Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.08.1993, Síða 16
16
SJÓNARHORN
„Hve gott og fagurt og indælt er“
Sigri fagnað í Noregi
Föstudaginn 6. ágúst undirritaði Noregskonung-
ur ný lög sem staðfesta sambúð fólks af sama kyni.
Þar með er Noregur orðinn annað ríkið í heimin-
um til að viðurkenna sambúð lesbía og homma
fyrir lögum. Sami agnúi er þó á þessum lögum og
þeim dönsku, sem gengu í gildi fyrir þremur
árum, að samkynhneigðir í sambúð geta ekki ætt-
leitt börn. Sá þáttur baráttunnar er enn í fullu
gildi og fyrir honum verður að berjast í framtíð-
inni þangað til fullur sigur er tryggður.
Sú stefnubreyting sem Clinton
Bandaríkjaforseti boðaði í kosn-
ingabaráttunni gagnvart lesbíum
og hommum í Bandaríkjaher, er að
engu orðin, segja talsmenn bar-
áttuhreyfinganna vestan hafs.
„Þessari nýju stefnu verður á end-
anum hafnað af dómstólum, „segir
Kevin Cathcart einn af talsmönn-
um homma. „Nýjar yfirlýsingar
Clintons fela það í sér að hommar
og lesbíur verða að sverja eið um
varanlegt skírlífi og að þegja um
kynhneigð sína ef þeir vilja þjóna
í hemum.“ Yfirmenn herafla
Bandaríkjanna eru sem að líkum
lætur kátir yfir „skilningi og
sveigjanleika" nýja forsetans.
„Þetta er lausn sem allir geta sæst
á og hún vemdar herinn, vemdar
einkalíf allra þeirra sem þar þjóna,
og er um leið skref í átt til meira
frjálsræðis,“ segir Colin Powell
fyrrum herráðsforseti.
Bill Clinton hefur tilnefnt lesbíu í
ráðherrahóp sinn. Það verður Ro-
berta Actenberg lögfræðingur sem
verður fyrsti samkynhneigði ráð-
herrann í Bandaríkjunum svo vit-
að sé. Hún mun taka sæti aðstoðar-
ráðherra húsnæðismála, en hún
hefur unnið að húsnæðismálum í
San Francisco og er margreyndur
Rúmlega eitt þúsund manns söfn-
uðust saman þennan dag við ráð-
húsið í Osló þar sem nokkur pör
vom gefin saman og fögnuðu ákaft
þegar þau birtust á tröppunum.
Slík voru fagnaðarlætin að tíu
„kristnir“ sem ætluðu sér að mót-
mæla, urðu hreinlega að engu í
manngrúanum.
lögfræðingur. Auk þessa hefur hún
verið virk í réttindabaráttu lesbía
til fjölda ára. Nýi ráðherrann flyst
til Washington ásamt eiginkonu
sinni, dómaranum Mary Morgan
og Benjamín syni þeirra. Samtök
homma og lesbía hafa lýst því yfir
að þessi tilnefning Clintons sé
sögulegur viðburður.
Fyrstar allra Norðmanna í
„skráða sambúð fólks af sama
kyni“ voru þær Karen-Christine
(Kim) Friele og Wenche Lowzow.
„Þetta var svo gaman að ég gæti
bara hugsað mér að endurtaka
það,“ sagði Kim í viðtali við
norska sjónvarpið á tröppum ráð-
hússins. Og þær vom svo sannar-
lega vel að þeim heiðri komnar,
því að í rúman aldarfjórðung var
Kim í fararbroddi mannréttinda-
baráttu lesbía og homma á Norður-
löndum. Með gáfum sínum, rök-
vísi og orðheppni rétti hún okkur
öllum vopn í hendur sem seint
verða fullþökkuð. Meðal annars
varð hún var fyrst allra Norður-
landabúa til að skrifa af róttækni
og þekkingu um reynslu og hlut-
skipti lesbía og homma þegar hún
sendi frá sér bókina Fra under-
trykkelse til oppr0r árið 1975.
