Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Síða 10
10
SJÓNARHORN
Þess vegna
drekkum við
framhald af blaðsíðu 9
Gunnar Rafn Guðmundsson
1954-1993
Það var vor. Það var maí. Það var fallegur sólríkur
dagur þegar ég kynntist þér og mér fannst þú
fallegri en dagurinn. Við vorum nýkomnir út í
sólina, út úr myrkri leikhússins þar sem ég var að
leika og þú hafðir fengið að fylgjast með. Og við
urðum vinir. Af því að vorið kemur alltaf með
gjafir handa okkur mönnunum - náð, von, hlátur
og ást. Vorið býr í höndum sumra manna og gefur
þeim græna fingur og silfurtærar sálir sem ferðast
um tímann bornir uppi af ósýnilegum örmum
vindsins. Þannig fannst mérþú vera Gunni. Vinur
minn og vinur vorsins. Við urðum vorvinir.
Já, og vorið plantaði sér í okkur og bauð upp
á hlátur og ást og nýjar víddir, með Diddú og
Gunnu í baksýn, jafn nauðsynlegar og Esjan og
Akrafjallið og í stað himins var leikhús. Og þú á
þínum sólarskóm og með léttskýjuð augu, alveg
eins og skógarandi, sveifst um með stúdentshúf-
una ofan á síðu dökku hárinu og bauðst mér inn
í sumarið. Sumarið sjötíuogfjögur átti Islands-
byggð afmæli með flugeldasýningu og fyrirheit-
um. Við ákváðum að viðhalda goðsögninni um
álfa og huldumenn hjá samborgurum okkar og
hlupum naktir í hægfara balletthreyfingum í
mjúkri, hlýrri rigningunni um miðja nótt gegnum
Hljómskálagarðinn, alveg að rifna af kátínu, buð-
um síðan skáldinu Jónasi að þegja yfir atburðin-
um og drifum okkur heim í þakherbergið á Mel-
unum þar sem Eagles sungu um desperato og
Elton John eftir sextíu ár og rigningin þæfði takt-
inn á þakinu. Þú endurlékst fyrir mig leikritið um
Lísu í Undralandi og ég söng og þú söngst og svo
sungum við báðir og svo var barasta sungið meira.
Svo tókstu ljósmyndir af mér og ég tók ljósmynd-
ir af þér af því að þú varst með ljósmyndadellu.
Svo var sumarið allt í einu horfið og komið
haust og skóli á Hótel Vík og þú fékkst stóra her-
bergið og komst þar fyrir stóra jámrúminu þínu.
Gunna flutti í eitt herbergið og Diddú í annað og ég
í kommúnu á Laugaveginum og allir urðu ein stór
sál. Þú ætlaðir að verða leikari líka og ég fór út á
land til að leikstýra og við sendum hvor öðmm
myndskreytta drauma á blöðum pökkuðum inn í
önnur blöð.
Svo kemur nóttin og segir Nei,
nákvæmlega þér vildi ég vaka hjá!
Og þú kinkar kolli, segir Já,
komdu inn í vorsins mjúka þey.
Og sólin hlær í sálinni,
sykruð eins og dúfa á flugi,
og segir: Þessi er nýr af nálinni.
Nýgræðingur þú skalt verða ofurhugi!
Fisk á disk og sól og jól.
Vor og þor og smjör og fjör.
Og árin komu og fóm, sumir draumanna rætt-
ust, aðrir ekki. Flest tók á sig aðra mynd og breyt-
ingarnar léku sinn leik í lífí okkar og jafnvel vin-
átta okkar breyttist - varð dýpri, sterkari og hlýrri.
Og nú, nítján árum seinna, kom öðruvísi vor
með öðruvísi maí og öðruvísi ætlan - að bjóða
vorvini sínum, Gunna, útíbuskann. Aðeins honum
einum í þetta sinn, og hann þáði boðið. Við hin
megum koma seinna. Þín verður saknað, silfursál.
Elsku Bjöggi, ég sendi þér alla mína samúð, svo
og allri fjölskyldu Gunnars.
