Austri


Austri - 06.01.1994, Blaðsíða 1

Austri - 06.01.1994, Blaðsíða 1
Starfsfólk AGSTRA sendir lesendum blaðsins bestu óskir um farsælt komandi ár með þökk fyrir liðið ár. Vikublaðið Illa gengur að na Bergvik af Þrátt fyrir nokkrar tilraunir hefur ekki enn tekist að ná Bergvík Ve- 505 af strandstað í Vöðlavík. Skip- ið er talið lítið skemmt og er fyrir- hugað að gera tilraun til að ná því út um næstu helgi. Skipið strandaði að morgni mánudags þann 18. des- ember síðastliðinn. Fimm menn voru á skipinu og björguðust þeir allir giftusamlega. Að björgun unnu félagar úr björgunarsveitun- um Gerpi í Neskaupstað, Brimrún á Eskifirði, Arsól á Reyðarfirði og strandstað Bergvík á strandstað í Vöðlavík. Gró og Hjálparsveit skáta á Egils- stöðum. Reynt hefur verið að losa um skipið með aðstoð Landhelgis- gæslunar og hefur fjórum sinnum tekist að koma í það vírum, en þeir hafa í öll skiptin slitnað. Sjópróf verða í málinu fyrir Héraðsdómi Austurlands þann 13. janúar n.k. Bergvíkin er í eigu útgerðarfélags í Vestmannaeyjum en hefur undan- farið verið gerð út frá Fáskrúðs- firði. AÞ íbúum á Austurlandi fækkar um 0,28% milli ára Borist hafa bráðabirgðatölur frá Hagstofu íslands um mannfjölda á landinu. Samkvæmt þjóðskrá var mannfjöldi á landinu þann 1. des- ember síðastliðinn 264,922. karlar voru 132,884 en konur 132,038,. Á árinu 1993 fjölgaði landsmönn- um um 2,729, eða 1,04% og er fjölgunin í ár aðeins undir meðal- tali síðustu tíu ára. Á Austurlandi töldust íbúar 13,023 þann 1. des- ember síðastliðinn, en voru 13,060 í fyrra og hefur því samkvæmt bráðabirgðatölum fækkað urn 37 manns eða 0,28%. Athygli vekur hversu miklu fleiri karlar en konur eru búsettir á Austurlandi, eða 6,796. karlar á móti 6,227. konum. Ef skoðaðar eru tölur frá í fyrra kemur í ljós að þessi munur fer minnkandi, þar sem konum í fjórð- ungnum hefur aðeins fækkað um eina milli ára en körlum um 36. þrátt fyrir að fólki hafi fækkað þegar á heildina er litið, fjölgaði í- búum í nokkrum sveitarfélögum og var fjölgunin hlutfallslega mest í Nesjahreppi þar sem íbúum fjölgaði um 20 eða 6,23. Einnig fjölgaði íbúum Egilsstaðabæjar umtalsvert eða um 58 manns sem þýðir fjölgun upp á 3,85%. Hér á eftir fara tölur um íbúafjölda í sveitarfélögum á Austurlandi. Til samanburðar eru birtar bráða- birgðatölur Hagstofunnar frá 1. desember 1992. Á Egilsstöðum fjölgaði íbúium um 58 manns. Austramynd BB 1993 1992 breyt breyt. % Norður-Múlasýsla 3,038 3,074 - 36 - M7 Skeggjastaðahr. 134 132 + 2 + 1,51 Vopnafjarðarhr. 886 888 - 2 - 0,52 Hlíðarhr. 85 88 - 3 - 3,40 Jökuldalshr. 151 152 - 1 - 0,65 Fellahreppur 430 432 - 2 - 0,46 Fljótsdalshr. 117 113 + 4 + 3,53 Tunguhreppur 94 93 + 1 + 1,07 Hjaltastaðahr. 74 81 - 7 - 8,64 Borgarfjarðarhr. 189 201 - 12 - 5,97 Seyðisfjörður 878 894 - 16 - 1,78 Suður-Múlasýsla 7,543 7,551 - 8 - 0,10 Skriðdalshr. 96 103 - 7 - 6,79 Vallahr. 148 164 - 16 - 9,75 Egilsstaðabær 1,562 1,504 + 58 + 3,85 Eiðahr. 152 162 - 10 - 6,17 Mjóafjarðarhr. 34 36 - 2 - 5,55 Neskaupstaður 1,619 1,636 - 17 - 1,03 Norðfjarðarhr. 87 90 - 3 - 3,33 Eskifjörður 1,055 1,059 - 4 - 0,37 Reyðarfjarðarhr. 