Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Qupperneq 12

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Qupperneq 12
12 SJÓNARHORN Myndirnar á þessari opnu tók Bára Kristinsdóttir 27. júní. Til vinstri má sjá Hörð Torfason í hópi félaga fyrir utan Regnbogann. Á síðunni til hægri er hópurinn staddur fyrir framan Stjórnarráðið, og neðst á opnunni rœða þær Halla og Sandra við liðsmann götulögreglunnar um strauma og stefnur, umferðarreglur og hámarkshraða. í greininni hér fyrir neðan veltir Hörður Torfason vöngum yfir sögu ogframtíð samtaka okkar og Helena Önnudóttir hugleiðir máliðfrá sínum sjónarhóli. Vangaveltur eftir Hörð Torfason Það hefur tæplega farið framhjá neinum sem lætur sig málefni Samtakanna 78 (hér skammstaf- að S 78) einhverju skipta að stefnt er að því að halda upp á „alþjóðlegan hátíðisdag homma og lesbía“ með veislu á vegum S 78 nú í lok júní. Það er dæmigert fyrir banda- rískan hugsunarhátt að gera slíkan dag „alþjóðlegan“, en þurfum við að dansa eftir þeirra pípu? Hafa Bandaríkjamenn gert eitthvað fyr- ir okkar baráttu? Ekki mér vitandi. Mér finnst það gott hjá Banda- ríkjamönnum að hafa skapað sinn „alþjóðlega baráttudag fyrir homma og lesbíur“, þeir eru svo alþjóðleg þjóð og ég óska þeim góðs gengis. En mér finnst það aðeins tákn- rænt fyrir ósjálfstæðan og leiði- taman hugsunarhátt, mér liggur við að segja steinrunnið gelt og harðniðursoðið viðhorf, að núver- andi stjóm S 78 leggi svona mikla áherslu á þennan dag sem hefur ekkert haft að segja fyrir baráttu íslenskra homma og lesbía í gegn- um tíðina, á sama tíma og við í S 7 8 höfum ærna ástæðu til að fagna fimmtán ára áfanga í okkar baráttu hérlendis. Það er hrein og bein móðgun við S 78 ef á að halda upp á afmæli þess með þessum hætti á þessum degi. Ut af fyrir sig er ég ekkert yfir mig hissa þegar ég hef í huga þau amerísku áhrif sem em svo áberandi hérlendis. Kannski vilja sömu einstaklingar halda 4. júlí hátíðlegan og strika yfir 17. júní? Man enginn afmæli okkar? Nýlega var haldinn dansleikur á vegum S 78 og nýkjörinn formað- ur tók að sér að vera kynnir. Þar var ekki einu einasta orði eytt í að minna fólk á afmæli S 78. Hvers vegna ekki? Eru S 78 minna virði en einhver amerískur dagur? Gerir fólk sér grein fyrir hversu gífurleg áhrif S 78 hafa haft á þjóðfélag okkar og gera enn og eiga eftir að hafa meiri áhrif? Er ekki full ástæða til að minnast afmælis S 78 frekar en merkisdags í amerískri baráttu? Það var gott skref í barátt- unni í því landi og gott eitt um það að segja og sýnir að þarlendir virð- ast hafa sjálfsvirðinguna í lagi. Þegar ég hugsa til þess hvaða atvik og kringumstæður urðu til þess að uppreisn braust út á Stone- wall-barnum í Christopher Street á sínum tíma, fölnar það í saman- burði við tilurð, fyrirhöfn og erfið- leika sem fylgdu því að stofna S 78 hérlendis. En undmn mín er meiri þegar ég hugsa til þess að hvergi virðist gerð hin minnsta tilraun til að halda upp á stofnun S 78 sem varð þó fimmtán ára þann 11. maí Oll sagan á erindi til komandi kynslóða • • eftir Helenu Onnudóttur Eftir að hafa lesið vangaveltur Harðar Torfasonar þótti undir- ritaðri ekki annað fært en að viðra eigin vangaveltur og reyna að skýra að einhverju leyti við- horf þeirra sem unnu við undir- búning hátíðarhaldanna 27. júní. Að mínu mati var það ekki ósjálfstæður og leiðitamur hópur sem vann daga og kvöld að bréfa- skriftum, símhringingum, inn- kaupum, hönnun á bolum, spjöld- um, fánum, slagorðum á íslensku og öðmm undirbúningi þess