Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Síða 5

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Síða 5
SJÓNARHORN 5 Af innri og ytri hindrunum eftir Lönu Kolbrúnu Eddudóttur Þegar ég, nýkjörin forkona í annað sinn, settist niður í sumarleyfinu og lét hugann reika var ég hreint ekki viss um hvaða hjartans mál ættu erindi til lesenda Sjónar- horns. Eitt leiddi þó af öðru og ég ákvað að byrja skrifin á hugleið- ingu um það hvílíkt happ slagurinn um tvíkynhneigð var fyrir Sam- tökin 78. Ekki svo að skilja að mér hafi þótt úrslit orrustunnar að öllu leyti góð. Hins vegar höfum við öll þörf fyrir að brýna vopnin öðru hverju og burtséð frá því hvernig þessi fyrsta lota í stríðinu fór, er ég þess fullviss að við höfum gott af því að tala um kynhneigð, okkar eigin og annarra. Enda er öll mál- efnaleg umræða af hinu góða, hún kemur okkur til að skoða gaum- gæfilega í innstu hugskotin í stað þess að líða hugsunarlaust með straumnum. Stóra spumingin er auðvitað hvort samkynhneigðir og tvíkynhneigðir eigi einhverja samleið í réttindabaráttu sinni. Sjálf held ég að við séum ekki búin að bíta úr kynhneigðarnálinni og hvet til áframhaldandi umræðu á þeim vettvangi. Við ættum kannski að leggja eins og einn fé- lagsfund næsta vetrar undir „sexúalpólitískar" umræður með bæði innanfélags og utanaðkom- andi fyrirlesurum, það gæti orðið skemmtilegt! Stolt eða skemmtana- sjúk? Slagurinn um tví-tví var happ að því leyti að hann vakti félagsmenn af Þyrnirósarsvefni og til umhugs- Um síðustu áramót tók Petrína Ás- geirsdóttir félagsráðgjafi til starfa á Borgarspítalanum sem sérlegur félagsráðgjafi allra þeirra sem hafa smitast af HIV. Skrifstofa hennar er á gangi A7, og síminn er 91-696682 (bein lína). Einnig er hægt að ná sambandi við hana gegnum skiptiborð í síma 696600. Símatími Petrínu er milli kl. 10-11 á morgnana en hægt er að ná sam- bandi við hana flesta daga milli kl. 8-14. Petrína hlaut menntun sína í Noregi en hefur undanfarin þrett- án ár starfað hér á landi og er því margreynd á vettvangi félagsráð- gjafar. Hún hefur unnið sem fé- lagsráðgjafi meðal alkohólista, unglinga, og á vegum öldrunar- deildar Reykjavíkurborgar. Á Borgarspítalanum aðstoðar hún HlV-jákvæða og aðstandendur þeirra og er ævinlega fús til að ræða við fólk sem vill fara í unar um hvert við ætlum okkur og til hvers er barist. Eða er ekkert barist? ÞvíhéltMagnúsSkarphéð- insson fram í skeleggri ræðu á síð- asta aðalfundi. „Þetta er skemmti- félag,“ sagði hann og það er alveg satt. Stór hluti af starfi Samtak- anna 78 er að halda úti opnu húsi, bókasafni og dansleikjum og allt þetta má vissulega telja til skemmtana. En við getum einung- is barist kröftuglega út á við ef inn- viðir félagsins eru sterkir og þá styrkjum við með samveru í hinu innra félagsstarfi. Þegarvið eigum saman góða stund treystum við vinabönd og kynnumst nýju fólki á okkar vettvangi. Undirbúningur hátíða félagsins, bæði lítilla og stórra, virkjar krafta fólks og kveikir í því áhuga fyrir áfram- haldandi starfi innan félagsins. Á þann hátt tengist fólk félaginu sínu og getur lagt sitt lóð á vogarskál- arnar. Bókasafnið er til dæmis ómetanlegur dýrgripur og sann- kallað hjarta félagsins. Ekki að- eins vegna fjársjóðanna sem þar eru geymdir á prenti, heldur líka vegna þess að þar er gott að koma og bókasafnið er griðastaður þeirra sem