Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Page 2

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Page 2
2 SJÓNARHORN Varnarmálaráðherra heiðraður Fullt jafnrétti í hollenska hernum í kjölfar mikilla umræðna um rétt- indi homma og lesbía í bandaríska hernum hafa breskir og bandarísk- ir fréttamenn og hermálafulltrúar leitað upplýsinga hjá hollenska hernum, en þar fengu samkyn- hneigðir hermenn öll réttindi á borð við aðra árið 1974. í þeim upplýsingum Hollendinga, sem berast um heiminn í kjölfar þeirrar athygli sem átökin í Bandaríkjun- um hafa vakið, kemur fram að varnarmálaráðuneytið styrkir samtök samkynhneigðra i.inan hersins, sem telja 4500 meðlimi, til þess að berjast á móti hvers kon- ar misrétti í garð lesbía og homma. Relus ter Beek, varnarmálaráð- herra, var á síðasta ári heiðraður af lesbíum og hommum fyrir fram- göngu sína í málefnum samkyn- hneigðra. Hægrisamtök ógna Evrópu Á sama tíma og lesbíur og hommar fara í göngur til að vekja athygli á málstað sínum í hinum ýmsu borgum Evrópu, láta ofbeldissinnaðar hreyfíngar nýnasista að sér kveða svo flest- um þykir nóg um. í Bretlandi hafa öfgafullir hægrimenn ráðist inn á bari sam- kynhneigðs fólks, vopnaðir jám- kylfum og gasi til að halda uppi áróðri um að gera homma og lesb- íur útlæg úr landinu. I Frakklandi fara þjóðemissinnar fram á það að HI V-smitað fólk sé sett í einangrun á sérstökum „heilsuhælum“. f Sví- þjóð hafa hægrimenn varpað eldsprengjum að bókabúðinni Rosa rummet í Stokkhólmi og ný- lega var hommi stunginn til bana er hann var að yfirgefa skemmti- stað lesbía og homma. Þýskir nas- istar telja það einn þátt í þjóð- hreinsunaráformum sínum að myrða fólk sem berst fyrir réttind- um samkynhneigðra, og fyrr á þessu ári lést Kerstin Winter, sem er fræg lesbísk baráttukona, af völdum bréfsprengju frá samtök- um þeirra. Hinar ýmsu mannréttinda- stofnanir Evrópu hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja full borg- araleg réttindi lesbía og homma og ýtt þar með undir hatursofsóknir öfgafullra hægri afla í okkar garð. Sífellt verður ljósari nauðsyn þess að gera kröfur til evrópskra mann- réttindastofnana og löggjafar- valds um að taka upp sterkan póli- tískan stuðning við réttindabaráttu Síðan í mars hafa fimm karlmenn, þar á meðal Perry Bradley III, 35 ára kaupsýslumaður frá Texas, fundist myrtir - naktir og kyrktir - á heimilum sínum í London. Lög- samkynhneigðra. Það verður að vinna að því að útrýma lögum sem stuðla að mismunun og sömuleiðis verður að koma lögum yfir ofbeld- isfullar aðgerðir nýnasista í garð samkynhneigðra. Þessum markmiðum í átt að jafnrétti í Evrópu verður ekki náð reglan segist ekki hafa neinar sannanir fy rir því að Perry, sem var forstjóri fyrirtækis í efnaiðnaði, hafi verið hommi þótt vitað sé að hinir fjórir voru samkynhneigðir. ✓ Urelt löggjöf Morðin hafa vakið athygli á stað- hæfingum baráttumanna um að hommar sæti lagalegu misrétti og verði í síauknum mæli fómarlömb ofbeldisglæpa. „Frá 1987 til 1992 vom 90 hommar myrtir í Bret- landi,“ segir David Allison í rót- tæku baráttusamtökunum Outrage, „og það er daglegt brauð að menn séu handteknir fyrir að kyssast svo aðrir sjái til eða að stoppa til að tala við annan homma - sem má túlka sem „viðreynslu“ á almannafæri.