Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Side 4

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Side 4
4 SJÓNARHORN Ríkarður Líndal Nýr framkvæmdastjóri Alnæmissamtakanna Fyrir stuttu tók nýr framkvæmdastjóri Alnæmis- samtakanna til starfa. Hann heitir Ríkarður Lín- dal og er sálfræðingur að mennt og hefur lengi starfað sem slíkur í Kanada og Englandi. Tíðinda- maður Sjónarhorns fór á fund Ríkarðar til að fræðast um manninn og starf hans hér. Hvaðan ertu nú upprunninn, Rík- arður? „Ég er fæddur í Reykjavík og bjó þar til tuttugu ára aldurs. Þá fór ég til náms í sálarfræði í Kanada og stundaði einnig síðar nám í Englandi, þaðan sem ég lauk dokt- orsprófi í sálarfræði árið 1977. Frá þeim tíma hef ég verið starfandi sálfræðingur í Englandi og Kanada. Síðustu árinhef ég starfað mikið með HlV-jákvæðum og fjölskyldum þeirra, sem og þeim sem sjúkir eru af alnæmi.“ Ihverju er starfþitt hjáAlnœm- issamtökunum fólgið ? „Ég erráðinn hjáAlnæmissam- tökunum í hálft starf sálfræðings og framkvæmdastjóra. Þetta felur í sér að halda utan um starfsemi samtakanna, kynna þau út á við og veita HlV-jákvæðum og aðstand- endum þeirra sálfræðilega þjón- ustu ef þess er óskað.“ Þú rekur einnig sálfrœðistofu, ekki satt? „Jú, ég rek sálfræðistofu í fé- lagi við bróður minn, Eirík Líndal, og er hún við Lækjartorg, nánar tiltekið í Hafnarstræti 20,3. hæð.“ Nú er þú hommi sjálfur. Verður það til þess að samkynheigðir ein- staklingar leita frekar til þín sem sálfrœðings en aðrir? „Ég veiti að sjálfsögðu öllum, sem til mín leita, þá þjónustu sem þeir óska hvort sem þeir eru gagn- kynhneigðir, tvíkynhneigðir eða samkynhneigðir. Það að ég er sam- kynhneigður sjálfur gerir það hins vegar að verkum að hommar og lesbíur leita til mín á öðrum for- sendum en gengur og gerist þegar þeir fara til sálfræðinga. í starfi mínu erlendis hef ég líka unnið með fjölskyldum samkynhneigðra svo og öðrum hópum, svo sem klæðskiptingum. Ég vil hins vegar ítreka það að allir geta leitað til mín án tillits til kynhneigðar.“ Sjónarhom býður Ríkarð vel- kominn heim til íslands og óskar Umræða um aðild tvíkynhneigðra að Samtökunum 78 og réttmæti þess að þeir fái sig skilgreinda í nafni og lögum félagsins átti sér ekki upptök á aðalfundinum, held- ur hefur hún sett svip sinn á um- ræðu um markmið félagsins und- anfarin misseri. Laganefnd sem vann að nýjum lögum starfaði hins vegar á forsendum eldri laga, þannig að breytingartillögur komu frá hópi tvíkynhneigðra innan Samtakanna 78 og stuðningsfólki þeirra. * Olík og ósættanleg sjónarmið Miklar og nokkuð heitar umræður urðu á fundinum um réttmæti breytingatillagnanna og ein- kenndust þær eins og fyrri umræð- ur af afgerandi skoðanamun og áberandi heymardeyfð milli máls- aðila. Það kom ljóslega fram hjá m. a. Hauki Hannessyni, Guðrúnu Gísladóttur og Margréti Pálu Olafsdóttur, sem mæltu með því að tillögur um þátt tvíkynhneigðra yrðu felldar, að þetta væru róttæk- ar og ótímabærar breytingar sem veikt gætu Samtökin pólitískt. Jafnframt komu fram þær skoðanir að tvíkynhneigðir hefðu ekki sömu baráttumál og samkyn- honum alls velfamaðar í starfi sínu. Þeir sem óska eftir að hafa samband við