Wenche Lowzow var um árabil
þingmaður Hægri flokksins í
Noregi og kom úr felum sem lesbía
meðan hún sat á þingi. Hún hafði
orð á sér fyrir að vera svartasta
íhald, en eftir að þær Kim kynntust
árið 1977 fór svo að Wenche
Lowzow gerðist skeleggasti mál-
svari samkynhneigðra á norska
Stórþinginu. Þessi óvænta afstaða
hennar í mannréttindamálum varð
þó til þess að hún einangraðist að
lokum algerlega í flokki sínum.
Kim Friele hvarf úr starfi sínu
sem aðalritari Forbundet av 1948
árið 1989 og hlaut þá í virðingar-
skyni árleg heiðurslaun frá norska
ríkinu fyrir framlag sitt til mann-
réttindamála.
Hvert stefnir í Bandaríkjunum - efnir Clinton loforð sín?
Bara ef þú læðist með veggjum
Roberta Achtenberg ráðherra húsnæðismála
Svo fjúki ekki
í flest skjól
Tvískinnungur kaþólsku kirkjunnar
*
I hvorn fótinn
á að stíga?
Hræringar í austurálfu - ný tímarit
Kaþólska kirkjan veit sjaldnast í
hvorn fótinn hún á að stíga þegar
hommar og lesbíur eiga í hlut.
Flestar yfirlýsingar hennar um
kúgun og misrétti gagnvart þeim
hljóma því oftast eins og hver ann-
ar vindur úr merarrassi.
Kaþólska kirkjan í Mexíkó hef-
ur nýverið sent yfirvöldum þar í
landi bréf þar sem hrottaleg morð
á tólf samkynhneigðum í bænum
Tuxla Guitierrez eru fordæmd og
farið er fram á að morðingjarnir
verði sakfelldir. I bréfinu stendur
m. a.: „Kirkjan viðurkennir ekki
samkynhneigð sem samkvæmt
kaþólsku siðferði er ónáttúruleg.
En allt fólk á rétt á lífi í öryggi óháð
siðferði og þjóðfélagsstöðu."
Þessari afstöðu mexíkósku
kirkjunnar svipar til þeirrar sem
Jóhannes Páll páfi, sjálfur leiðtogi
kaþólskra, hefur tekið í nýlegum
bullum sínum.
Fyrir einungis tveimur árum voru
kynmök milli fólks af sama kyni
ólögleg í Hong Kong, en nýir tímar
hafa runnið upp og þróunin lofar
góðu og fyrsta fréttablað homma
og lesbía þar í borg, Hong Kong
Connection, kom út í júnímánuði.
Ritstjórar þess lofa fréttum,
greinaflokkum og lífsreynslusög-
um frá öllum löndum í Austurlönd-
um fjær.
I Rússlandi er baráttan loksins
sýnileg. Jeltsín forseti hefur lagt
fram frumvarp að nýrri refsilög-
gjöf þar sem refsiákvæði sem
varða mök milli karlmanna skulu
afnumin. Það er hið illræmda
§121.1. Samkynhneigðir þar í
landi óttast þó að þingmenn muni
víkja sér undan atkvæðagreiðslu
um þá grein af ótta við að verða
sjálfir teknir fyrir homma eða les-
bíur. En hræringamar leyna sér
ekki því að í sumar kom út fyrsta
fréttablað samkynhneigðra í Rúss-
landi, nánar tiltekið í St. Péturs-
borg, fékk það nafnið Kristofer og
tengist blaðið Tsjaíkovskí-stofn-
uninni, en hún gegnir forystuhlut-
verki í baráttunni þar um slóðir.
Fyrir áhugasama þá eru heimilis-
föng þessara tímarita: Hong Kong
Connection, P. O. Box 47352,
Norrison Hill Post Office, Hong
Kong; og Kristofer, Box 1002, St.
Petersburg, Russland.
Enginn er eyland. Ert þú félagi í Samtökunum 78?