720 742 - 22 - 2,96 Fáskrúðsfj.hr. 92 95 - 3 - 3,15 Búðahreppur 737 720 + 17 + 2,36 Stöðvarhreppur 318 318 Breiðdalshreppur 332 332 Djúpavogshreppur 591 590 + 1 + 0,16 A-Skaftafellssýsla 2,442 2,435 + 7 + 0,28 Bæjarhreppur 51 51 Nesjahreppur 341 321 + 20 + 6,23 Höfn 1,732 1,748 - 16 - 0,91 Mýrarhr. 87 85 + 2 + 2,35 Borgarhafnarhr. 111 109 + 2 + 1,83 Hofshreppur 120 121 - 1 - 0,82 Gamla árið kvatt Egilsstaðabúar fjölmenntu við áramótabrennu á gamlárskvöld. Mikill bálköstur var hlaðinn á Selstúni og sá Slysavarnadeildin Gró um framkvæmdi. Ágætt veður var ogjsuðu þeir Gróarfélagar upp á flugelda- sýningu að venju. Austramynd: AÞ Fáskrúðsfjörður: Hraðfrystihúsið sameinað Kaupfélaginu Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf hefur verið sameinað Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga og tók sameining- in gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Á stjórnarfundi Hraðfrystihúss Fá- skrúðsfjarðar hf, hinn 7. nóvember síðastliðinn var ákveðið að sameina félagið kaupfélagi Fáskrúðsfirð- inga. Samhljóða ákvörðun var tekin á stjórnarfundi hjá Kaupfélagi Fá- skrúðsfirðinga sama dag og gilda samþykktir Kaupfélags Fáskrúðs- firðinga um hið sameinaða félag. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf. var stofnað 1940 af kaupfélagi Fá- skrúðsfirðinga og nokkrum einstak- lingum, en fljótlega varð Kaupfé- lagið nær því eini eigandi félagsins og hefur það verið frá upphafi rek- ið við hlið þess. Kaupfélagsstjórar Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga hafa jafnframt verið framkvæmdastjórar Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar hf. Samkvæmt samstæðureikningi Kaupfélagsins og hraðfrystihússins í árslok 1992 var bókfært eigið fé Flugfélag Austurlands: Annasöm jól og aramót Flugmenn Flugfélags Austurlands áttu óvenju annrikt yfir jól og áramót. Yfir hátíðisdagana voru í allt farin 5 sjúkraflug, eitt á jólanótt, tvö á jóla- dag og tvö á nýársnótt auk þess að eitt sjúkraflug var flogið á milli jóla og nýárs. Þá var farið í tvö leiguflug, á annan í jólum og á gamlársdag. Að sögn Gústafs Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra er fjöldi sjúkrafluga á árinu í meðallagi, farið hefur verið í 132 sjúkraflug en þau hafa verið á bilinu 120 -140 á undanförnum árum. AÞ Sjómanna- verkfall skollið á Sjómannaverkfall hófst sem kunnugt er í byrjun ársins. Skip og bátar liggja bundin við bryggjur og segja má að öll vinna við sjávarfang liggi niðri. Samningaumleitanir standa yfir í Reykjavík og sitja þeir Sigurður Ingvarsson og Sigfinnur Karls- son fundi fyrir hönd austfirskra hagsmunaaðila. Skipstjóra og stýrimannafélagið Sindri hefur samþykkt samúðarverkfall frá 9. janúar að telja og kemur fulltrúi frá þeim til að taka þátt í samn- ingum hafi vinnudeilan ekki leyst fyrir þann tíma. AÞ félaganna kr. 481,3 milljónir eða 47% af niðurstöðu efnahagsreikn- ings. Heildarvelta félaganna var um 1,2 milljarðar og komu 365 starfsmenn á launaskrá, en að jafn- aði eru starfsmenn tæplega 200. Gísli Jónatansson hefur verið fram- kvæmdastjóri félaganna síðastlið- inn 18 ár og verður áfram kaupfé- lagsstjóri eftir sameiningu. Kaupfé- lag Fáskrúðsfirðinga var stofnað 1933 og eru félagsmenn um 200. AÞ

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.