Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Blaðsíða 14

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Blaðsíða 14
14 SJÓNARHORN PENNAVINIR Tveir Akureyringar, 20 og 23 ára, óska eftir að komast í kynni við aðra homma með vináttu í huga. Látið í ykkur heyra, strákar! Svar sendist blaðinu sem allra allra fyrst, merkt: „Sjónar- horn 20-23“ Jeg er en norsk gutt pá 30 ár som pnsker á komme i kontakt med en gutt (?-30 ár) fra Island. Jeg bor i Oslo og har en jobb i norsk TV. Er 183 cm, 80 kg, mell- omblond hár og blá/brune 0yne. Liker á reise rundt i verden og vil bes0ke Island i 94-95. Ellers sá er jeg en glad, gay og OK gutt. Háper pá mange svar. Vi ses. Nils-Inge Bergan Postboks 9251 Grönland N-0135 Oslo - Norge I am looking for an Iceland- ic penpal. Please, please, help me! Paul Burns 132 Evesham Road Headless Cross Redditch, Worcs. B97 5ER England. Gay man, 29 years old, wants to correspond with gay men in Iceland for fri- endly relations. A photo would be appreciated. Best regards. Papa Voniane P.O.Box 21672 Dakar - Senegal I am a Greek boy who loves the Nordic countries, and I would like to correspond with Icelandic men. My age is 22 and I have brown hair and brown eyes, and not a bad looking boy at all. Plea- se write to: Constantine Papadakis 70 Galatsiou Avenue GR- 111 40 Athens Greece. I am 22 years old German boy, studying education of blind and multiple disabled children at the university of Dortmund. Last summer I spent one week in Iceland, and I am very interested in the landscape, nature and culture of your country as well as the Icelanders. I’m interested in nature, ecology and organic vegeterian food. Love cinema, shopp- ing, sitting in cafés, watching TV, talking to fri- ends for hours, „live“ or by telephone. I love all kinds of music: classical, folk, rock, pop, techno. I’m tend- er, romantic, sensitive, humorous, bright guy. Beli- eve it or not! Is there any companion? Christian Rösch Vogelpothsweg 110 44227 Dortmund Deutschland Alþjóðleg alnæmisráðstefna í Berlín Nýgengi sjúkdómsins stendur í stað hjá hoinmmn - eykst meðal gagnkynhneigðra Þann 7.-11. júní sl. fór fram al- þjóðleg ráðstefna um alnæmi í Berlín. Þessi ráðstefna er sú ní- unda í röðinni og sóttu hana sér- fræðingar frá flestum löndum heims. I þeim hópi voru þeir sem fást við rannsóknir á alnæmi, þeir sem annast um þá sem sjúk- ir eru og einnig fólk sem vinnur að forvörnum. Ráðstefnur þess- ar hafa í auknum mæli fjallað um víðara svið heldur en það sem eingöngu snýst um beinar rannsóknir á alnæmi og leitinni að lækningu á því. Rannsóknirn- ar og aðrar upplýsingar um út- breiðslu sjúkdómsins halda þó áfram að vera eitt mikilvægasta umfj öllunaref nið. Að sögn Ríkarðar Líndal sál- fræðings, framkvæmdastjóra Al- næmissamtakanna, sem sótti ráð- stefnuna, kom fram að nú eru 14 milljónir manna í heiminum smit- aðar af HlV-veirunni, þar af er ein milljón barna. Af þessum fjölda er áætlað að tvær og hálf milljón séu með alnæmi á lokastigi. Þessartöl- ur fela í sér 25% aukningu frá árs- byrjun 1992. Aætlanir gera ráð fyrir að um aldamótin verði um 40 milljónir manna smitaðir af HIV- veirunni, haldi svo áfram sem horfir og ekkert verði gert til að stemma stigu við faraldrinum. Færri hommar smitast hlutfallslega Hommar og tvíkynhneigðir karl- menn eru nú stærsti hópur þeirra sem smitaðir eru í Evrópu. Þetta er hins vegar að breytast. Sem dæmi má nefna að í Skotlandi er 'h hluti af þeim, sem