Austri


Austri - 15.01.1998, Blaðsíða 4

Austri - 15.01.1998, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 15. janúar 1998. Unnar E. Björgólfsson V élarv ana á úthafínu * Þegar Steini Thengs sigldi á dósarlokinu frá Færeyjum til Islands Stundarglas mælir lengd líðandi stundar. Hvað er í glasinu til að mæla skal látið kyrrt liggja, enda oft eftir smekk hvers og eins og sjaldan krafist löggildingar. Menn hafa sitt glas fyrir sig eða deila því með öðrum. Stund- arglas mitt og þess manns sem mig langar að minnast hér markar þrjátíu ár, en það tíma- skeið höfum við gengið okkar slóð samhliða, þótt aldursmunur sé töluverður. Kynni mín af Þorsteini Thengs eru orðin löng. Ein fjögur haust var ég á Sæljóninu SU 103, sextíu og tveggja tonna eikarbáti sem var fyrsti báturinn sem Friðþjófur hf. eignað- Þorsteinn Thengs á yngri árum. ist. Róið var á línu frá Eskifirði. Oft var það svo, þegar línubalamir höfðu verið teknir um borð og róið var stíft í strauminn í rysjóttu haustveðri, að síðasta landkenning var homið á bílnum hans Steina Thengs og sú fyrsta, þegar komið var úr róðrinum, pallhornið á sama farartæki. Fannst mér á stundum með ólíkindum, hvemig Steini gat fylgst með ferðum okkar, miðað við að farsími var þá ekki kominn í gagnið og fjarskipti öll í lágmarki. Seinna þegar ég var kominn í land og far- inn að vinna að uppbyggingu Friðþjófs, kynn- ist ég innbyggðu tímaskyni Steina. Það vora sjaldnast mörg orðin sem okkar fóra á milli, en ég fann snemma að flest skiptu þau máli, þó þau færa ekki hátt, vora ígranduð af sjötta skilningarviti náttúrabarnsins. Þorsteinn Thengs er fæddur 12. febrúar árið 1909. Móðir hans var Petra Ragnhildur Jóns- dóttir. f. 8. ágúst 1892 og faðir norskur síma- maður. Þorsteinn var ungur tekinn í fóstur að Svínaskálastekk í Helgustaðahreppi. Fóstur- foreldrar hans voru: Þórólfur Pétursson og kona hans Steinunn Jónsdóttir. Þórólfur var dugnaðar sjómaður, og að því ég best veit, einn af fyrstu vélbátaformönnum við fjörð- inn. Þorsteinn elst upp á Stekk fram undir fermingu, en þá flytur fjölskyldan inn á Eski- fjörð. Á meðan búið var á Stekk mun Þórólfur fóstri Þorsteins hafa verið sjómaður á Laxin- um, einum fyrsta vélbátnum sem hingað kom. Var hann í eigu Svínaskála- og Stekksbænda. Eftir að fjölskyldan fluttist til Eskifjarðar var Þórólfur við Víking, útgerð Karls Jónasson- ar. Steini hóf að stunda sjó fljótlega eftir ferm- ingu og var, m.a. með Finnboga Þorleifssyni á Svölu, þar til samvinnubátarnir komu til sögunnar. Það má því segja að hann hafi fæðst inn í vélbátaöldina og innbyrgt í uppvextinum þær nýjungar sem henni fylgdu. Samtímis ólst hann upp með mönnum sem stóðu daglega frammi fyrir ógnarveldi óblíðrar náttúru, hlustuðu á slaghörpu hennar og hagræddu, veiðum, seglum og áram eftir hennar tónum. Á því var þörf. Uti fyrir Reyðarfirði er eitt þokusamasta og straummesta svæði landsins. Það segja mér frómir menn, að ekki ósjaldan, þegar menn velktust í vafa um hvar þeir væra staddir, vegna þoku og dimmviðris, hafi Steini stöðvað vélina, farið fram á dekk, horft á fuglana, straumrastirnar og hlustað. Síðan gaf hann upp staðarákvörðun sem jafnan stóðst. Tækin sem menn höfðu til glöggvunar á þessum árum voru: klukkan, kompásinn, loggið og handlóðið. Viti á Seley kemur ekki fyrr en eftir 1950 og viti á Vattarnesi er endurbyggður um iíkt leyti. Hvort sem róið var norður í kistu, út í Reyðarfjarðardýpi eða suður að Hvalbak, var landstímið alltaf eftir, þegar búið var að draga línuna og menn teknir að þreytast eftir línu- dráttinn. En lína var aðal veiðarfærið á þeim tíma er hér um ræðir. í kringum 1934 komu samvinnubátarnir, Einir, Reynir og Víðir til sögunnar. Þá gerðist sá atburður sem er aðalhvatinn að því að ég sest niður og skrifa þessa sögu. Sagan gerð- ist sjö árum áður en ég fæddist, en ég heyrði hana sagða við eldhúsborðið heima á Högna- stöðum um það leyti sem ég fór að muna eft- ir mér og oft endurtekna. Frásögnin var skýr, þá ellefu til tólf ára gömul. Þar var sagt frá þrekvirkinu, þegar Steini sigldi á dósarlokinu til íslands. Vélarvana á úthafinu Vélbátnum Reyni hafði verið siglt frá Dan- mörku til Færeyja án þess að nokkuð drægi til tíðina. Á annan í jólum var lagt af stað frá Færeyjum, áleiðis til íslands í góðu veðri. Eftir 12 tíma siglingu er Þorsteinn vakinn, vélin er stopp. Það hefur hann sagt mér, sem gamall maður, að þeirri aðkomu gleymi hann Þorsteinn Thengs í Kaupmannahöfn í túrnum þeg- ar hann sótti Reyni. Maðurinn t.h. er óþekktur. aldrei, þótt flest annað sé gleymt. Vélin var stopp, rauðglóandi og sundur sprangin. Það er erfitt fyrir okkur, nútímamenn, að setja okkur í spor Steina og félaga hans þenn- an morgun. - Átján tonna bátur vélarvana á úthafinu, mitt á milli íslands og Færeyja í svartasta skammdeginu, engin fjarskiptatæki um borð. En Steini heldur ró sinni. „Vélin verður að kólna, vekið mig eftir fjóra tíma.