Austri - 26.08.1993, Blaðsíða 8
MALLANDí? IÐNAÐAR /
DJÚPAVOGI sími 88131 GOLF
Héraðsskógar:
Haustplöntun að
fara af stað
* Eldhús- og baðinnréttingar Trésmiðja
* Fataskápar Guðna J. Þórarinssonar
* Útihurðir o.fl. Másseli sími 11093
Fellabær:
✓
VIS opnar Tjónaskoðun
Um 700 þúsund trjáplöntur aðal-
lega lerki, en einnig hengibjörk og
fura hafa verið gróðursettar á veg-
um Héraðsskóga í vor og sumar.
Plöntumar hafa verið gróðursettar á
50 jörðum í 6 sveitarfélögum, þ.e.
Vallahreppi, Skriðdalshreppi, Fljóts-
dalshreppi, Fellahreppi, Eiðahreppi
og Egilsstaðabæ. A bilinu 25-40
þúsund plöntur hafa verið gróður-
settar á hverju býli. Fyrir dyrum
stendur nú haustgróðursetning en
fyrirhugað er að planta í haust 600
þúsund lerkiplöntum og 100 þús-
und birkiplöntum. Plöntumar eru
að mestu framleiddar hjá Barra h/f
en hluti þeirra kemur frá Gróðrar-
stöðinni á Hallormsstað. Bændur
sjá yfirleitt sjálfir um plöntun en á
einstaka býli hefur plöntunin farið
fram á vegum Héraðsskóga og þeir
séð um að ráða fólk til verksins.
Lög um Héraðsskóga voru sam-
þykkt frá Alþingi 1991 en þau
kveða á um fastar fjárveitingar til
verkefnisins í 40 ár. Að sögn Jó-
hanns Þórhallssonar starfsmanns
Héraðsskóga hófst plöntun á veg-
um verkefnisins 1990 og er ekki
annað að sjá en plöntumar dafni
yfirleitt vel. Víðsvegar um svæðið
em tilraunareitir þar sem starfs-
menn Skógræktar ríkisins fylgjast
með vexti og viðgangi ungskógar-
ins og sömuleiðis fylgist starfsmað-
ur frá Héraðsskógum með svæðinu.
Um miðjan mánuðinn efndu Hér-
aðsskógar, Barri h/f og Skógrækt
ríkisins til sérstaks skógardags.
Gestum var boðið að koma og
kynna sér starfsemi Barra þar sem
einnig fór fram plöntusala. Á úti-
markaði BSA á Egilsstöðum fór
fram kynning á ýmsum skógaraf-
urðum og starfsemi Skógræktarinn-
ar. Þar gafst gestum kostur á að
skoða m.a. bekki, borðvið, límtré,
parket og ýmsa smámuni smíðaða
úr lerki og birki. AÞ
A skógardeginum voru sýndir minjagripir
gerðir úr viði úr íslenskum skógi. Starfs-
maður Skógrœktar ríkisins, Skúli Gunn-
arsson heldur hér á lerkiöskju frá listiðj-
unni Eik. Upp úr öskjunni hlykkjast Lag-
arfljótsormurinn gerður afvíðitágum.
Austramynd AÞ
Síðastliðinn laugardag opnaði
Vátryggingafélag íslands aðstöðu
til tjónaskoðunar að Kauptúni 2 í
Fellabæ fyrir ökutæki sem skemmst
hafa í umferðaróhöppum. Stöðin í
Fellabæ er þriðja tjónaskoðunarað-
staðan sem félagið setur á stofn, en
þegar eru starfræktar slíkar stöðvar
á höfuðborgarsvæðinu og á Akur-
eyri. Hjá Tjónaskoðun VIS verður
framkvæmd skoðun á skemmdum
ökutækjum vegna umferðaróhappa
og telja forsvarsmenn VIS að hin
nýja aðstaða í Fellabæ tryggi ná-
kvæmara og öruggara mat á
skemmdum, þar sem allar aðstæður
Mikið hefur verið að gera á fæð-
ingardeild Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað. I kringum 20. ágúst
sl. höfðu 30 böm fæðst sem eru
jafn mörg böm og fæddust á öllu
til skoðunar hafa mjög breyst til
batnaðar með nýju aðstöðunni.
