Austri


Austri - 19.09.1996, Blaðsíða 7

Austri - 19.09.1996, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 19. september 1996. AUSTRI 7 Haustlirfur og egg Fyrir stuttu var haldinn fundur í Fljótsdal þar sem rætt var hvaða áhrif jarðyglufaraldurinn í Fljótsdal gæti haft. Guðmundur Halldórs- son, skordýrafræðingur Rannsókn- arstöðvar Skógræktarinnar á Mó- gilsá, og Halldór Sverrisson, skor- dýrafræðingur á RALA, gerðu framt telja að þó nokkrir jarðeig- endur væru algjörlega á móti eitr- unum. Þær plöntur sem urðu verst úti í sumar voru þær sem nýlega hafði verið plantað í svæði sem jarðygl- an lagðist síðan á. Guðmundur sagðist ekki eiga nokkra von á að Leitað að „barn“ yglum grein fyrir stöðu mála eins og hún er í dag. Talsverðar umræður spunnust út frá erindum þeirra, fyrst og fremst um það hvort rétt væri að eitra fyrir jarðyglunni ef hún sæist næsta ár. Sitt sýndist hverjum og voru margir á móti því að farið yrði út í eiturhemað, þ.á.m. Helgi Hallgrímsson sem var því mjög mótfallinn. Skógarbændur utan Fljótsdals voru einnig mættir og sagði Guðmundur Halldórsson það mjög mikilvægt að þeir væru á varðbergi gagnvart yglunni því hún gæti blossað upp utan Fljótsdals. Úttekt á skemmdunum sem urðu í vor beindist að því í hvaða gróð- urfari þær hefðu orðið og ekki síst hvað yrði um trén sem yglan lagð- ist á, hvernig þau plumuðu sig. Þess vegna voru settir upp reitir þar sem hvert tré var skráð. Þannig verður hægt að meta hvað þarf að gera næsta vor. „Ef það kemur í ljós að þetta er lítið skakkafall þá geta menn gleymt þessu, en ef trén pluma sig ekki þurfa menn í alvöru að skoða hvort á að eitra,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist jafn- þær myndu ná sér. „Menn voru of seinir að átta sig á því hvað var að gerast. Stykkin sem verið var að planta í voru étin upp jafnóðum. Þá var lirfan komin og það var ekki von að menn vöruðu sig því að þetta hefur aldrei komið upp áður,“ sagði Guðmundur. Á föstudag fór svo fríður flokkur inn í Þorgerðarstaði í Fljótsdal þar unnar finnast úti í náttúrunni og eins fundust haustlirfur sem skv. „Zoology of Iceland" hafa ekki fundist áður. Þær leggjast í dvala einhvem tímann á haustin. Þær eru innan við 1 cm á lengd, mjög mjóslegnar og eiga því væntanlega eftir að vaxa talsvert. Síðan leggj- ast þær í dvala í mosan- um, en fara ekki djúpt ofan í hann þar sem skordýr í dvala eru mjög frostþolin. „ Við vildum sjá hvort við fyndum þessar lirfur (haustlir- funa) og líka hvort mik- ið væri af þeim, og það er dálítið mikið. Miðað við hvað erfitt er að finna svona kvikindi í mosa og að við skyldum detta niður á þetta mikið á ekki lengri tíma, þá hugsa ég að töluvert sé af þeim. Eg er nú ekkert hress með það upp á næsta vor að gera, en ég get ekki ímyndað mér að gerist neitt í ár,“ sagði Guð- mundur. Að auki fannst í þessari ferð yglutegund sem Guðmundur þekkti ekki. „Það eru 16 tegundir sem eru kallaðar yglur. Sú tegund sem er þekktust af þessari ætt er grasyglan (grasmaðkur),“segir Guðmundur. Óþekkt yglutegund sem fannst íferðinni. sem jarðygluslóðir voru skoðaðar. Nokkru áður hafði Jóhann Þórhalls- son, starfsmaður Héraðsskóga, fundið egg lirfunnar á lerkiplöntu. Þetta er í fyrsta skipti sem egg ygl- Óþekkta yglan er talsvert stærri en jarðyglan og er hugsanlegt að ný tegund sé að bætast í flotann. Guðmundur sagðist þó ekki telja að hér væri um nýjan skaðvald að ræða þar sem einungis ein lirfa hefði fundist. Gamlar bækur Margt áhugavert nýkomið í bókunum. Húsnæði til leigu Verslunar- eða skrifstofuhúsnæði á Tjarnarbraut 19, Egilsstöðum til leigu. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Austra eða í síma 471 1984. Bókabúðin Hlöðum Fellabæ. Uppl. í bíósímsvara: 471-2595 Nýjasta mynd ARNOLD SCHAWARXENEGGER, __ VANESSA WILLIAMS, JAMES CAAN m ERASER ^ HOjf sýnd Fimmtudaginn 19. sept. kl. 9 Föstudaginn 20. sept. kl. 9 iiji Sunnudaginn 22. sept. kl. 9. Bönnuð innan 16 ára APASPIL sýnd Sunnudaginn 22. sept. kl. 5 og 7. Miðaverð: 300. Smáauglýsingar Til sölu Fellitjald 5 manna, nánast ónotað. Verð kr. 45 þús. staðgreitt ef samið er strax og kostar kr. 70 þús. (nýtt.) Uppl. í síma 474-1119. Til sölu SAAB 900 árg. '86, ekinn 120 þús. km. Skipti á ódýrari bfl eða Lödu Sport. Uppl. í síma 471- 2296. Til sölu Bmo riffill, 22 cal. með kíki, og Winchester haglabyssa, einhleypt, 12ga. Uppl. gefur Ágúst í síma 471-1858 eftir kl. 19. Til sölu Svartur rafmagnsgítar í tösku, tegund Marína. Mjög vel með farinn. Uppl. í síma 472-1217. Til sölu Vörubíll Volvo F-10 6x2, búkki árg ‘90 ekinn 190 þús. km. Svefnhús, 320 hö. Selst á grind eða með palli. Einn eigandi frá upphafi. Uppl. í síma: 438-1268,652-3926 og 892-3926. Til sölu húseignin Dynskógum 5. Húsið er 130m2 + 60 m2 kjallari með séríbúð. Einnig 48 m2 bílskúr. Getur verið laust fljótlega. Uppl. í síma 471-2277 á kvöldin. Til sölu hjónarúm 1.85 á breidd. Uppl. e.kl. 18 í sima 471-2494. Til sölu Daihatsu, árg. 1979. Bílnum fylgja ýmsir fylgihlutir. Verð kr. 15.000.-. Uppl. í síma 475-8850. Til sölu Saab 99, árg. 1982. Þarfnast viðgerðar, selst ódýrt. Uppl. í síma 471-3045 e. kl. 20. Óskast Halló! Er ekki einhver sem á þrekhjól í geymslunni og vill annað hvort selja það eða lána í einhvern tíma? Ef svo er þá vinsamlega hafíð samband við Sflu í síma 471-1150 á kvöldin. Fjögurra mánaða gamlir hvolpar af íslensku kyni fást gefins. Uppl. í síma 471-1092 Barnfóstra óskast til að gæta þriggja ára stelpu og þriggja mánaða stráks annað slagið. uppl. í súna 471-1653 Atvinna óskast Allt kemur til greina. Meðmæli ef óskað er. Uppl. í síma 471-1565 eftir kl. 16. Ema. NMT-farsími óskast til kaups. Austri sími 471-1984_____________________ Kindabyssa eða riffill óskast til kaups. Uppl.í síma 471-2231. Ýmislegt Skotveiðimenn athugið Samkv. 20 gr. laga nr. 46/1977 um skotvopn, sprengiefni og skotelda, er óheimilt án leyfis að hleypa af skoti á annars manns landi eða yfir annars manns lands án leyfis landeiganda eða ábúanda, einnig sbr. sömu grein á almannafæri eða þar sem hætta getur stafað að. Kvartað hefur verið vegna notkunar skotvopna í landi Tungu í Fáskrúðsfirði. Eg undirritaður krefst þess, að skotveiðimenn virði lög og einnig rétt almennings tilað njóta útivistar í friðsælu umhverfi. Fáskrúðsfirði, 17.09.1996 Friðmar Gunnarsson. Til leigu Til leigu einbýlishús í nágrenni Egilsstaða. Laust fljótlega. Uppl.í símum 471-2387 e.kl.17 og í síma 471-1656. Spjall um bæjarmálin. Mánudaginn 23. september, kl. 20:30. í Austrahúsinu. ALLIR VELKOMNIR! Framsóknarfélag Egilsstaða C^uicó/ Þvottavélar frá kr. 49.940,- Þurrkari kr. 34.970,- VÍKINGUR VARAHLUTAVÉRSLUN Lyngási - Egilsstöðum Sími 471-1244 Legsteinar Hringið eftir myndlista. i\IjVíV steiniðja 720 Borgaríirði eystri sfmi 472-9977 - fax 472-9877

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.