Austri - 26.06.1986, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 26. júní 1986.
AUSTRI
5
tekur enda og kl. 9 á fimmtudags-
morgni var lagt að bryggju á Seyð-
isfirði og lauk þar með þessari
mjög svo vel heppnuðu ferð okkar
sexmenninganna.
Að ferðalokum
Eins og ég sagði áðan þá var til-
gangur þessarar ferðar að kynna
sér ferðamannaþjónustuna í Fær-
eyjum og hvað þar stendur ferða-
mönnum til boða. Við komumst að
raun um það að eyjarnar hafa upp
á miklu fleira að bjóða en við
töldum í upphafi ferðarinnar, góð
hótel eru dreifð um þær allar með
ágætum matsölum, samgöngur
milli eyjanna með ferjum eru
góðar og vegakerfið er til hreinnar
fyrirmyndar. Á leið okkar ókum við
aldrei á vegi sem ekki var bundið
slitlag á en aftur á móti eru vegirnir
ennþá þrengri en hjá okkur, en
það að vera laus við rykið af veg-
unum er ómetanlegt. Þjóðvega-
kerfi Færeyinga er alls um 450 km.
að lengd og mest allt malbikað
hvort sem um er að ræða brattar
brekkur eða slétta vegi.
Nú ef við lítum á menningu Fær-
eyinga þá leynir það sér ekki
hversu stoltir þeir eru af uppruna
sínum og hversu mikið þeir virða
störf þeirra sem starfa að frum-
framleiðslu og fortíðin nýturgeysi-
legrar virðingar hjá þeim. í þessu
finnst manni koma fram mikill mis-
munur á menningu Færeyinga og
fslendinga.
Rétt er að taka fram að sá þáttur
í ferðalögum, sem gerir þau
skemmtileg eða leiðinleg, þ.e.a.s.
veðrið gat ekki verið betra en
þennan tíma sem við vorum í ferð-
inni svo ef til vill sjáum við þetta í
of björtu Ijósi, en það vil ég taka
fram að lokum að Færeyjar eru
vissulega áfangastaður í sumar-
fríinu sem okkur fslendingum er
alveg óhætt að gefa meiri gaum.
Að lokum vil ég nota tækifærið
og þakka öllum þeim sem stóðu
að þessari ferð fyrir hana og skora
á menn að skoða þennan ferða-
mögulsiKa. ^ J|£
Hvað er svæðanudd?
— rætt við Katrínu Kjartansdóttur, sem nýlega
opnaði svæðanuddstofu á Egilsstöðum
Nýlega opnaði Katrín Kjartans-
dóttir svæðanuddstofu að Lyngási 1,
Egilsstöðum. Ég tók hana tali til að
frœðast um þessa starfsemi hennar.
■ Hvað er svæðanuddmeð-
ferð?
□ Það fer ekki framhjá neinum
að svæðameðferð hefur tvenns
konar hagnýtingarsvið — sem
heilsuræktar- og heilsuverndarað-
ferð fyrir fólk sem ekki á við nein
meiriháttar heilbrigðisvandamál
að stríða og sem meðferðargrein
í heilbrigðisþjónustu. Svæðanudd
er þrýstinudd sem beitt er á við-
bragðslæg svæði viðkomandi líf-
færa. Þetta virkar sem bein fjar-
verkun, sem hvetur eða letur eftir
því sem við á frá fótum að
ákveðnum líffærum. Orkubraut-
irnar skýra sig sjálfar á myndinni
sem hér fylgir. Annars er mitt
markmið að vekja fólk líka til með-
vitundar um líkamsástand sitt —
að læra að slappa af og stuðla að
andlegu og líkamlegu jafnvægi
sem hlýtur að fara saman svo heil-
brigði haldist.
■ Þarf maður að finna ein-
hversstaðar til til þess að koma
í þrýstinudd?
