Austri - 13.02.1997, Blaðsíða 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 13. febrúar 1997.
Fimmti hluti
Vísað til vegar um Norðurdal
Fljótsdals
KLEIF
Bærinn Kleif stendur rétt fyrir
innan Kleifarána, sem fellur í mörg-
um og fögrum fossum, stall af stalli
niður Kleifarfjallið. Ain var virkjuð
til heimilisnota árið 1956. Þar var
heyflutningastrengur lengst í notk-
un í Fljótsdal, eða fram um 1950.
(Sjá Hól) Enn er þar nothæfur kláf-
ur yfir Jökulsá. Bærinn fór í eyði
um 1980. Síðasti bóndi var Þorfxnn-
ur Sigmundsson, sem var þekktur
fyrir spaugsemi sína og hnyttin
svör. Hann lést 1981 og fór bærinn
þá í eyði. Fært er á öllum bílum inn
að beitarhúsunum á Eyrarseli, en
þaðan er aðeins jeppavegur að
Kleif.
Frá Kleif liggja glöggar götur
vestur yfir heiði til Hrafnkelsdals,
og kallast þær Aðalbólsvegur eða
Kleifarvegur. Leiðin er vörðuð á
milli brúna dalanna. Önnur leið
liggur inn eftir Kleifardalnum, en
svo kallast sá hluti Norðurdals sem
tilheyrir jörðinni Kleif, og nær hann
um 10 km inn frá bænum. Þá leið
fóru ferðamenn oftast að Snæfelli,
áður en bflvegur kom inn Fljótsdals-
heiði.
km inn fyrir bæinn, en síðan verður
að taka til fótanna, ef lengra skal
halda. Inn eftir Kleifardalnum er
Ófærusel. Þar voru beitarhús frá
Kleif fram um aldamótin síðustu og
sögn er að þar hafi eitt sinn verið
Þuríðarstaða og þaðan
vestur á Hrafnkelsdal, þótt
ekki sé nú vitað hvernig
þeim var háttað. Nú orðið
eru Þuríðarstaðir fremur
lítil jörð. Má ætla að jörðin
Hóll hafi tilheyrt henni í
öndverðu, en báðar jarðir
komust í eigu kirkjunnar á
Valþjófsstað. Þuríðarstaðir
fóru í eyði 1986. Þar
stendur íbúðarhús úr
steini, en gripahús hafa
verið jöfnuð við jörðu.
„Innan bæjar eru mjög
fornar bæjarrústir í tún-
inu“, segir í örnefnaskrá.
(Nýlega hafa Kristrún
Jónsdóttir bókavörður og
leikari á Egilsstöðum og
Benedikt Jónasson frá Þuríðarstöð-
um fengið ábúð þar.)
Fögruklettar og huldu-
hrútar
Rétt fyrir ofan veginn, innst í
landi Þuríðarstaða, skammt fyrir
utan Jökulsárbrúna, eru lágir, jökul-
skúraðir klettar, þverhníptir að aust-
anverðu, og minna á gamlan ís-
lenskan burstabæ. Þeir heita Fögru-
klettar. Austan í klettaveggnum eru
nokkrar holur, allt að metra djúpar.
Undir klettinum mótar fyrir gamalli
tótt. Er sagt að þar hafi verið beitar-
hús frá Þuríðarstöðum, en flytja hafi
orðið húsin þaðan vegna þess að þar
fæddust vansköpuð lömb, en það
vildu menn kenna hrútum huldu-
fólksins er byggi í klettunum.
Ófœruselsfossar í Jökulsá. Sér í Kleifarskóg til hœgri.
mjög skemmtileg gönguleið, þar
sem hrikalegt Kleifarbjargið gnæfir
á fjallsbrún, um 3 km langt og allt
að 100 m hátt á köflum. Allmikið
birkikjarr er undir því innan til, í
Ibúðarhúsiö á Kleif stendur nú eitt ogyfirgefið ítúninu innan við Kleifarána. Skyggn-
ir menn hafa þó séð Þorfinni bregða þarfyrir.
Kleifardalur (gönguferð)
Kleifardalur er fremur þröngur og
undirlendið mjó ræma. Jeppafært er
frá Kleif inn að enda túnanna, um 1
grjótskriðum, og hefur það vaxið
upp síðustu áratugina. Farið er
framhjá neðstu fossunum í Jök-
ulsánni, Miðselsfossi og Stóralækj-
arfossi.
Við innri enda Bjargsins er
búið. Neðan við selið er Ófærusels-
foss í Jökulsá, sem nýtur sín varla
þeim megin, og þar fyrir innan er
skógi vaxin hlíð, mjög sérkennileg
og fögur. Kallast hún Kleifarskóg-
ur. (Um Kleifarskóg og Ófærusel,
sjá jólablað Gálgáss 1994.)