Ennfremur gefst nú Austfirðingum
tækifæri til að bjóða í skemmd
ökutæki úr fjórðungnum sem félag-
ið hefur leyst til sín, þar sem á-
kveðið hefur verið að framvegis
fari fram útboð á tjónabílum fyrsta
mánudag hvers mánaðar. Matsmað-
ur tjóna hjá Tjónaskoðun VIS í
Fellabæ verður Brynjólfur Vignis-
son. Þjónustusvæði Tjónaskoðunar
VÍS verður: Egilsstaðir, Hérað og
firðimir frá Borgarfirði- eystra suð-
ur á Djúpavog.
síðastliðnu ári á sjúkrahúsinu. Um
2 % auking var á innlögn á milli
ára ‘92 - ‘93, en þá hafði aukningin
verið um það bil 10 %.
MM
vvN / /L i r f 1/ 2 / jSPf / * J
KURL
Nýtinn,
samviskusamur
afgreiðslumaður
Tvær konur komu inn í
“sjoppu” hér á Austurlandi á
dögunum og ákváðu að fá
sér í svanginn. Önnur konan
ákveður að fá sér pylsu, gos
og lindubuff. Var hún látin
borga fyrir þetta 148 krónur.
Hafði hin á orði hvað þetta
væri ódýrt þar sem hún hefði
verið í bænum og þar hefði
svipað magn kostað meira.
Ekki blandaði afgreiðslu-
maðurinn sér í málið. Hin
konan ákvað að fá sér pylsu,
gos og lítið súkkulaðistykki.
Afgreiðslumaðurinn sagði
að þetta kostaði 305 krónur.
Ekki var konan sátt við
þessa upphæð þar sem vin-
kona hennar hafði aðeins
borgað tæpar 150 krónur
fyrir svipaða vöru og vildi fá
skýringu á þessu. Jú, ekki
stóð á svari hjá afgreiðslu-
manninum.
Pylsan sem fyrri konan
fékk, gat mögulega verið
skemmd og því hefði hann
ekki viljað láta borga fyrir
hana.
“Skemmd, hvað mein-
arðu?” spurði aumingja kon-
an með stóran bita af um-
ræddri pylsu í munninum.
“Það er svolítið langt síð-
an hún var sett í pottinn og
því örugglega minna bragð
af henni og því vildi ég ekki
láta þig borga fyrir hana.“
(Þess má geta að konunni
bauðst ný pylsa sér að kostn-
aðarlausu).
Frá skógardeginum. Ungar heimasœtur tylla sér á bekk, smíðaðan úr lerki af Hákoni
Aðalsteinssyni. Austramynd AÞ.
AÞ
F.v. Kristján G. Tryggvason, stöðvarstjóri TJónaskoðunar VIS í Kópavogi, Helgi
Hálfdánarson, starfsmaður aðalskrifstofu VIS á Eskiftrði, Brynjólfur Vignisson,
skoðunarmaður tjónabíla og Geirlaug Sveinsdóttir, starfsmaður aðalskrifstofu á Egils-
stöðum. Austramynd: AÞ
Stefnir í met loðnuvertíð
Síðastliðinn miðvikudag hafði
verið landað 91,483 tonnum af
loðnu á Austfjarðahöfnum, en
heildarveiði á vertíðinni nam alls
220,853 tonnum. Afli skiptist
sem hér segir á vinnslustöðvar á
Austurlandi: SR á SeyðisFirði
32,272 tonn, SV í Neskaupstað
25,854 tonn, Hraðfrystihúsið á
Eskifirði 23,870 tonn, Fiski-
mjölsverksmiðjan Lón á Vopna-
firði 6,906 tonn, Ósland h/f Höfn
2,581. Hæsta löndunarhöfnin á
landsvísu er Siglufjörður, en þar
hefur verið tekið á móti 48.712
tonnum. Heildarloðnukvóti á
sumar-og haustvertíð er 70,2000
tonn. AÞ
Neskaupstaður:
Tuttugasta ágúst höfðu fæðst jafn-
mörg börn og á öllu árinu í fyrra