Hörður Torfa
sjálfa sig sem samkynhneigða ein-
staklinga. Hjá samkynhneigðum
alkohólista hefst batinn ekki fyrr
en að hann hefur viðurkennt að al-
kohólismi hans sjálfs sé sjúkdóm-
ur og að samkynhneigð hans sé
ekki sjúkdómur. Þetta er tvöfalt
álag á þann homma eða þá lesbíu
sem leitar sér hjálpar og vill í allri
einlægni leita betra lífs.
Sem betur fer eru meðferðar-
stofnanir á Islandi á síðustu árum
orðnar jákvæðari í afstöðu sinni til
þessarar sérstöðu samkyn-
hneigðra alkohólista. A Vífils-
stöðum, þar sem fram fer meðferð
alkohólista og einnig annarra
fíkla, hefur á undanfömum miss-
emm verið t. d. boðið upp á sér-
hópmeðferð fyrir homma og lesb-
íur sem hluta af dagskrá. Þar er
einnig starfandi opinn hommi sem
áfengisráðgjafi. Sjúkrastofnanir
SAÁ hafa hingað til ekki sinnt
samkynhneigðum alkohólistum
sérstaklega. Er það miður og von-
andi að breyting verði á.
Hómófóbía á meðferð-
arstofnunum
Reynsla homma og lesbía af með-
ferðarkerfinu hér á landi hefur ver-
ið ýmiss konar. I flestum tilfellum
er hún góð, en líka hafa komið upp
tilfelli þar sem dyrunum er skellt á
batamöguleika þess sem er í með-
ferð, með ónærgætinni eða hómó-
fóbískri afstöðu til samkynhneigð-
ar viðkomandi. Skilaboð eins og
þau, að menn hefðu nú aðhafst ým-
islegt í ruglinu og skildu nú ekki
vera treysta þeim tilfinningum
sem hægt er að kalla samkyn-
hneigð, samkynhneigð sé einungis
fylgifiskur fíknar og stjómleysis,
eru einungis til þess fallin að grafa
undan því að sá, sem hefur leitað
sér hjálpar, öðlist bata. Það er von-
andi að slík viðbrögð séu hluti af
fortíðinni og að með auknum upp-
lýsingum verði sjúkdómurinn
hómófóbía kveðinn niður í með-
ferðarkerfinu.
En líf án áfengis er ekki einung-
is fólgið í áfengismeðferð. AA-
samtökin eru virk hér á landi og
þangað leita samkynhneigðir al-
kohólistar til þess að öðlast bata. í
Reykjavík eru tvær AA-deildir
starfandi sem sérstaklega eru ætl-
aðar hommum og lesbíum. Fundir
þeirra fara fram í húsi Samtakanna
78, á Lindargötu 49 í Reykjavík, á
þriðjudögum kl. 21 og á sunnu-
dögum kl. 10:30, en sá fundur er
svokallaður sporafundur þar sem
farið er í gegnum tólf reynsluspor
AA-samtakanna og út frá þeim
unnið samkvæmt reynslu samkyn-
hneigðra alkohólista.
Margir þeir hommar og lesbíur,
sem hætta að drekka, eiga oft í erf-
iðleikum með að sjá fyrir sér hvers
konar lífi þau eiga að lifa. Oft á
tíðum hefur þungamiðja félagslífs
þeirra verið á stöðum þar sem
áfengi er haft um hönd. Það er því
mikið verkefni að byggja upp nýja
tilveru þar sem að ný gildi og nýjar
forsendur ráða ríkjum í stað þess
að teygja sig eftir þessari gömlu
steríótýpísku tilveru sem gerði ráð
fyrir því að eini staðurinn, sem
hamingjan hefði fasta búsetu, væri
hálfrökkvaður veiðibar séður í
gegnum botn á glasi. Það eru hins
vegar aðrir möguleikar og margir
finna sér til mikillar undrunar að sú
einangrun og sá einmanaleiki sem
þeir upplifðu áður fyrr í drykkju
eru ekki til staðar í nýju allsgáðu
lífi, ef grannt er skoðað og mögu-
leikamir nýttir.
