Austri


Austri - 03.05.1990, Blaðsíða 4

Austri - 03.05.1990, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstööum, 3. maí 1990. Austraspurning Hefurðu farið í leikhús nýlega? Bergur Hallgrímsson, Fáskrúðsfirði. — Nei, ég hef ekkert farið í leikhús. Ekki einu sinni í Alþingishúsið. Þórey Pálmadóttir, Eskifirði. — Já, bara hér á Egilsstöðum. Ég sá leikrit sem Menntaskólanemar sýndu. Það heitir Grísir gjalda, gömul svín valda. Það var mjög gott. Snæbjörn Jónsson, Fellabæ. — Nei, ég hef ekki gert það. Aðalbjörg Scheving, Reyðarfirði. — Nei, ég hef ekki farið í leikhús. Kristrún Gunnlaugsdóttir, Breiðdalsvík. — Já, það var nú heldur. Ég er nýkomin úr orlofsferð húsmæðra til Reykjavíkur. Þar sáum við leikritið Endurbygginguna eftir Havel í Há- skólabíói. Einnig sáum við ballettinn Vorvindar í Borgarleikhúsinu. Það var alveg yndislegt. Svo fórum við líka á málverka- og höggmyndasýning- ar. Þórhallur Eyjólfsson, Egilsstöðum. — Já, ég er búinn að sjá Sölku Völku hjá Leik- félagi Fljótsdalshéraðs. Ég var mjög ánægður. Þetta var mjög gott og enga hnökra á því að fínna. Sextán ára og rekur fyrirtæki Pað mun ekki vera algengt, að 16 ára ungmenni reki fyrirtæki, en Gísli Rafn Arnarson, frá Akur- eyri, sem við hittum nýlega, er aðeins 16 ára og hefur rekið teppa- hreinsunarfyrirtækið „Með allt á hreinu“, ásamt félaga sínum Leif Larsson, frá því sl. haust. Aðspurður um reynslu á þessu sviði sagði Gísli Rafn, að hann hefði byrjað að vinna hjá föður sínum, sem rekur teppahreinsun- arfyrirtæki á Akureyri, og hefðu þeir Leif þá kynnst á árunum 1982 til ’84, er Leif var að vinna á Akur- eyri, en hann er sænskur að upp- runa. Þeir stofnuðu svo fyrirtækið „Með allt á hreinu“ sl. haust, eins og fyrr getur og taka að sér verk- efni vítt og breitt um Austurland, en hafa aðsetur á Egilsstöðum. Er það aðallega teppahreinsun, en einnig hreinsun á húsgögnum, bílum og gluggahreinsun. Pá hyggjast þeir félagar taka upp þá nýjung í sumar að bjóða upp á að hreinsa móðu milli glerja á tvö- földum rúðum, og eiga þeir von á sérstökum tækjum til þess. Gísli Rafn sagði, að þeir hefðu yfirleitt haft nóg að gera. Sérstak- lega væri annasamt í kringum jól og páska. Hann sagði, að þeir hefðu góð tæki til að vinna með og sem dæmi nefndi hann, að þeir tækju 80 kr. á m2, auk virðisauka- skatts, við hreinsun á teppum. G.I. hreingerningarmaður. Kjördæmis- skákmót í Staðarborg Ljósmyndasafnið á Egilsstöðum: Afhverjum ermyndin? Mynd nr. 38, sem birtist í Austra 29. mars (13. tbl.). Myndin er af Guðrúnu Ingi- björgu Sveinbjörnsdóttur, sem var fædd á Kvíabóli í Neskaupstað 17.12.1895. Dáin 03.10.1930. Gift Jóhanni Sveinbjörnssyni, sjó- manni Neskaupstað. Mynd nr. 40. Birtist í sama tbl. Austra. Myndin er af Gunnlaugi Jóhannessyni vitaverði á Glettinganesi. Fæddur 03.04.1884. Dáinn 1970. sa sem sigrar HLEBARÐINN - Hlébarðar - Ný vönduð hjólbarðaframleiðsla - Látum ekki færa okkar það að „sunnan", sem framleitt er á staðnum. Framleiðandi: Hjólbarðaverkstæðið í Fellabæ Sími: 97-11179 - Fax: 97-11159 Myndarlegur styrkur til Vonarlands Kjördæmismót grunnskólanna á Austurlandi í skák var haldið í Staðarborg í Breiðdal sl. laugar- dag. Par leiddu saman hesta sína meistarar skólanna í eldri og yngri flokkum. í yngri flokki var 21 keppandi og voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad kerfi. Sig- urvegari var Hrafnkell Lárusson Breiðdalsvík með 6 v. í öðru sæti var Sigurður Skúlason Höfn með jafn marga vinninga en lægri á stigum. í þriðja sæti var Finnur T. Gunnarsson Fellabæ með 5 v. og ívar Ingimarsson