Eftir þennan útúrdúr höldum við
til baka út að Jökulsárbrúnni og
hefjum þar skoðun okkar að nýju.
Að þessu sinni ökum við út dalinn
norðan Jökulsár.
ÞURIÐARSTAÐIR
Samkvæmt Fljótsdælu flutti
Þuríður ekkja Glúms á Glúmsstöð-
um (sjá þann bæ) sig yfir ána eftir
skriðuhlaupið mikla og byggði
bæinn sem við hana er kenndur.
Oddbjörg dóttir hennar giftist As-
birni Hrafnkelssyni á Aðalbóli í
Hrafnkelsdal. Herma þjóðsögur að
Þuríður hafi haft í seli á öðrum af-
dal Hrafnkelsdals, sem enn kallast
Þuríðarstaðadalur, en á hinum var
sel frá Glúmsstöðum, sem fyrr var
getið. Ljóst er að einhver tengsl
hafa verið milli Glúmsstaða og
Fögruklettar á Þuríðarstöðum. Þekktur huldufólksbœr.
Á g ir ce n m l
g v e i n
Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sími 471-2143
Umhverfísbylting alþýðunnar
Austurland...
...er nánast ein stór náttúruperla. Þess vegna eigum
við mikið af fallegum myndum frá Austurlandi.
Hver fjörður og bær hefur sín einkenni og við
getum ekki gert upp á milli þeirra.
Getur þú valið þér þína uppáhalds mynd?
Att þú þér sérstakan stað á Austurlandi, sem þú
;ætir hugsað þér að eiga mynd af?
Við höfum í áratugi boðið fagmannlegar ljós-
myndir af náttúru,
þéttbýlisstöðum
og sveitabýlum Islands.
LJOSMYNDIR SF
Laugavegi 178 - 105 Reykjavík - Simi 568 1919
Þessar síðustu vikur er engu lík-
ara en að umhverfisbylting sé að
verða í íslensku þjóðfélagi. Um-
hverfismálin eru orðin
heitasta málið í öllum fjöl-
miðlum og fjölmargir
venjulegir borgarar þessa
lands, fólk eins og þú og
ég, sjá sig knúna til að
skrifa í blöð, eða láta til sín
taka á öðrum vettvangi.
Kveikjan er álver frá
Þýskalandi, sem hefur ver-
ið valinn staður á Grundar-
tanga við Hvalfjörð. Nú
blasir við íbúunum í ná-
grenni þessa fyrirhugaða
stóriðjusvæðis að hér er
ekki aðeins um draumsýn
stjómmálamanna að ræða,
heldur veruleika sem verð-
ur staðsettur nánast í þeirra
eigin túnfæti. Og þá er ekki
að viðbrögðunum að spyrja.
Stjómmálamenn þjóðar-
innar virðast hafa trúað því
síðustu 15 til 20 árin að við
sem byggjum í þessu landi
vildum stóriðju, hvað sem
það kostaði. Sjálfsagt var
reyndin einhvern tímann
sú, en síðan þá hefur svo
margtbreyst. ídagemvið-
brögðin sterkari en svo að
þau verði afgreidd sem sér-
viska nokkurra heittrúaðra náttúm-
vemdarsinna. Fyrir vikið vakna þeir,
sem fara með umboð okkar inni á
Alþingi, upp við það að þeir hafa
kannski ekki verið alveg í takt við
viðhorfsbreytinguna. Fyrir vikið
hljóta þeir að þurfa að endurskoða
afstöðu sína, því þetta er fólkið sem
kaus þá - og fólkið sem þeir vona að
kjósi þá aftur næst. Lýðræðið getur
þrátt fyrir allt verið lýðræði í raun.
Óspillt náttúra er sú auðlind sem
er að verða hvað verðmætust í
heiminum í dag. Svæði þar sem
hægt er að hverfa frá erlinum,
spennunni og menguninni. Náttúran
getur fært okkur tilfinningalega upp-
lifun og þess vegna þurfa tilfinn-
ingaleg rök að vega jafnþungt og
þau efnahagslegu, þegar teknar em
ákvarðanir sem varða umgengnina
við landið okkar.
Þegar ekki er tekið tillit til um-
hverfismála, veldur það ævinlega
skaða þegar upp er staðið. Og verð-
mæti glatast. Eða hvers vegna ætli
margar íbúðir við Miklubraut í
Reykjavík standi auðar? Þær em til
sölu, en enginn vill kaupa.
Ég gleðst yfir þeirri viðhorfs-
breytingu sem greinilega er að verða
hjá íslenskum almenningi og vænti
þess að við munum einnig sjá henn-
ar stað í stefnubreytingu stjómvalda.