Austri - 26.06.1986, Blaðsíða 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 26. júnl 1986.
Ævintýraleg
ferð tii Færeyja
Aðdragandi ferðarinnar
f síðustu viku gafst Austra
kostur á að senda mann til Fær-
eyja í boði Vest-Norden til að
kynna sér ferðamál í Færeyjum.
Ferðin var farin í boði Vest-Nor-
den en að henni stóðu einnig
Ferðamálasamtök Austurlands,
Flugleiðir og Smyril-Line. Full-
trúum tveggja landsmálablaða var
boðið auk fuiltrúa frá ferðaskrif-
stofum. Þeir sem fóru þessa ferð
voru Reynir Adólfsson frá Ferða-
málasamtökum Austurlands og
var hann fararstjóri hópsins, Andri
Hrólfsson frá Flugleiðum, Ragn-
heiður Stefánsdóttir frá ferðaskrif-
stofunni Úrval, Guðmundur
Guðmundsson frá Ferðaskrifstofu
Akureyrar, Hermann Sveinbjörns-
son frá dagblaðinu Degi, Akureyri
og Jón Ingi Einarsson frá Austra.
Tilgangur ferðarinnar var að
kynna sér aðstæður fyrir ferða-
menn í Færeyjum og upp á hvað
eyjarnar hafa að bjóða ferða-
mönnum. Til Færeyja var flogið
með Flugleiðum þriðjudaginn 10.
maí og var lent á flugvellinum í
Vogi um kl. 11.
Kynnisferð um Straumey og
Austurey
Þegar hópurinn kom út úr flug-
stöðvarbyggingunni í Vogi var
farið að svipast um eftir bifreið
þeirri sem átti að aka okkur um
eyjarnar svo og leiðsögumanni.
Kom þá í Ijós að leiðsögumaður-
inn var ung og elskuleg stúlka sem
talaði ágæta íslensku enda hafði
hún búið á íslandi. Vísaði hún
okkur að áætlunarbifreið af
stærstu gerð og var ekki laust við
að mönnum fyndist hún nokkuð
stór fyrir sex manna hóp frá (s-
landi, en þegar inn í bifreiðina kom
gekk alveg yfir mannskapinn. Hér
var engin venjuleg rúta á ferðinni,
fremst voru sæti fyrir um 20
manns, þá voru sæti fyrir átta
þannig að fólk sat gegnt hvert öðru
og hafði borð á milli sín, þá kom
eldhús og síðan salerni með
steypibaði, þarfyrir aftan kom svo
setustofa fyrir um það bil 10
manns og var hægt að hafa
diskóljós í henni og einnig var þar
sjónvarp og myndbandstæki. Allur
búnaður í bifreiðinni var hinn
glæsilegasti. Forvitnin kom auð-
vitað upp í landanum og spurðum
við hvort allir hópferðabílar í Fær-
eyjum væru svona glæsilegir, en
auðvitað var svarið nei, hér vorum
við komin í bíl sem hafði verið
keyptur frá Danmörku og var áður
einka hópferðabifreið danska
auðjöfursins Simons Spies. Var
nú ekið af stað í einstaklega góðu
veðri og farið með ferju til Vest-
manna á Straumey, var nú ekið
um Straumey og það sem vakti
mesta athygli auk fallegs lands-
lags og snyrtilegrar byggðar var
mikill fjöldi fiskeldisstöðva, sem
virtust alls staðar vera í hverjum
firði og vík.
Komið var að Saksun, þar er
300 ára gamall bóndabær sem er
til sýnis. í bænum var síðast búið
1947 og sögðu Færeyingar að
mjög hollt væri að búa í þessum
Bærinn í Saksun.
húsum því hjónin sem þar bjuggu
síðast urðu 97 og 98 ára gömul.
Þá var ekið til baka að brú sem
er yfir á Austurey. Brú þessi, sem
byggð var 1979, er eina brúin sem
liggur yfir Atlantshafið og tengir
hún saman Straumey og Austurey.
Var nú ekið að Eiði nyrst á Aust-
urey og farið þar á hótelið og
borðað brauð með ekta færeysku
áleggi svo sem skerpukjöti. Þegar
farið var frá Eiði þá lá leiðin til
Gjógv. Þar er stórkostlegt að sjá
bátahöfn sem er þar frá náttúr-
unnar hendi, einnig er þar búð
sem er yfir 100 ára gömul og í dag
er þar enn notast við gömlu hlut-
ina, aðeins bæst við frystikista og
nýr peningakassi. í Gjógv skoð-
uðum við einnig mjög skemmtilegt
nýtt farfuglaheimili, Gjáargarð og
er það allt innréttað í gömlum fær-
eyskum stíl.