eru að stíga sín fyrstu, og oftast nær erfiðu skref í átt til sjálfsvirðingar og betra lífs. Við getum flest verið sammála um að langtímamarkmið Samtak- anna 78, og væntanlega allra lesbía og homma, er að vinna lífs- stíl okkar sess og viðurkenningu í samfélaginu. Ekki misskilja mig þegar ég tala um lífsstfl - ég er ekki að meina að samkynhneigð sé sjálfvalin eða áunnin. Eg á bara við að við getum valið um það að lifa mótefnamælingu en þarf hug- hreystingu og aðstoð til þess. HIV- smitaðir sem sótt hafa stuðning til Petrínu láta mjög vel af aðstoð- inni. Sjónarhom hvetur alla þá sem sækjast eftir andlegum og fé- lagslegum stuðningi í glímunni við veiruna að mæla sér mót við Petrínu í góðu tómi. í lygi og ósátt við okkar innstu til- finningar eða koma út úr skápnum og velja okkur eigin lífsstfl, jafn- vel þó hann stangist algjörlega á við þær fyrirmyndir sem er haldið að okkur í uppeldinu. Ef vel er á málum haldið er það mikið gæfu- spor að taka skrefið stóra, viður- kenna sínar innstu tilfinningar og heimta líf á eigin forsendum. Það er innra með hverjum og einum sem mesta baráttan fer fram og sterkasta vopn okkar í réttinda- baráttunni erum við sjálf, stolt og með sjálfsvirðinguna í lagi. Örvkynja hvað? Þegar undirbúningur 27. júní há- tíðarinnar stóð sem hæst, var nokkur umræða um hvort endur- vekja ætti orðið „hýr“ og sýndist nú sitt hverjum. Þá rifjuðust upp fyrir mér skoðanaskipti okkar við Morgunblaðið og lesendur þess síðastliðinn vetur. Við þurfum að vera vel á verði ef við ætlum ekki að vera „kynvillt“, „kynhverf“ eða jafnvel „örvkynja“ í munni al- mennings um ókomna framtíð. Bestu orðin eða hugtökin sem ís- lensk tunga á til í dag eru lesbía, hommi og samkynhneigð. Kostur- inn við orðin lesbía og hommi er sá að þar erum við ekki skilgreind á grunni kynhneigðar. Eg hef hins vegar oft velt því fyrir mér hvaða skilning fólk leggur í hugtökin lesbía og hommi. Þýða þau ein- ungis að viðkomandi er samkyn- hneigður eða lýsa þau lífsstfl? Verður samkynhneigð kona að les- bíu þegar hún kemur út úr skápn- um, en ekki fyrr? Við þurfum alltént að vinna orðunum lesbía, hommi og sam- kynhneigð hljómgrunn í íslensku en Islensk málnefnd er lítt plægður akur og þar mætti taka til hendinni, útrýma ljótum orðskrípum og finna upp fleiri góð og nothæf orð. Að fenginni reynslu vil ég benda á að það er ekki eins erfitt og fólk gæti haldið að koma nýjum orðum inn í íslensku. Þar geta útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar haft geysi- lega mikil áhrif. Við lifum á öld fjölmiðlanna, fátt er sterkara en sjónvarpið og útvarpið og við get- um nú glaðst yfir því að áralangri málfarsbaráttu við auglýsinga- deild rfldsútvarpsins er lokið. Auglýsingar sem byrja á orðunum „lesbíur - hommar“ heyrðust á báðum rásum útvarpsins í vor og birtust einnig í skjáauglýsingum sjónvarpsins. Þarmeð virðist loks- ins vera fengin formleg blessun yfir orðið „lesbía“, en það stóð lengi vel í málfarspótintátum landsins. Öðruvísi mér áður brá! Eyðni eða alnæmi Og áfram verður móðurmálið mér að umhugsunarefni. Við skulum ætla að Páll Bergþórsson hafi Félagsráðgjafi HIV- jákvæðra á Borgarspítala meint vel þegar hann íslenskaði AIDS svo óheppilega með orðinu „eyðni“. Nægir fordómar fylgja sjúkdómnum þó að nafngiftin varpi ekki enn frekari skugga á hann. Áreiðanlegar heimildir herma að dagskipunin