Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Page 9

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Page 9
SJÓNARHORN 9 drekkum við eftir Hauk F. Hannesson vinnur úr henni, sumum tekst það vel, öðrum rniður. Þegar hommar og lesbíur koma úr felum er slíkt aðeins fyrsta skrefið í baráttunni við sjúkdóminn hómófóbíu. Sjálfshatur og innri hómófóbía, sem verið hefur hluti af skápalíf- inu, verður einungis upprætt á löngum tíma og til þess þarf hvetj- andi umhverfi og möguleika á að rækta sjálfsmynd sína á jákvæðan hátt. Þegar að öll þessi atriði koma saman, afneitun kynhneigðarinn- ar, innri hómófóbía og lausnin í flöskunni, áfengið, þá má búast við því að frelsið sem menn upp- lifa við það að komast í vímu verði mikilvægt í lífi þess sem að því leitar. Því er það oft að drykkjan verður mjög stór hluti af því að lifa lífinu sem hommi eða lesbía, og oft á tíðum virðist sá lífsstíll, að drekka á barnum og að vera sam- kynhneigður, eitt og hið sama. Það sem í fyrstu hjálpar til við að losa um spennu og greiða fyrir sam- skiptum, getur þegar fram í sækir orðið að aðalatriði, sjálf víman skiptir með öðrum orðum öllu máli. Alkohólismi fer ekki í manngreinarálit Miðað við það sem áður hefur ver- ið sagt er ekki óeðlilegt að ætla að nokkuð stór hópur homma og lesbía missi stjórn á áfengisneyslu sinni og verði sjúkdómnum al- kohólisma að bráð. Hér verður ekki gerð nein tilraun til að útskýra af hverju fólk verður alkohólistar. Það er hins vegar staðreynd að þessi sjúkdómur fer ekki í mann- greinarálit og spyr hvorki um stétt, stöðu né kynhneigð. Þegar fjallað er um alkohól- isma er hann oftast skilgreindur sem sjúkdómur. Þetta leiðir hug- ann að þeim tímum þegar að sam- kynhneigð var skilgreind sem sjúkdómur, en áratugir eru síðan að slík skilgreining var aflögð. Það er sem sé ljóst að samkynhneigð er ekki sjúkdómur og að alkohólismi er sjúkdómur. Það mætti kannski lengja þennan sjúkdómalista og bæta bæði hómófóbíu og afneitun við. Afneitun er sá sjúkdómur sem hvað hættulegastur er samkyn- hneigðum alkohólista. Sé um að ræða tvöfalda afneitun, bæði á kynhneigð og á alkohólisma, er úr vöndu að ráða. Hommar og lesbíur eru sérfræðingar í afneitun vegna þeirrar löngu þjálfunar sem þau hafa í henni. Þau hafa verið neydd til að tileinka sér hómófóbísk gildi þjóðfélagsins og lifa samkvæmt þeim. Þegar einhver kemur úr fel- um, er stærsti hluti þeirrar gerðar sá að hætta að afneita sínu innsta eðli og að koma fram í dagsljósið. Þetta á líka við um alkohólisma. Upphaf þess að kljást við drykkju- vandamál er að viðurkenna að það sé til staðar. Tölurnar tala Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á alkohólisma í samfélögum samkynhneigðra, virðist hann vera býsna algengur. Flestum rannsóknum ber saman um að milli 30%-35% af hommum og lesbíum eigi við drykkjuvanda- mál að stríða. Sambærilegar tölur úr rannsóknum þar sem markhóp- urinn er ekki skilgreindur sem samkynhneigður, er að 10% alls almennings glími við sambærileg drykkjuvandamál. Þetta eru at- hyglisverðar tölur. Ekki mun gerð nein tilraun til að útskýra hvemig á þessum mikla mun stendur, en víst er að margar skýringar eru til. Eitt er þó ljóst, að samkynhneigð orsakar ekki alkohólisma og al- kohólismi orsakar ekki samkyn- hneigð. Margir fræðimenn hafa leitað skýringa í því að áfengi losi um spennu sem skapast vegna sér- stöðu og aðgreiningar hópsins frá þjóðfélaginu almennt, og vísa þá til rannsókna á öðrum þjóðfélags- hópum sem á