hann geta hringt í síma 91-628230 (stofa) eða 91- 28586 (Alnæmissamtökin). HFH hneigðir nema þegar fyrrnefnd eru í sambandi við aðila af sama kyni og hefðu þá einungis erindi í Sam- tökin 78 og þá undir merkjum sam- kynhneigðar. Sigurbjöm Svans- son, málsvari tvíkynhneigðra, sagði hins vegar að breytingatil- lögumar gætu á engan hátt skaðað pólitík Samtakanna, heldur væri nafna- og skilgreiningarbreyting- ar í lögum nauðsynlegar sjálfs- virðingu viðkomandi einstak- linga. Hann sagði tvíkynhneigða ekki skilgreina sig sam- eða gagn- kynhneigða eftir lífsstíl hverju sinni og gagnkynhneigð sambúð væri ekki mögulegur flótti frá samkynhneigð, heldur væri eðli tvíkynhneigðra að hneigjast til beggja kynja. Tvíkynhneigðir ættu því í nákvæmilega sömu rétt- indabaráttu og samkynhneigðir fyrir sínum lífsstíl, hver sem hann væri hverja stundina. Tillögum vísað nánast einróma frá fundi Það kom berlega fram á fundinum flókin staða tvíkynhneigðra félaga innan Samtakanna 78 þegar Dag- ný Amarsdóttir vildi fá rökstuðn- ing þess að rétt væri útiloka þau frá Samtökunum með því að sam- þykkja ekki breytingatillögur Ríkarður Líndal og vinur hans Mark Renshaw urðu á vegi Báru Ijósmyndara þann 27. júní síðastliðinn. þeirra. Margrét Pála svaraði henni réttilega að það léki vafi á réttmæti breytingatillagna tvíkynhneigðra því samkvæmt skilgreiningu gild- andi laga þá væri félagsaðild þeirra ólögleg. Að undirlagi Þor- valdar Kristinssonar var hins veg- ar talið rétt að kanna hugi fólks sem lyktaði með því að tillögur vom felldar og vísað frá flestum með yfirgnæfandi meirihluta. Það lá þó í loftinu að stór hópur þeirra sem fundinn sátu teluraðennmegi skoða þann hluta laganna sem fjallar um félagsaðild og ekki ólík- legt að þráðurinn verði tekinn upp á næsta aðalfundi. Félagið stofnað Tveimur vikum eftir aðalfund kom í ljós að tvíkynhneigðir og stuðningsfólk þeirra höfðu í einu atriði fylgt ráðleggingum Guð- rúnar Gísladóttur og stofnað sitt eigið félag. Félagið, réttindafélag samkynhneigðra og tvíkyn- hneigðra, telur í dag 46 félaga og byggir lög sín og starfsemi að miklu leyti á sama grunni og Sam- tökin 78. Félagsaðild er öllum heimil sem vilja berjast fyrir rétt- indum sam- og tvíkynhneigðra án tillits til kynhneigðar viðkomandi. Félagar Félagsins hafa komið fram í blöðum og sjónvarpi til að kynna sín mál og eru nú í leit að húsnæði. Fulltrúi borgarstjóra hefur gefið þeim vilyrði fyrir hús- næði sem virðist þó ekki ganga eft- ir þannig að Félagið leitar nú ann- arra leiða. Sigurbjöm Svansson, málsvari Félagsins, telur mikil- vægt að Samtökin 78 og Félagið geti starfað saman í réttindabar- áttu um sameiginleg málefni og segist vona að ekki ríki særindi milli fyrrverandi deiluaðila. HÖ Átök á aðalfundi Samtakanna 78 Nýtt félag A aðalfundi Samtakanna 78 í mars voru lögð fyrir og samþykkt ný félagslög, og í framhaldi af því gengu níu félagsmenn af fundi og sögðu sig úr Samtökunum 78. Ástæða úrsagnar þessa fólks var frávísun breytingatillagna þeirra við nýtt lagafrumvarp sem heimilað hefði tvíkynhneigð- um að gerast fullgildir meðlimir í Samtökunum undir eigin formerkjum.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.