Austri


Austri - 25.09.1986, Blaðsíða 6

Austri - 25.09.1986, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 25. september 1986. Góð samvinna er undirstaða árangurs — ávarp Guðjóns B. Ólafssonar forstjóra Sambandsins „Þegar ég nú kem aftur til starfa í höfuðstöðvum samvinnumanna, í Sambandshúsinu við Sölvhóls- götu, er mér efst í huga þakklæti til stjórnar Sambandsins fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt. Skömmu eftir að ég hóf störf hjá Sambandinu tók Erlendur Einars- son við forstjórastarfinu af Vil- hjálmi Þór. Síðan eru liðin 32 ár, svo segja má, að forstjóraskipti hjá Sambandinu hafi ekki talist til daglegra við'ourða! Erlendur er nú í hópi elstu starfsmanna Sambandsins og heil kynslóð íslendinga hefur vaxið upp á því tímabili sem hann og kona hans, Margrét Helgadóttir, hafa staðið í stafni á samvinnuskútunni. Allir samvinnumenn hljóta því að sameinast um að þakka þaim langt og farsælt starf. Þessi aldarþriðj- ungur hefur verið tímabil uppbygg- ingar. Starfsemi samvinnumanna snertir nú flesta þætti þjóðlífsins. í sókn, jafnt sem vörn, hafa þau hjón, Erlendur og Margrét varið lífi sínu og starfsþreki í þágu sam- vinnustarfsins. Við hjónin þökkum þeim fyrir gestrisni þeirra og góða viðkynningu. Framundan bíða margvísleg verkefni. íslenskur atvinnurekstur á við mikil vandamál að stríða eftir margra ára verðbólgu. Einkum á þetta við um undirstöðuatvinnu- Guðjón B. Ólafsson. vegina, landbúnað og sjávarútveg. Framleiðsla og úrvinnsla í þessum greinum krefst verulegrar fjárfest- ingar. Bág rekstrarafkoma hefur komið í veg fyrir nauðsynlega fjármagnsmyndun innan fyrirtækja í þessum greinum. Mörg þeirra eiga því í vök að verjast, þar sem reksturinn stendur ekki lengur undir miklum vaxtakostnaði. Mörg fyrirtæki samvinnumanna, þ.á.m. Sambandið, kaupfélögin og fiskvinnslufyrirtæki glíma nú við slík vandamál. Þrátt fyrir óvenju hagstæð ytri viðskiptaskilyrði er ekki útlit fyrir breytingar til batn- aðar í þessum efnum í náinni framtíð. Samvinnumenn verða því að horfast í augu við þessar stað- reyndir og grípa til þeirra ráðstaf- ana, sem nauðsynlegar kunna að verða til að koma í veg fyrir að rekstrareiningar verði reknar með halla. Mér er ljóst, að úrlausn þessara verkefna kann að krefjast ákvarð- ana, sem ekki verða öllum þægi- legar eða að skapi. Ég vil leyfa mér að vona, að stjórn og starfsmenn beri gæfu til að standa saman um framkvæmd þeirra ákvarðana, sem taldar verða nauðsynlegar til að stuðla að heilbrigðum rekstri. Við starfsfólk Sambandsins vil ég segja þetta: Minnumst þess, að Sambandið er ekki „stofnun" heldur lifandi fyrirtæki, sem trúað hefur verið fyrir úrlausnum á fjölbreyttum verkefnum. Möguleikarnir til að gera betur eru óþrjótandi. Sam- bandið verður aldrei betra en fólkið, sem hjá því vinnur. Engir ættu að skilja það betur en Sam- bandsmenn, að góð samvinna er undirstaða þess, að árangri verði náð. Fátt veitir meiri lífsgleði en vel unnið dagsverk. Ég treysti á samstöðu ykkar og stuðning. Guðjón Baldvin Ólafsson er fæddur 18. nóvember 1935 í Hnífsdal og er sonur Ólafs K. Guðjónssonar frá Hnífsdal og útibússtjóra Kaupfélags ísfirð- inga þar og Filippíu Jónsdóttur frá Jarðbrú í Svarfaðardal. Eig- inkona Guðjóns er Guðlaug Brynja Guðjónsdóttir dóttir Guðjóns E. Jónssonar, fyrrum útibússtjóra Landsbanka íslands á ísafirði og Jensínu Jóhannes- dóttur, frá Auðkúlu í Arnarfirði. Þau Guðjón og Guðlaug eiga fimm börn: Guðjön Jens, við- skiptafræðing, Bryndísi, hjúkrunarnema, Brynju, há- skólanema, Ásu Björk, sem er t menntaskóla og Ólaf Kjartan sem er í barnaskóla. Að loknu námi í Samvinnu- skólanum 1954 hóf Guðjón störf í Hagdeild Sambandsins. Á ár- unum 1964-68 var hann fram- kvæmdastjóri skrifstofu Sam- bandsins í London, en því næst var hann ráðinn framkvæmda- stjóri Sjávarafurðadeildar Sam- bandsins