“ Skoðanakannanir sýna að á undanförnum áratug hafa viðhorf Breta til samkynhneigðar breyst og að almenningur myndi styðja fjálslyndari löggjöf. Margir hommar hafa komið úr felum, m. a. Shakespeareleikarinn heims- frægi Sir Ian McKellen. „Við búum við úrelt lög frá 19. öld og erum alveg úr takti við önn- ur vestræn lýðræðisþjóðfélög,“ nema með samhæfðum og stöðug- um aðgerðum í öllum löndum álf- unnar, allt frá íslandi til Úralfjalla. Það markmið er núna haft á orði að innan næstu fimm ára safnist 250.000 manns í göngu þar sem slagorðið verður: „Jafnrétti fyrir lesbíur og homma án tillits til segir Angela Stone, forstöðumað- ur Stonewall-samtakanna, sem McKellen og aðrir framámenn úr röðum samkynhneigðra stofnuðu 1989 til að berjast fyrir lagalegum umbótum. Efst á blaði hjá þeim nú er mál fyrir mannréttindadómstóli Evrópu til að fá lágmarksaldur kynmaka hjá hommum lækkaðan úr 21 ári niður 116 líkt og hjá les- bíum og gagnkynhneigðum. Ríkisstjómin hefur aflétt banni við samkynhneigð í kaupskipa- flotanum og hefur heitið því að hætta lögsóknum gegn hommum og lesbíum í hernum, en hefur ekki afnunumið bann við því að sam- kynhneigðir skrái sig til herþjón- ustu. Gaylífið blómstrar engu að síður Morð og ofbeldisglæpir hafa þó ekki orðið til að tæma homma- klúbba, bari og veitingahús - og Samtök samkynhneigðra um al- næmisvandann í Noregi mótmæla nú harðlega nýju lagafrumvarpi sem mundi meðal annars leyfa yf- irvöldum að setja HlV-smitaða í einangrun. í Noregi eru í gildi lög landamæra“. Það þarf göngu af slíkri stærð til þess að koma mál- efnum samkynhneigðra upp á vinnuborðið hjá öllum stjórnvöld- um í Evrópu. Hinar 85 milljónir homma og lesbía, sem talið er að búi í Evrópu, eiga ekki minna skil- ið. rösklega 60 þúsund manns tóku þátt í Gay Pride hátíðahöldunum í London í lok júní. í Old Compton Street í Soho er að vaxa upp ný- tískulegt gay hverfi, barir, veit- ingahús, tískubúðir, hársnyrtistof- ur og önnur gæði og þægindi neysluþjóðfélagsins. Alþjóðlegt sjónarhorn „Það er þáttur í viðhorfsbreytingu gagnvart hommum og lesbíum,“ segir Paul Valencia, 21 árs bar- þjónn á tískukaffihúsinu Kudos, „en gayliðið heimtar líka nýja og breytta staði til að hittast á. Ég tel að breytingarnar tengist mikið Efnahagsbandalaginu því að sam- kynhneigðir bera ástandið hér saman við önnur lönd þar sem menn eru afslappaðri gagnvart hommum og lesbíum. Ég held það komi líka mikil hvatning frá Bandaríkjunum því þar er sterk pólitísk hreyfing." Edith M. Lederer AP um smitsjúkdóma sem ná allt aftur til 1860. Lagafrumvarp stjómar- innar byggir á svipuðum lögum sem vom samþykkt í Svíþjóð fyrir þremur árum við harðvítug mót- mæli samkynhneigðra. Útgefandi: Samtökin 78 Félag lesbía og homma á Islandi Pósthólf 1262 - 121 Reykjavík Ritnefnd: Helena Önnudóttir, Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir, Veturliði Guðnason, Þorvaldur Kristinsson. Ábyrgð: Lilja S. Sigurðardóttir Umbrot: Þorvaldur Kristinsson og Jón Proppé Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Bára Kristinsdóttir tók ljósmyndir á forsíðu Merktar greinar í Sjónarhorni eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og túlka ekki endilega stefnu útgefanda. Ritnefnd áskilur sér rétt til að hafna aðsendu efni og stytta greinar í samráði við höfunda. Hommamorð í London vekja hörð viðbrögð Réttindabarátta magnast Samkynhneigður lögreglumaður hefur verið ráðinn í sérsveit til leitar að manni sem myrt hefur hálfan tug homma í London undan- farna mánuði. „Ég tel að til séu mikilvægar vísbendingar sem fáist aðeins innan hommasamfélagsins,“ segir Iögregluforingi sem stjórn- ar rannsókn málsins. Talsmaður Scotland Yard segir að með ráðn- ingu þessa manns sé ætlunin að öðlast aukið traust innan samfélags- hóps sem sé almennt haldinn mikilli tortryggni í garð lögreglunnar. Samkynhneigðir í Noregi mótmæla Einangrun HlV-smitaðra

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.