Stöðvarfirði var í fjórða sæti með jafn marga vinn- inga en lægri á stigum. í eldri flokki voru keppendur 10 og tefldu þeir 6 umferðir eftir Monrad kerfi. í fyrsta sæti var Heiðar Atlason Fáskrúðsfirði með 5 v. af sex mögulegum. í öðru sæti var Ingþór Stefánsson Höfn með 4.5. v. og í þriðja sæti var Magnús Skúlason Höfn með 4 v. Kjördæmismeistarar fá rétt til að tefla á landsmóti sem haldið verður nú um helgina í Kópavogi. Skákstjórar voru þeir Gunnar Finnsson Fellabæ og Magnús Ing- ólfsson Egilsstöðum. Fyrirhugað er að halda svæðis- mót Austurlands í skák í fl. barna og unglinga síðar í maí mánuði og verður þar keppt um veglega bikara til eignar í hvorum flokki. B. Framboðslisti Framsóknar- félags Eskifjarðar vid bæjarstjórnarkosningarnar á Eskifirdi, hinn 26. maí 1990. 1. Gísli Benediktsson, skrifstofustjóri. 2. Sigurður Hólm Freysson., stálskipasm. 3. Jón Ingi Einarsson., skólastjóri. 4. Friðgerður Maríasdóttir., sjúkraliði. 5. Þorbergur N. Haukss., slökkviliðsstj. 6. Guðni Pór Elísson, yfirvélstjóri. 7. Magnús Pétursson, rafveitustjóri. 8. Halldór Jóhannsson, bóndi. 9. Kristín Lukka Þorvaldsd. kjötiðn.m. 10. Davíð Valgeirsson, verktaki. 11. Jón B. Hlöðversson, sjómaður. 12. Kristín Hreggviðsdóttir, húsmóðir. 13. Kristinn Hallgrímsson, verkamaður. 14. Geir Hólm, húsasmíðameistari. 1. Gísli Benediktsson. 2. Sigurður Hólm Freysson. 3. Jón Ingi Einarsson. 4. Friðgerður Maríasdóttir. 5. Þorbergur N. Hauksson. 6. Guðni Þór Elísson. 7. Magnús Pétursson. 8. Halldór Jóhannsson. í Luxemburg er starfandi félags- skapur, sem nefnist International Bazaar of Luxemburg. Félags- skapur þessi var stofnaður árið 1960, en starfar nú í 32 löndum, og vinnur að því að safna fé til góð- Nýlega barst Proskahjálp á Austurlandi 170 þúsund kr. peningagjöf frá Lux- emburg og á gjöf þessi að notast til byggingar sundlaugarinnar við Vonar- land. Myndin er af sundlaugarhúsinu þar. Austram. gerðarstarfsemi í viðkomandi löndum og einnig á alþjóðlegum vettvangi. í Luxemburg hefur frá árinu 1973 starfað íslensk deild með Alþjóðabazarnum, og eru í henni aðallega eiginkonur íslenskra flug- liða í Luxemburg, eða íslenskar konur, er starfa þar að flugmálum eða öðru er því tengist. Aðili kunnugur þessum félags- skap sótti fyrir nokkru um styrk fyrir Vonarland á Egilsstöðum til þessara samtaka og barst nýlega 170 þúsund króna styrkur frá þeim, sem renna mun til sundlaug- arbyggingarinnar við Vonarland. Er ekki að efa, að þessi styrkur kemur þar í góðar þarfir og segja má, að víða á Vonarland og þeir sem þar starfa og búa, hauk í horni. G.I. Búlandshreppur: F - listi umbóta- og félagshyggjufólks 1. Már Karlsson, útibússtjóri. 2. Karl Jónsson, vélgæslumaður. 3. Magnús Sigurðsson, múraram. 4. Anna Björg Pálsd., húsmóðir. 5. Bjarni E. Björnsson, vélstjóri. 6. Guðmunda Brynjólfsd., húsm. 7. Þráinn Sigurðsson, útgerðarm. 8. Guðbj örg Stefánsd., afgreiðslum 9. Stefán Guðmundsson, stýrim. 10. Reynir Gunnarsson, rekstrarst. Egilsstaðir: H - listi óháðra samtök áhugamanna um bæjarmál 1. Ásta Sigfúsd., hárgreiðslumeistari. 2. Pétur Elísson, rafmagnseftirlitsm. 3. Helga Hreinsdóttir, kennari. 4. Heimir Sveinsson, tæknifræðingur. 5. Oddrún Sigurðard., umsjónarm. 6. Gísli Pétursson, bifreiðasmiður. 7. Guðjón Sveinsson, framkvæmdastj. 8. Egill Guðlaugsson, garðyrkjubóndi. 9. Róbert Elvar Sigurðsson, nemi. 10. Guðbjörg Gunnarsd., þroskaþjálfi. 11. Eðvald Jóhannsson, bílasali. 12. Jóna Óskarsdóttir, húsmóðir. 13. Hákon Aðalsteinsson, húsvörður. 14. Gísli Sigurðsson, verkstjóri.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.