í Reykjavík. Því starfi gengdi hann til ársins 1975, er þau hjón fluttust til Banda- rtkjanna, þar sem Guðjón hefur verið framkvæmdastjóri Iceland Seafood Corporation, sölufyrir- tækis Sambandsins og Sam- bandsfrystihúsanna í Harrisburg í Pennsylvaníu. Erlendur Einarsson mun gegna starfi áfram til áramóta. Hann mun verða Guðjóni til ráðuneytis fram til þess tíma og hafa aðsetur að Bankastræti 7. Á sláturhúsið á Borgar- firði rekstrarlegan rétt á sér? Þar sem ég var kjötmatsmaður eitt haust í sláturhúsi K.H.B. á Borgarfirði, langar mig til að leggja orð í belg um sláturhúsamál þeirra Borgfirðinga. Ég hef einnig unnið við sláturhús K.H.B. á Egilsstöðum og Reyðar- firði. Telja má engu síðri aðstöðu á Borgarfirði, en á fyrrnefndum sláturhúsum. Á ég þá bæði við þrifnað og aðra aðstöðu t.d. er frystihúsið á Borgarfirði ágætt. Nú rekst sláturtíð, fiskvinnsla og síldarvinnsla oft á hjá Reyðfirð- ingum m.a. vegna þess að sama fólkið vinnur við þetta allt að hluta. Það væri gaman að vita hversu hag- kvæmt það er fyrir K.H.B.? Er það kannske svo óhagkvæmt að það borgaði sig kannske að leggja slát- urhúsið á Reyðarfirði niður og jafnvel flytja það á Borgarfjörð? Annað var það sem knúði mig til að taka pennann eru ummæli Sig- mars á Desjamýri í 36. tölubl. Austra s.l. Þar segir hann, „slátrun- in var eiginlega hrifsuð úr höndum okkar án samráðs". Já svo stór voru þau orð, og sem félagsmanni og fyrrverandi starfs- manni K.H.B. get ég ekki sætt mig við. Ég geri mér fyllilega ljóst að það er sitt hvað rekstur fyrirtækis og samvinnustefna. Sjálfsagt er erfitt að finna gullna meðalveginn. Það er þó lágmarkskrafa að forráða- menn K.H.B. leiði málin til lykta á umræðugrundvelli með rökstudd- um ákvörðunum og hafi samvinnu- hugsjónina að leiðarljósi. Ekki síst þar sem um er að ræða svæði K.H.B. þar sem atvinnulífið hangir á bláþræði. Það er von mín að forráðamenn K.H.B. og þá sérstaklega hinir ný- kjörnu stjórnarmenn Jón Kristjáns- son og Þórdís Bergsdóttir, Seyðis- firði sjái til þess að sláturhúsmál þeirra Borgfirðinga verði að fullu skýrð fyrir félagsmönnum Kaup- félags Héraðsbúa.. Mýnesi 21. september Sigríður Einarsdóttir Banka- ráð Lands- bankans og banka- stjórar voru á ferð hér á Austur- landi í síðastliðinni viku og héldu fund á Eskifirði. í leið- inni heimsóttu þeir öll úti- búin í fjórðungnum og buðu starfsfólki og stærstu við- skiptavinunum til mannfagn- aðar og viðræðu. Þ.B Þankar Benedikts Vilhjálmssonar Bj. Hafþór Guðmundsson. Á 4. blaðsíðu 36. tölublaðs Austra 1986 er grein B.V. þar sem hann hugleiðir meðal ann- ars nokkur atriði, er varða starf Sambands sveitarfélaga í Aust- urlandskjördæmi (S.S.A.) og afskipti eða afskiptaleysi stjórn- armanna þess af ýmsum málum, sérstaklega flugmálum og virkjunarmálum. Þar sem að ég tel mér skylt sem núverandi formaðurS.S.A. að leggja orð í belg í þessari um- ræðu sé ég mig tilknúinn að svara B.V. nokkrum orðum. f upphafi greinar sinnar segir B.V. að samkvæmt venju liggi lítið eftir nýafstaðið þing S.S.A. nema „harðsoðnar tillögur og ályktanir" en lítið verði um framkvæmdir. í öllu tillöguflóð- inu virðist hann þó sakna tveggja í viðbót (væntanlega á kostnað annarra, sem eru honum ekki eins að skapi), nefnilega tillagna varðandi Fljótsdalsvirkjun og Egilsstaða- flugvöll. Það skal viðurkennt að stjórn S.S.A. ræddi það fyrir fundinn að draga bæri úr tillögu- flóði á aðalfundi. Það tókst þó tæplega sem skyldi því auk til- lagna frá stjórn komu fram til- lögur frá einstaklingum og nefndum, er á fundinum störf- uðu. Ég veit að B.V. er það lýð- ræðislega sinnaður að hann er sammála mér að allar þessar til- lögur verða að fá þinglega með- ferð og koma því flestar í til- lagnapakkanum. Rétt er að taka fram að þykkt hans segir ekki eingöngu til um árangur þings eins og aðalfundar S.S.A. Mér finnst