til prófarka- lesara á dagblaðinu DV sé sú að nota alltaf orðið „eyðni" og aldrei „alnæmi“. Hvaða hvatir liggja þar að baki er ekki gott að segja, en allir vita hvaða afstöðu ónefndur ritstjóri DV hefur gagnvart lesbí- um og hommum. Eg geri það að tillögu minni að við tökum hönd- um saman um útrýma notkun orðs- ins „eyðni“ og segjum og skrifum þess í stað „alnæmi“. Listgyðjur og sögu- skrif Erþörf á markvissri kennslu í sögu og menningu lesbía og homma? Mér finnst ótrúlegt að það skuli vera til félagar í Samtökunum 78 sem kannast ekki við nafn Roberts Mapplethorpe eða halda að Radclyffe Hall sé næsta hús við Buckinghamhöll! En það er auð- vitað í takt við aðra sögukunnáttu Islendinga af yngri kynslóðinni sem þekkja ekki annan Jón Sig- urðsson en nýja seðlabankastjór- ann. Gleymum því ekki að við lesb- íur og hommar eigum okkur menningu og sögu og við þurfum að standa vörð um sérstöðu okkar og sérkenni. Eitt af skrefunum á þeirri braut er að taka saman sögu lesbía og homma á Islandi, sögu sem var löngu hafin þegar Sam- tökin 78 voru stofnuð. Vonandi berum við gæfu til þess að finna krafta til söguritunar áður en öldin er á enda. Og Samtökin 78 snúast ekki bara um réttindabaráttu og skemmtanir. Öllum hlýtur að vera ljóst að hlutur lesbía og homma í listsköpun þjóðanna er miklu stærri en sem nemur hlutfalli okk- ar í mannhafinu. Með einfaldri liðskönnun í vina- og kunningja- hópnum fann ég myndhöggvara, málara, myndbandagerðarmenn og konur, ljósmyndara, rithöf- unda, ljóðskáld og tónlistarfólk. Þetta er engin tilviljun - það eru mörg okkar sem þjóna listgyðj- unni, en hvemig stendur á því og hvenær megum við búast við list- sýningar undir formerkjum lesbía og homma? Hvenær linnir felu- leiknum? Ég leyfi mér blákalt að halda því fram að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt að lesbíur og hommar þessa lands komi úr felum. Trúlega bjargast mannslíf á hverju ári með starfi Samtakanna 78, og þegar það er haft í huga eru það ekki miklar upphæðir sem ríki og borg reiða af hendi til starfsins. Sú stað- reynd að Samtökin 78 fá þó árleg- an styrk, sýnirað yfirvöldhafa ein- hverja hugmynd hversu mikilvægt starf félagsins er. Sem dæmi má nefna að blaðið sem þú ert að lesa núna er fjármagnað að mestu leyti með útgáfustyrk frá Reykjavíkur- borg. Það að „koma út“ er lífstíðar- verkefni. Fyrsta og stærsta skrefið er að sættast við tilfinningamar og „koma út“ gagnvart sjálfum sér. Þá fylgja vinir, systkini, foreldrar, skóli og vinnustaður á eftir. Þetta eru svo sem engin ný sannindi og ég væri nú ekki að skrifa um þetta sérstaklega ef ég hefði ekki komist í merkilega bók í sumarleyfinu. Samtíðarmenn heitir hún og þar kennir ýmissa grasa. Mörg kunnugleg andlit lesbía og homma brostu við mér á síðum bókarinnar en við nánari lestur fann ég einungis tvo homma sem höfðu kjark til þess að skrá maka af sama kyni. Hinir hommarnir og lesbíurnar völdu að láta eins og þau lifðu einlífi eða skráðu jafnvel maka af gagnstæðu kyni! Til hvers? Getum við búist við því að þjóðfélagið virði lífsstíl lesbía og homma ef við getum ekki sagt sannleikann í einföldu uppsláttar- riti? Við verðum að horfast í augu við það að okkur verður ekkert ágengt í baráttunni nema að ryðja fyrst úr vegi öllum hindrunum innra með okkur sjálfum. Ljósmynd HRA

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.