einhvern hátt falla ekki inn í almennt gildismat þjóð- félagsins, þar sem niðurstöður eru ekki ólíkar. Hvað um það, hér er um töluvert vandamál að ræða og nauðsynlegt fyrir samkynhneigða og samtök þeirra að taka afstöðu til þess. A árum áður, þegar skemmti- staðir voru einu staðirnir þar sem hommar og lesbíur hittust, lá við að öll umræða um alkohólisma innan hópsins væri tabú. Nú á dög- um eru fleiri möguleikar á félags- lífi - það er val um hvort það er stundað með áfengi í farteskinu eða ekki. Eftir sem áður er barinn, veiðistaðurinn, mikilvægur hluti af menningu samkynhneigðra um allan heim. Svo mun verða um ókomna framtíð og engin ástæða til að fordæma það. Það er hins vegar athugandi hvort það sé ásættanlegt að barinn sé eina upp- spretta félagslegra samskipta í hópnum. Nauðsyn þess að eiga val er mjög mikilvæg. Meðferð samkyn- hneigðra alkohólista Það er þessi nauðsyn, að eiga val, sem rekur marga homma og lesb- íur til þess að leita sér hjálpar vegna áfengisneyslu sinnar. Marg- ir fara á meðferðarstofnanir fyrir alkohólista og ná bata í AA-sam- tökunum. Víst er hægt að segja að samkynhneigður alkohólisti sé ekkert öðruvísi en aðrir alkohólist- ar, en slrk fullyrðing er samt sem áður hæpin. Það er talið að bati hefjist ekki hjá alkohólista fyrr en hann viðurkennir að hann sé al- kohólisti og hafi misst stjórn á eig- in lífi. Þá aðeins sé hægt að hefja uppbyggingu. Margir samkyn- hneigðir alkohólistar sem hafa drukkið árum saman og falið kyn- hneigð sína koma úr felum í með- ferð. Þeir þurfa ekki einungis að viðurkenna að þeir séu alkohólist- ar, heldur einnig að viðurkenna Framhald á bls. 10 Ég, alkohólisti? „Ha?“ 1. Hefurðu á undanfömum tólf mánuðum reynt að hætta vín- drykkju eða vímuefnaneyslu í eina til tvær vikur eða lengur, en ekki náð takmarkinu? 2. Finnurðu til gremju yfirráð- leggingum þeirra sem eru að reyna að fá þig til að hætta drykkjuskap eða vímuefna- neyslu? 3. Hefurðu nokkurn tíma reynt að stjóma áfengisneyslu þinni með því að skipta um vínteg- undir eða snúa þér að öðrum vímuefnum? 4. Hefurðu fengið þér morgun- afréttara síðustu tólf mánuð- ina? 5. Öfundarðu í laumi það fólk sem getur ney tt áfengis án þess að lenda í vandræðum? 6. Hefur áfengis- eða vímu- efnavandamál þitt farið stig- versnandi síðustu tólf mán- uði? 7. Hefur áfengis- eða vímu- efnaneysla þín skapað vanda- mál, endurteknar erjur eða áflog á heimili þínu? 8. Reynirðu að ná þér í auka- drykk þegar framboð á áfengi í samkvæmum er takmarkað eða reynt að „starta vel“ áður en farið er að heiman þegar grunur leikur á að naumt verði veitt í veislunni? 9. Heldur þú því fram að þú getir hvenær sem er hætt að drekka eða hætt vímuefna- neyslu af eigin rammleik, jafnvel þótt þeir sem þekkja þig best eigi auðvelt með að sanna hið gagnstæða? 10. Hefurðu misst úr vinnu vegna áfengis- eða vímuefna- neyslu undanfarna tólf mánuði eða misst af atvinnutækifær- um af þeim sökum? 11. Hefurðu nokkum tíma misst minnið, fengið „black- out“, við drykkju? 12. Hefur þér nokkurn tíma fundist að þú gætir varið lífrnu betur ef þú drykkir ekki eða neyttir ekki vímuefna? Svaraðirðu fjórum sinnum ját- andi -eðajafnvel oftar? Ef svo er, þá er áfengis- eða vímu- efnaneyslan þegar orðin að vandamáli sem líklega fer stigversnandi ef þú horfist ekki í augu við lífið og gerir eitthvað í málinu. Því miður er þetta satt. Það er reynsla okkar sem eitt sinn runnum á rassin- um niður brekkuna.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.