B.V. vega ómak- lega að austfirzkum sveitar- stjórnarmönnum þegar hann gefur í skyn að góða fundarsókn megi rekja til 20 ára afmælis- fagnaðar sambandsins að fundi loknum. Hvort sá fagnaður átti rétt á sér læt ég menn um að vega og meta en hlýt að fá að hafa þá skoðun að þeim peningi sé ekki illa varið. Éins og B.V. vafalaust veit er starf S.S.A. að stórum hluta kostað af aðildar- sveitarfélögum. Að vísu fá sveitarstjórnarmenn víða ein- hverjar greiðslur vegna starfa að sveitarstjórnarmálum en tæp- lega ríða margir feitum hesti í því tilliti. Það getur því varla tal- izt stórkostleg umbun þó að þetta fólk geri sér dagamun að loknu erilsömu þingstarfi á kostnað samtaka sveitarfélag- anna einu sinni á ári. Veizlan nú var í engu frábrugðin þeim, sem verið hafa undanfarin ár og hófs gætt í hvívetna. Hvað varðar hugleiðingar B.V. um starf S.S.A. gegnum árin og samanburð á tíma, fyrir- höfn og kostnaði miðað við ár- angur af því, get ég tekið undir skoðun hans að slík samantekt væri mjög gagnleg ef hún væri mælanleg. Ef til vill gæti þó sím- virkinn Benedikt Vilhjálmsson lagt til mælitæki í þessu skyni. Bæði mér og trúlega flestum, sem þátt hafa tekið í starfi S.S.A. á liðnum árum, er ljóst að oft á tíðum þokar lítið í rétta átt í baráttumálum okkar. Auð- velt væri þó að finna mörg mál, sem beint má rekja til starfs S.S.A. Nægir þar að nefna stofnun ferðamálasamtaka Austurlands og Verkmennta- skólann í Neskaupstað. Hins vegar verður aldrei mæld svo óyggjandi sé þýðing þess að menn, sem eru að starfa að sömu málum í hinum ýmsu byggðarlögum hittist, kynnist og miðli reynslu og þekkingu. Eigi verður heldur mældur sá fróðleikur, er þingfulltrúar inn- byrða við að hlusta á gagnleg og þörf framsöguerindi, sem orðin eru snar þáttur í dagskrá aðal- fundarins. Það að sveitarstjórn- armenn á Austurlandi mæta vel á aðalfundi og taka virkan þátt í þingstörfum sýnir betur en öll mælitæki að þeir meta einhvers það starf, sem S.S.A. vinnur. Um það fá niðurrifsskrif engu breytt. B.V. til upplýsingar vil ég taka fram að S.S.A. hefur ekki hætt afskiptum af málefnum Egilsstaðaflugvallar, Fljótsdals- virkjunar eða Kísilmálmverk- smiðju á Reyðarfirði. Hins vegar var stjórn sammála um að sérstakar framhaldstillögur í þágu þeirra málefna mættu bíða betri tíma meðal annars til að draga úr pappírsflóðinu og minnka „steðjaglamur í eld- smiðju tillagna og ályktana“, en engu að síður yrði þrýst áfram á framgang þeirra mála. Þegar og ef vígsla nýrrar flugbrautar á Egilsstöðum fer fram 1990, (hver ætlar að borga veizluna?) þá verður það meðal annars að þakka samstöðu Austfirðinga um það verkefni í gegnum starf S.S.A. En sam- hugur sveitarstjórnarmanna á Austurlandi getur þó aldrei orðið afl þeirra hluta sem gera skal. Þar koma peningar til og það verður ekki fyrr en S.S.A. hefur tekið við þeirri ábyrgð sem fylgir því að ráðstafa þeim gjaldeyristekjum, er til verða í fjórðungnum og ekki renna til sameiginlegra þarfa lands- manna. Þangað til að upp hefur verið tekið svonefnt þriðja stjórnsýslustig og Austfirðingar sjálfir yfirtekið þann þátt stjórn- sýslunnar að ákveða forgangs- verkefni í fjórðungnum og fjár- magna þau án afskipta misvit- urra embættismanna, sem eru oft á tíðum slitnir úr tengslum við hina raunverulegu slagæð þjóðfélagsins — almenning í landinu, geta þeir aðilar sem af veikum mætti reyna að vinna að sameiginlegum hagsmunamál- um fjórðungsins átt von á skít- kasti úr fýlupokum eins og þeim, erB.V. reiðirsérviðhlið. En hvað sem því líður verða menn að gera sér ljóst að sá tími er liðinn að áhrifamaður heima í héraði geti setzt fyrir framan ráðherra sinn og þingmann og að viðtali loknu segi ráðherra við ritara sinn: „Skrifaður eitt stykki flugvöll". Bj. Hafþór Guðmundsson, Heiðmörk 3, Stöðvarfirði.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.