“ Það era fleiri en Þorgeir Ljósvetningagoði sem hafa Þorsteinn Thengs um áttrœtt. lagst undir feld og hugsað sín mál þegar mik- ið hefur legið við. Eftir fjórar klukkustundir var vélin orðin köld og farið að huga að viðgerð. Veður var kyrrt, logn og aðeins undiralda, breið og þung. Sem sagt, veður sem sjaldan stendur lengi á þeim árstíma sem þessi ferð var farin. Steini hófst nú handa við að rífa sundur vélina, með eðlisávísun náttúrubarnsins, sjálfsbjargarviðleitnina og æðruleysið að vopni. Við getum hugsað okkur þröngt vélar- rúmið, birta frá fjóslugt, verkfærin: hamar, meitill, járnklippur, einhverjir skiptilyklar og stór rörtöng að ógleymdum prímusnum. Smátt og smátt er vélin rifin og skemmdir kannaðar. Vélarblokkin reynist vera sprungin út og heddið krasssprungið. Möguleika til viðgerða hefur Steini íhugað í þögn, ef ég þekki þann gamla rétt. Asbestpakkningar til vara voru um borð, einnig birgðir af niðursoðinni mjólk. Með niðurklipptum ræmum úr mjólkurdósabotn- um var barið í brestina í vélarblokkinni. As- bestpakkninginn var bleytt upp og komu lok- in úr mjólkurdósunum þá í góðar þarfir. En þau voru löguð til og notuð til að loka vatns- ganginum upp í heddið, til þess að astbest- pakkninginn héldi. Og viti menn! Svona var hægt að láta vélina ganga með andófsferð. Afrek sem hver verkfræðingur gæti verið stoltur af. Hér sannaðist það, sem haft er eftir Jökuldælingum, að ráð sé við öllu nema ráð- leysinu. Á annan í nýári sigldi Reynir inn Eskifjörð á sinni andófsferð, átta sólarhringum frá því farið var frá Færeyjum. Auðvelt er að gera sér í hugarlund gleðina er ríkti í þessu litla sjáv- arþorpi, þegar það fréttist að áhöfnin á Reyni væri komin heilu og höldnu til hafnar, því menn vora alvarlega famir að óttast um bát- inn. Þorsteinn var síðar meðeigandi að Reyni ásamt Jens Pétri Jensen og ávallt vélstjóri þar um borð. Spannar sá tími öll stríðsárin, en fljótlega eftir stríð hættu þeir Þorsteinn og Jens sameiginlegri útgerð. Þorsteinn var eftir það vélstjóri á Hilmi SU, útgerð Jóns Sigtryggssonar, þar sem Karl Kristjánsson var formaður og síðar á Björgu SU 9, útgerð Kristmanns Jónssonar og Hilm- ars Bjarnasonar, þar sem sá síðarnefndi var formaður. Eftir að í land kom, gerðist hann vörubíl- stjóri á Eskifirði og stundaði þá vinnu á með- an að þrek og heilsa leyfði. Þorsteinn er kvæntur Elísabetu Guðnadótt- ur frá Hvammi í Helgustaðahreppi, en fyrri maður hennar Stefán Bjamason frá Neskaup- stað drakknaði. Gekk Steini tveimur ungum börnum hennar í föðurstað. Lét fósturdóttir hans, Barbara Stefánsdóttir, son sinn heita í höfuðið á honum. Er Þorsteinn yngri nýtur aflamaður á Höfn í Homafirði og fylgist sá gamli grannt með gengi nafna síns. í sumar leysti sá er þetta ritar af á hafnar- voginni á Eskifirði. Þá var söguhetjan okkar, sem nú vantar u.þ.b. eitt ár í nírætt,öðra hvora að hringja og spyrja um aflabrögðin. Þá ekki síst af loðnuveiðinni og þá fyrst af Hólma- borginni, en þar á hann fóstursonarson, yfir- vélstjórann. Það verður að viðurkennast að á stundum stóð ég mig ekki í stykkinu, var ekki búinn að afla frétta af sjónum, þegar Steini hringdi. Þá var viðkvæðið hjá mínum gamla vini: „Þú veist nú aldrei neitt auminginn." Heiðurshjónin, Þorsteinn og Bettý, búa enn á heimili sínu ásamt Magnúsi bróður Bettýar, sem er duglegur að aka Þorsteini vítt og breitt um bæinn og út í sveit. Það mega allir vita að þar fara tveir heiðursmenn. Aldin kempa byrjar nú senn að telja nítug- asta árið sitt, eða þann 12. febrúar nk. Um leið og ég óska honum til hamingju, þakka ég fyrir góð og litrík kynni. Reynir SU 518

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.