að há- tíðahöldin yrðu okkur til ánægju og sóma. Þennan dag var ekki ver- ið að halda upp á afmæli Samtak- anna 78 heldur var markmiðið að skemmta okkur sjálfum og gera okkur og kröfur okkar sýnilegar með skrúðgöngu um miðbæinn. Það er rétt hjá Herði að Samtökin 78 hafa haft mikil áhrif á þjóðfélag okkar og það er full ástæða til þess að halda afmæli þeirra hátíðlegt, en að mínu mati er 27. júní líka okkar dagur. I mínum augum voru það ekki Bandaríkjamenn sem sköpuðu þennan alþjóðlega bar- áttudag heldur lítill hópur homma sem hafði kj ark til að standa upp og mótmæla því misrétti og þeirri niðurlægingu sem samkynhneigð- ir urðu fyrir í eigin þjóðfélagi. Þetta misrétti finnum við í nær öll- um samfélögum og tel ég það nauðsynlegt að lesbíur og hommar sem alþjóðlegur minnihlutahópur standi saman í baráttu sinni gegn gagnkynhneigðu regluveldi í stað þess að fara í hártoganir um pólitík einstakra landa. Eg get að sama skapi ekki samþykkt þá fullyrð- ingu Harðar að barátta lesbía og homma í Vesturálfu hafi ekki haft nein áhrif á baráttu Samtakanna 78. Með fullri virðingu fyrir því fólki sem hóf baráttu fyrir réttind- um samkynhneigðra hér á Islandi, þá leyfi ég mér að efast um það að þau hafi ekki haft fyrirmyndir frá öðrum löndum, hvort sem þær voru ættaðar frá Bandaríkjunum eða öðrum löndum. Að stofna félag og halda í því lífinu Ég hef nú í stuttu máli lýst því fyrir hvað 27. júní stendurí mínum aug- um, en þar til ég las grein Harðar hefur 11. maí einungis merkt ver- tíðarlok á mínu dagatali. Ég held ég megi fullyrða að stór hluti fé- laga í Samtökunum 78 verði að játa á sig sömu fáfræði og ég hvað viðkemur afmælisdegi Samtak- anna 78 og þar af leiðandi skorti á hátíðahöldum þann dag. Það er því þörf og góð ábending hjá Herði að skrásetja þurfi sögu Samtakanna og eftir lestur greinar hans tel ég það nauðsynlegt. Sjálf hef ég ekki persónulega kynnst Samtökunum og starfsemi þeirra nema nokkur undanfarin misseri og hefði ég ekki fyrir forvitnis sakir aflað nokkurra upplýsinga hjá ýmsum aðilum um sögu þeirra, þá stæði ég líklega í þeirri trú eftir lestur grein- ar Harðar að hann hefði upp á eigin spýtur stofnað og rekið Samtökin 78. Það er rétt að Hörður á allan heiður af því að hafa komið á stofnfundi og lagt ákveðinn jarð- veg, m. a. með því að setja saman lög og stefnu fyrir félagið, en að mínu mati er það eitt að stofna fé- lag og annað að halda í því lífinu. í grein sinni þakkar Hörður því fólki, sem staðið hefur í barátt- unni, miklar fórnir og óeigin- gjarna vinnu, en ég hefði viljað sjá þar nöfn a. m. k. tveggja manna, Guðna Baldurssonar og Þorvaldar Kristinssonar, þvíþað erað stórum hluta fyrir þeirra tilstilli að Sam- tökin 78 eru það sem þau eru í dag. Einnig tel ég ekki koma nógu vel fram hjá Herði mikilvægi þeirra grasrótarsamtaka sem Iceland Hospitality var og þann jarðveg sem þau höfðu þó lagt. Hlutlaus og fagleg söguritun Ætlun mín með þessum pistli er ekki að kasta rýrð á þá vinnu sem Hörður hefur lagt í baráttu fyrir réttindum og viðurkenningu sam- kynhneigðra, bæði með Samtök- unum 78 og með lífi sínu og starfi, heldur benda á nauðsyn þess að sagan sér skráð á hlutlausan og faglegan hátt svo hún komist öll til skila til komandi kynslóða. Ég vil ljúka þessum skrifum mínum með því að þakka Herði verðuga ábendingu um nauðsyn þess að lesbíur og hommar skapi sér já- kvæð orð á íslensku um sjálf sig og sinn lífsmáta, jafnt ungliðar sem aðrir. Með kveðju - Helena Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.