eru HlV-smitaðir, gagnkynhneigðir. Þetta má vafa- laust rekja til þess að Skotar hafa ekki viljað taka upp þá háttu sem tíðkast annars staðar í Evrópu að sjá stunguefnaneytendum fyrir hreinum nálum. Faraldurinn virð- ist einnig vera að breiðast meira út til gagnkynhneigðra, bæði í Evr- ópu og í Ameríku. A Islandi greinist nú að meðal- tali einn nýr einstaklingur á mán- uði með HlV-smit. Frá því að greining hófst hér á landi hafa rúmlega 80 manns greinst með HlV-veiruna, þar af eru um 20 látnir. I þessum hópi eru bæði sam- kynhneigðir karlar, tvíkynhneigð- ir og gagnkynhneigðir, bæði konur og karlar. Engin lækning er enn í sjónmáli „Á ráðstefnunni kom ekkert nýtt fram varðandi hugsanlega lækn- ingu við sjúkdómnum,“ segir Rík- arður. „Ekkert lyf hefur komið fram sem spornar við honum, og jafnvel þykir orðið ljóst að lyfið AZT, sem notað hefur verið í með- ferð HlV-sýktra, hafi lítil áhrif á þróun sjúkdómsins, nema kannski á lokastigi. Það kom hins vegar fram að sé AZT notað með öðrum lyfjum, eins og DDI/DDC á loka- stigi sjúkdómsins, séu meiri líkur á því að alnæmisveiran stökkbreyti sér ekki og að lyfjameðferð með þessum hætti hamli framgangi hennar. Sá hæfileiki veira að stökkbreyta sér er ein helsta hindr- un þess að finna lækningu við veirusjúkdómum eins og alnæmi. Þetta er líka skýring á því að ekki hefur fundist lækning við kvefi og innflúensu til dæmis, en alnæm- isveiran er talin stökkbreyta sér um tvö hundruð sinnum hraðar en inflúensuveiran,“ segir Ríkarður. Þróun bóluefnis gegn HIV- veirunni er skammt á veg komin. Þó verður bóluefni, sem hefur ver- ið þróað í Bandaríkjunum, reynt á fólki þar í landi á næsta ári. Bólu- efni kemur hins vegar til með að vera dýrt og nýtist þar af leiðandi ekki í þriðja heiminum þar sem sjúkdómurinn er hvað skæðastur, en talið er að um 90% af öllu HIV- smituðu fólki sé þar að finna. Fræðsla og forvarnir eina vörnin Ríkarður telur að ein meginniður- staða ráðstefnunnar hafi verið sú hversu erfitt það er að kenna fólki að breyta kynhegðun sinni. Þar hafi einnig komið skýrt fram að eina vörnin gegn útbreiðslu HIV- veirunnar og alnæmis sé fræðsla og forvamir. Því miður eru flestar þjóðirheims á frumstigi hvað þetta varðar. Forvamimar felast aðal- lega í því að útvega fólki smokka og að meðhöndla kynsjúkdóma. í þriðja heiminum verður smit oft þannig að ómeðhöndlaðir kyn- sjúkdómar valda bólgum og sámm í leggöngum og á kynfærum. Þetta verður þannig til þess að auðvelda HlV-veirunni aðgang að blóð- rásinni. Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur áætlað að um 1,5 til 2,9 milljarða dollara þurfi til að hefta framgang HlV-veimnnar í þriðja heiminum með þeim að- ferðum sem hér hefur verið lýst. Þessi upphæð er um það bil V20 af því sem að Bandaríkin eyddu í Persaflóastríðið og væri hún notuð til forvarna myndi sú ráðstöfun leiða til 50% minnkunar HIV- smits um aldamót. Orð af tungu önnu Frík lifna á síðum þessarar banvænu bókar. Þar er ljós og líf. Siglt er á íyrsta, þriðja og fimmta farrými í gegnum blómstrandi eðalhneigðir. Dagbók önnu Frík er leiðarvísir um landið handan við múrinn. Stuðst er við allar vávísandi vörður og villuljós. nna er og komin d ról roskasaga sumarsins Til sölu í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi; Eymundsson, Austurstræti; Bóksölu stúdenta, Hringbraut, og á bókasafni Samtakanna 78, þar sem tilboðsverð sumarsins gildir. PENNAVINIR

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.