Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Qupperneq 13

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Qupperneq 13
SJÓNARHORN 13 UE5W» OG [HOWEMAR ÍRU » I ÍM.LUM I STETTUWJ síðastliðinn. Engin viðleitni hefur verið af hálfu stjórna S 78 til að skrá sögu félagsins og er þeirri til- lögu hér með komið á framfæri til sagnfræðinema sem kjörið við- fangsefni í ritgerð. Þar sem ég er aðalhvatamaðurinn að stofnun S 7 8 þykir mér rétt að greina frá ýms- um atriðum um stofnun þeirra, svona rétt til að upplýsa núverandi stjóm og þá sem áhuga kynnu að hafa á málinu. „Ekkert helvítis félag til að fá mér drátt“ Höfundur greinarinnar hóf þessa baráttu með frægu viðtali sem tek- ið var á sjálfan kvenréttindadaginn 19. júní 1975 (gat ekki verið betri dagur til verksins fyrst engin karl- réttindadagur er til) og birtist um haustið sama ár, (svo baráttan nær reyndar átján ár aftur í tímann). Viðbrögðin urðu gífurleg, mér hefur oft fundist eins og ég hafi kveikt ljós í heimi þar sem áður ríkti algjört myrkur og menn skipt- ust í tvo misstóra hópa þar sem annar þeirra (sá stærri) vildi slökkva ljósið þegar í stað og það með ofbeldi, en hinn (sá minni) þrjóskaðist við og stóð vörð um þessa ljóstým. Að lokum varð ég að flýja land vegna ofsókna í ýms- um myndum svo sem sífelldra símahótana, margvíslegra árása á götum úti og beinna hótana um líf- lát af hálfu manna sem vom síðar fangelsaðir í tengslum við hvarf tveggja manna sem aldrei hafa fundist og þar á ég við Geirfinns- málið svokallaða. Við Islendingar eigum ljóta sögu um ofsóknir og ofbeldi í garð samkynhneigðra og það var ekki að ástæðulausu að greinarhöfundi fannst meira en nóg komið af slíku og samþykkti að nota sér aðstöðu sína sem þekktur tónlistarmaður og leikari til að hefja baráttuna gegn sinnu- leysi, vanþekkingu, reiði og ótta sem ríkti bæði hjá samkynhneigðu fólki og gagnkynhneigðu. Seinna kom ég hingað til lands í september 1977, en í millitíðinni hafði sjálfsbjargarviðleitni ís- lenskra homma leitt til þess að þeir höfðu fengið sér pósthólf til að komast í snertingu við umheiminn undir nafninu lceland Hospitality, en innan þeirra veggja var ekki um neitt pólitískt starf að ræða, heldur umræðugmndvöll og nokkurs konar vegvísi fyrir þá samkyn- hneigðu ferðamenn sem komu hingað. En Samtökin 1978 voru formlega stofnuð með lófaklappi rúmlega tuttugu karlmanna fimmtudagskvöldið 11. maí 1978 klukkan 22.20 á heimili mínu í Sólheimum. Og segir það sína sögu að ég hafði nær stanslaust unnið að þessu máli frá því í sept- ember 1977 og hvatt menn til dáða og útskýrt fyrir þeim í hverju það væri fólgið að við stofnuðum bar- áttufélag, ekki aðeins gegn ríkj- andi viðhorfum, heldurog ekki síst til að efla sjálfsvitund okkar og virðingu. Það gekk á ýmsu þennan tíma, en alltaf verður mér eftir- minnilegast svarið sem ég fékk í dyragættinni hjá einum strákanna, og lýsti vel ástandinu að mínu mati, þegar hann sneri upp á sig í dyragættinni og sagði snúðugt: „Ég þarf sko ekki að ganga í eitt- hvert helvítis félag til að fá mér drátt.“ Svo skellti hann á mig hurð- inni. Engar konur fundust Ég stóð fyrirfjórum undirbúnings- fundum og gerði ítrekaðar tilraun- ir til að finna lesbíur til að vinna í hópnum. Þær sem vildu vera með voru langt frá því að vera vissar um tilfinningar sínar, voru hikandi og tvístígandi, og að lokum þess vegna beðnar, af þeim sem þetta ritar, að halda sig frá fundunum vegna óróa sem skapaðist af nær- veru þeirra og þótti mér sú mála- lyktan miður. En mikið var í húfi og stór hópur hótaði að hætta við allt saman ef þama væri fólk sem ekki væri samkynhneigt. Menn óttuðust mest að út spyrðist hveijir væm á þessum fundum og það kynni að skaða þá. Einkenndist allt þetta undirbúningstímabil af mik- illi spennu og ótta manna við að upp um þá kæmist og myndu þar af leiðandi tapa vinnu og húsnæði. Varð að merkja kirfilega öll útsend gögn til að koma í veg fyrir leka til fjölmiðla eða aðra hugsanlega misnotkun. Okkur tókst þó að stofna sam- tök fyrir lesbíur og homma á ís- landi og síðan hefur okkur tekist