Nú var degi farið að halla og var
því ekið til Þórshafnar.
ingar mikið lært af Færeyingum í
þeim efnum. Undraðist maður
þegar ekið var um nýleg iðnaðar-
hverfi að hvergi skyldi sjást svo
mikið sem eitt einasta bílhræ hvað
þá annað drasl.
í Þórshöfn gistum við á nýlegu
mjög glæsilegu hóteli, Hótel Borg.
Hótelið er ákaflega nýtískulegt og
sérkennilega byggt þannig að
þetta stóra hús fellur inn í lands-
lagið með grasi vöxnu þaki sínu.
Herbergin þar voru mjög skemmti-
leg og þjónusta og þrifnaður til
fyrirmyndar.
Eftir að hafa borðað kvöldverð
með formanni og framkvæmda-
stjóra Ferðamálaráðsins horfðum
við á kynningarmynd sem gerð
hefur verið um Færeyjar.
Daginn eftirdvöldum við í Þórs-
höfn og ræddum við fólk sem
starfaraðferðamálum. í hádeginu
bauð Ferðamálaráð Færeyja til
hádegisverðar á Hótel Hafnia og
Höfnin í Gjógv gerð frá náttúrunnar hendi.
Þórshöfn
í Þórshöfn búa nú um 13000
manns. Þar hefur mikið verið
byggt á undanförnum árum og
staðurinn breitt úr sér. Eitt af ein-
kennum Þórshafnar er eins og
annarra færeyskra bæja, snyrti-
mennskan og gætum við íslend-
voru þar auk okkar íslendinganna,
Jakop Haraldsen, formaður
Ferðamálaráðsins, framkvæmda-
stjóri þess Jákup Veyhe, hótel-
stjórar bæði Hótels Borgar og
Hótels Hafnia svo og fulltrúar
þeirra sem vinna að ferðamálum í
Færeyjum.
Ekki er of sagt að mikið hafi
Höfnin í Þórshöfn.
verið lagt í máltíð þessa. Glæsi-
legt borð beið okkar með öllum
hugsanlegum kræsingum. Þar
sem mönnum ofbauð alveg úr-
valið á borðinu var hótelstjórinn í
Hafnia spurður kurteislega að þvr
hversu margir réttir væru á
borðum. Upplýsti hann þá að rétt-
irnir væru 28 og gaf hann okkur
þá lista yfir þá til minningar um
þessa stórkostlegu máltíð. Ef
maður vildi aðeins gefa mönnum
hugmynd um hvað á borðum var
þá má nefna, graflax, síld, soðinn
lax, skelfisk, gellur, mismunandi
tegundir af pylsum, skerpukjöt,
ræst kjöt, spik og harðfisk, en hér
er aðeins nefndur lítill hluti þeirra
rétta sem fram voru bornir. Eðli-
lega tók þetta borðhald nokkuð
langan tíma og var rætt um ferða-
mál undir borðum. Að því loknu
var Hótel Hafnia skoðað, en það
er mjög snyrtilegt hótel með ágæt-
um herbergjum og auk þess er
það mjög vel staðsett í bænum.
Nú var farið að líða að brottför
en síðasta klukkutímann ók
Sámal Bláhamar, framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar Tora,
okkur um bæinn og sýndi eftir því
sem tíminn leyfði. Það merkasta
sem við sáum í þeirri ferð var
Norðurlandahúsið í Þórshöfn.
Kom það mönnum skemmtilega
á óvart hversu glæsilegt húsið var
og allt fyrirkomulag úthugsað
þannig að húsið býður upp á hina
ótrúlegustu möguleika.
Norræna
Þá var komið að lokum þessarar
dvalar okkar í Þórshöfn og blasti
nú það glæsilega skip Norræna
við okkur og hófst þar með heim-
förin. Norræna var í sinni fyrstu
ferð í sumar og hafði hún tafist
vegna slæms veðurs frá Bergen.
Annars sögðu Færeyingar okkur
að yfirleitt mætti stilla klukkuna
eftir komutíma Norrænu. Ekki
spilltu verðurguðirnir fyrir okkur
heimsiglingunni því skipið bók-
staflega hreyfðist ekki, enda sjór
alveg sléttur alla leiðina. .Segja
má að ekki þurfi menn að láta sér
leiðast um borð í Norrænu, sér-
staklega ekki ef þeir vilja stunda
skemmtanalífið því mjög glæsi-
legir salir eru um borð í henni, þó
aðsókn að þeim hafi ekki verið
mikil þetta kvöld sem við vorum
þar um borð, enda farþegar frekar
fáir eða um 400 og þar af mjög fáir
íslendingar.
Heimsiglingin gekk mjög vel og
var allur aðbúnaður um borð eins
og hann getur best verið og allt
J. M. Restorff, hótelstjóri Hafnia og hiaðborðið með 28 réttum.
NðftftÖNA
Norröna við bryggju á Seyðisfirði.