□ Nei, fólk getur komið og
losnað við streitu ef það er þreytt,
vegna máttleysis og svo til auk-
innar vellíðunar og í góða slökun.
Ég er bundin trúnaðarheiti við
nuddþega, hvort sem um líkams-
ástand eða einkamál er að ræða
og er ég ábyrg fyrir þeirri með-
höndlun sem ég veiti.
■ Er þetta þekkt aðferð?
□ Já, fyrir u.þ.b. 5.000 árum var
þekkt á Indlandi meðhöndlun
tengd þrýstipunktum. Sennilega
Einföld skýringarmynd af orkubrautum
þeim sem svæðanudd byggist á.
hefur þó nálastunguaðferðin sem
er af sömu rótum runnin náð þarna
yfirhöndinni. Það er ekki fyrr en um
síðustu aldamót að Dr.med. Will-
iam Fitzgerald fór að gefa gaum
möguleikum á meðhöndlun fjarri
líffærum í gegnum þrýstipunkta
og síðan hefur þekking á þessu
aukist jafnt og þétt.
■ Þarf maður að læra eitthvað
til að starfa við svona nudd?
□ Já, maður þarf að sækja nám-
skeió hjá félaginu Svæðameð-
ferð. Þar er kennd líffærafræði og
verkleg kennsla í nuddi. Að því
loknu tekur maður hæfnispróf og
þarf að starfa við þetta í 3 mánuði
til að fá reynslu. Síðan eru áfram-
haldandi námskeið í aðra 3 mán-
uði til þess að fá full réttindi.
■ Er þetta viðurkennt af heil-
brigðisyfirvöldum hér á landi?
□ Nei, en það er unnið að því
núna að þetta verði viðurkennt af
landlækni til þess að koma í veg
fyrir að fólk sé að starfa við þetta
án fullnægjandi menntunar í fag-
inu. Það er erfitt að beita aðhaldi
ef þetta er ekki viðurkennt og fólk
getur verið að vinna við þetta án
þess að kunna neitt. Okkur vantar
lögvernd á okkar starf.
■ Heldur þú að svæðameð-
ferð eigi eftir að verða mikilvæg
í heilbrigðisþjónustu?
□ Það vona ég því hún stuðlar
að heilbrigði og ef rétt er með farið
getur hún ekki skaðað. Við íslend-
ingar erum seinir að taka við okkur
þegar nýir hlutir eru að ryðja sér tii
rúms, en ég er bjartsýn á að þetta
þróist í jákvæðan farveg á næstu
árum.
VS
Aðalfundur
Veiðifélags Fljótsdalshéraðs
verður haldinn mánudaginn
30. júníkl. 21.00 í Valaskjálf.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Vorráðstefna K.S.F.A.
Kjördæmissamband framsóknarmanna
Austurlandi heldur ráðstefnu á Eddu-Hótel-
inu á Hallormsstað laugardaginn 28. júní kl.
10 árdegis.
Efni ráðstefnunnar er:
Byggðahreyfingin og landbúnaðarmál
Framsögu hafa:
Guðmundur Stefánsson, hagfræðingur,
Magnús Friðgeirsson, framkvæmdastjóri,
Fulltrúar frá félögum sauðfjárbænda,
mjólkurframleiðenda og loðdýrabænda.
Framsögur frá
Samtökum um jafnrétti milli landshluta.
Austfirðingar fjölmennið á ráðstefnuna.
Framkvæmdastjórn K.S.F.A.
VID SEUUM ALLA BILA
Láttu skrá bílinn strax
Umboð fyrir Bílaborg Glóbus
NÝJAR 0G N0TAÐAR
LANDBÚNAÐARVÉLAR
0.FL. 0.FL.
Opið virka daga frá ki. 10-21
Sunnudaga frá 13-19
BÍLASALAN Vélðí OQ V&QtlSíV
LANDSBYGGÐARÞJONUSTAN
Sími 99-1504-1506
Eyrarvegi 15 Selfossi