með sameiginlegu átaki að stór- breyta viðhorfum í okkar garð, bæði annarra og okkar sjálfra. Þetta hefur kostað miklar fómir og óeigingjama vinnu þeirra sem að hafa staðið og allt það fólk á þakkir skilið fyrir framlag sitt. Getið þið ímyndað ykkur ástand okkar mála í dag ef við hefðum ekki haft S 78, t. d. þegar alnæmisbylgjan skall yfir okkur? Leitin að orðunum Hér hef ég aðeins stiklað á mjög stóru, enda ekki ætlunin að fara út í nánari útlistanir að sinni. En eitt get ég með sanni sagt að ég er stolt- ur af því fólki sem hefur lagt hönd á plóginn, bæði leynt og ljóst. Þess vegna spyr ég: Er ekki komið að okkur sjálfum að velja okkur ár- legan dag til að fagna öllum okkar eigin sigmm? Eða er fólk svo sof- andi að það geri sér ekki grein fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað hérlendis allt frá svo að merki samkynhneigðra var reist úr skítn- um og niðurlægingunni fyrir átján ámm og þrem árum seinna stofnuð S 78 og fram til dagsins í dag þar sem við sjáum, skynjum og finn- um fyrir þeim framfömm sem við höfum sjálf unnið sleitulaust að? Það er ólíkt saman að bera ástand dagsins í dag eða svo sem var fyrir átján ámm. En ekkert jákvætt hef- ur gerst né gerist í málefnum okkar nema við vinnum sjálf að fram- gangi þeirra. Það er einföld stað- reynd sem við ættum alltaf að hafa í huga. Okkur sem unnum að stofnun S 78 varð það fljótlega ljóst að ís- lenskuna skorti öll jákvæð orð til að lýsa okkur (meira en nóg var til af niðrandi, ljótum lýsingarorð- um), en á stofnfundi kom fram fá- tækleg tillaga frá mér um sama- kynsfóllc, svona til að byrja einhvers staðar. Síðan skrifaði ég Islenskri málnefnd bréf og bað hana að athuga málið. Einnig var okkur ljós vanmáttur okkar og skortur á fyrirmyndum (samanber að gagnkynhneigt fólk gat tekið foreldra sína sér til fyrirmyndar í hegðun og hátterni, en við ekki). Við vorum sem sagt í startholunum og það sem bjargaði okkur var vilji okkar til betra lífs á okkar eigin forsendum, löngun okkar til að skilja okkur sjálf og öðlast meiri og betri sjálfsvirðingu og jákvæð- an orðaforða yfir tilfinningar okk- ar og viðhorf. Og okkur miðar áfram. s Ottinn við íslenskuna Því verður mér hugsað til þeirrar áráttu sem hefur einkennt ungliða- hreyfingu félagsins að taka upp á því að láta prenta ýmis slagorð um samkynhneigð á boli sem þau seldu og er gott eitt um það að segja nema að slagorðin voru á ensku. Það vottaði ekki fyrir sjálf- stæðri hugsun né tilhneigingu að orða málið á íslensku. Ég spurði nokkur þeirra hvers vegna svona væri farið að málunum, hvers vegna þau tjáðu sig ekki á eigin máli? S vörin sem ég fékk voru á þá leið að íslenskan væri svo hall- ærisleg að hún hefði ekki rétt orð yfir það sem þau vildu segja. En hvemig eigum við að eignast eigin orðaforða yfir tilfinningar okkar ef við reynum ekki að tjá okkur á eig- in máli, jafnvel þótt það sé hall- ærislegt í fyrstu? Tillögur að áletr- unum á boli eru margar og vil ég hér tilgreina nokkrar: Sonur minn er ekki hommi, ég er það - Ég er sódó og sæl með það - Konan mín elskar brjóstin á mér - Elskhugi minn erhommi - Samtökin 78 em félagið mitt. Við verðum að skapa jákvæð orð yfir okkur sjálf og viðhorf okk- ar. Ef við lítum í orðabækur þá er urmul að finna af ljótum, sóðaleg- um, niðrandi orðum, sérstaklega um okkur hommana. J afn vel þar er að finna þá útskýringu að sódómía sé það að vera hommi. Mér vitandi er sódómía kynferðisleg athöfn sem á engan hátt er bundin homm- um frekar en öðrum manneskjum. Ég heyri marga innan S 78 nota hneykslunartón um einstaklinga sem þeir fullyrða að eyðileggi með hegðun sinni allt það sem S 78 er að byggja upp. Þetta sama fólk spyr ég: Dæmið þið t. d. allt gagn- kynhneigt fólk eftir hegðun rónans á götunni eða hegðun Hitlers? Slíkur málflutningur á ekki heima innan okkar raða, heldur samstaða þar sem réttur og sér- kenni hvers einstaklings eru virt. Það eru grundvallarkröfur okkar, ekki einhver tvískinnungsháttur, sérgæði og hroki. 19. júní 1993. Millifyrirsagnir eru blaðsins.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.