja áhuga á nýtingu veiðivatna um land allt. Þessu verkefni lýkur um næstu áramót nema annað verði ákveðið. Þá höfum við fengið rannsókn- arstyrk að upphæð 250000 norskar krónur til svokallaðs laxa- verkefnis en menn hefur greint á um ástæður þess að laxinn skilaði sér ekki í árnar. Þetta fer þannig fram að 12-15000 seiði eru keypt og merkt og alin í ánum í Vopnafirði. Síðan er þeim sleppt til sjávar og þau eiga að skila sér í árnar að 1-2 árum liðnum. Svo mikið er víst að þessi lax virðist ekki koma fram i veiði Færeyinga en það er hugs- anlegt að hann hafi farist á vorin vegna slæmra skilyrða. Aðrar at- huganir benda líka til að laxinn sem Færeyingar veiða, sé ekki af íslenskum uppruna. Við höfum nú farið fram á að þetta verkefni verði lengt um eitt ár til að athuga þetta betur. ■ Hvaða afskipti hefur nefndin haft af samgöngumálum? □ Við byrjuðum á að reyna að efla samgöngur milli Færeyja og Austurlands. Við vildum tryggja að ferjusiglingar héldust og flugið lognaðist ekki útaf en það var nokkur hætta á því. (slenskir og færeyskir forystumenn í flug- málum héldu fund samkvæmt til- mælum frá okkur og gert var átak í þessum efnum með þeim árangri að farþegum á leiðinni Rvík-Egilsstaðir-Færeyjar hefur fjölgað mikið. ■ Hvað er framundan í þessum efnum? □ Draumurinn er að gera Egils- staðaflugvöll að alþjóðaflugvelli með fríhöfn og tilheyrandi. Nefndin hefur auðvitað ekki þau fjárráð sem til þarf en það hefur verið hlustað með talsverðri at- hygli á það sem nefndin hefur látið frá sér fara um þetta. Hug- myndin er að tengja saman Grænland, Norður- og Austur- land, Voga í Færeyjum og Skot- land og jafnvel Bergen í Noregi með föstu áætlunarflugi. Það er spurningin um að brjóta ísinn í þessu sem öðru. Menn verða að leyfa sér að hafa svona hug- myndir. ■ Segðu okkur svo að lokum eitthvað um rótarskóginn? □ Núna í mars samþykkti nefndin tillögu þar sem farið er fram á fjárveitingu til athugunar á lágvaxinni kjarrtegund, rótar- skóginum sem svo hefur verið nefndur. Ég vona að fjárveitingin verði samþykkt á næsta fundi em- bættisimannanefndarinnar því tilraunir með þetta kjarr eiga rétt á sér hér á Austurlandi. (Svíþjóð hefur náðst góður árangur í að rækta þetta og við nýtum okkur þá reynslu. Haft verður samráð við búnaðarsamtök á Héraði og Skógrækt ríkisins. Þetta er hyrn- ingasteinninn að rekstri kísil- málmverksmiðjunnar, ef af henni verður, þar sem þetta er eldivið- urinn sem hún þarfnast. ME/SH Frá Seyðisfirði. úr sameiginlegum sjóði sem Norðurlandaráð er með á sínum snærum. ■ Hver eru svo helstu verk- efnin á vegum nefndarinnar sem snerta okkur alveg sér- staklega? □ Við byrjuðum á því að sækja um styrk til svokallaðs innvatna- verkefnis sem líka hefur gengið undir nafninu silungaverkefni. Við höfðum sem sagt áhuga á því Jónas Hallgrímsson. STÓRÁS 6 SÍMI 91-52000 210 GARÐABÆR Sumarferð til Færeyja 22. til 29. ágúst. Hafið þennan möguleika með nú þegar þið skipuleggið sumar- fríið. Gisting: Um borð í Norröna í 4m klefum. Á Hótel Borg Færeyjum í 2m herb. Verð: Aðeins kr. 9.500,- Nánari upplýsingar og bókanir annast Þórhalla 1 síma 97-1984. K.S.F.A. LAUS STAÐA Staða fulltrúa á skattstofu Austurlands- umdæmis er laus til umsóknar. Starfið krefst bókhaldsþekkingar. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum skulu sendar skattstjóra Austurlandsumdæmis, Lagarási 4, Egils- stöðum fyrir 1. júlí n.k. Egilsstöðum, 1. júní 1985 Skattstjóri Austurlandsumdæmis.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.