Mannleg reisn - jafn-
vægið í lífinu
Það má ljóst vera að áfengi gegnir
miklu hlutverki í lífi samkyn-
hneigðra. Spurningin snýst
kannski ekki um hversu miklu
hlutverki það gegnir, heldur hvers
eðlis hlutverkið er. Er áfengi gleði-
gjafi, hömlulosandi vinur sem
hjálpar hommanum eða lesbíunni
að vera hann eða hún sjálf? Eða er
áfengið hluti af þeirri bælingu sem
samkynhneigðir einstaklingar
verða fyrir frá fæðingu af hendi
þjóðfélagsins, bælingu sem þeir
sjálfir taka síðan við og verða
kannski virkastir í að nota á sjálfa
sig? Það er umhugsunarefni
hvernig hommar og lesbíur taka á
þessum spumingum. Áfengi kem-
ur alltaf til með að vera til, mis-
notkun þess kemur einnig alltaf til
með að eiga sér stað.
Það mikilvægasta í þessari um-
ræðu allri er þó þetta: Einungis
með því að innviðir samfélags
homma og lesbía séu sterkir, ein-
ungis með því að hommar og les-
bíur hafi val um það hvert þau
sækja styrk sinn og stuðning, en
þurfi ekki að leita eingöngu í
vímugjafa, einungis með því að
þjóðfélagið viðurkenni rétt okkar
á við aðrar manneskjur, getum við
orðið einstaklingar sem erum í
stakk búnir til að hafa áhrif á líf
okkar sjálfra. Það er mikilvægt að
samkynhneigðir alkohólistar sem
hætta neyslu geti unnið úr reynslu
sinni og lagt gmndvöll að nýju lífi
í umhverfi sem tekur við þeim og
styður þá skilyrðislaust, eins og
gerist í AA-deildum samkyn-
hneigðra. Það er einnig mikilvægt
að samfélag homma og lesbía þró-
ist þannig að um raunverulegt val
sé að ræða, hvort að það þurfi að
neyta áfengis til þess að öðlast að-
göngumiða í gegnum kvalir af-
neitunar og sjálfsfyrirlitningar til
lífs á eigin forsendum.
Ferðalagið er þegar hafið í átt
að þessu markmiði. Valið er fyrir
hendi. Það er á ábyrgð okkar
sjálfra hvernig við nýtum þetta
val. Einungis þegar hommar og
lesbíur taka ábyrgð á eigin lífi og
eigin tilfinningum getur það frelsi,
sem við þurfum til að lifa í jafn-
vægi við okkar eigin tilfinningar,
ásamt því að lifa í jafnvægi við
umhverfi okkar, orðið að veru-
leika. Þetta á við um sannleikann
um okkur sjálf, sem aðrir sögðu
okkur að væri lygi; þetta á líka við
um áfengi og áhrif þess á þennan
sannleika.
Heimildir:
1. Gay and Lesbian Alcoholics:
AA ’s Message ofHope.
Hazelden Foundation, október
1980.
2. Renée Gasselin & Suzuann
Nice: Lesbian and Gay Issues in
Early Recovery. Hazelden
Foundation, 1987.
3. Dana G. Finnegan & Emily
B. McNally: Dual Identities -
Counseling chemically
dependent gay men and lesbi-
ans. Hazelden Foundation, 1987.
4. Dan Clark: The „New“ Loving
Someone Gay. Celestial Arts, 1987.
5. Eric Marcus: The Male Couple’s
Guide to Living Together. Harper &
Row, New York, 1988.
6. John Michael: The Gay Drinking
Problem - there is a solution. Comp
Care, Minneapolis, Minnesota,
1976.
7. Carolyn Brunner: For concerned
others of chemically dependent
gays/lesbians. Hazelden Foundation,
1987.
8. AA and the Gay/Lesbian
Alcoholic. Alcoholics Anonymous
World Services, Inc., 1989.
9. Gay and Sober - Directions for
Counseling and Therapy, edited by
Thomas O. Ziebold & John E.
Morgan. Harrington Park Press,
Inc., 1985.
10. Sheppard B. Kominars: Accept-
ing Ourselves - The Twelve-Step
Journey of Recovery from Addiction
for Gay Men and Lesbians. Harper
& Row, New York, 1989