Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Blaðsíða 7

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Blaðsíða 7
SJÓNARHORN 7 „Þið getið ekki borið ábyrgð á uppeldi barna. Þau verða fyrir aðkasti, öll börn þurfaföður og móður, kynímynd barna ykkar getur brenglast“. Þetta er lítið sýnishorn þeirrafordóma sem mæta lesbíum og hommum sem eiga börn eða vilja ala upp börn. En við skulum muna að um allan heim eru milljónir barna sem alast upp hjá samkyn- hneigðum foreldrum sem ekkifara leynt með kynhneigð sína. Að gera veruleika þessara barna að vandamáli er gróf móðgun við þau og verður ekki látin óátalin. þann meinta háska sem börnum okkar homma og lesbía stendur af líferni okkar og lífsstíl. Lítum á fá- ein atriði: Að fá að dafna á eigin forsendum Börn lesbía og homma hugsa ekki um móður sína eða föður sem „kynhneigð" - þaðan af síður sam- kynhneigð. Rétt eins og hjá öðrum börnum þessa heims snýst málið um „mig og mömmu“ eða „mig og pabba“. Væntumþykja og innileiki sambandsins ræðst af daglegri framkomu og trúnaðartrausti, ekki af kynhneigðinni og þar er enginn munur á börnum okkar og annarra. Þau börn okkar sem fram koma í þessum könnunum eru að sjálf- sögðu afkvæmi samkynhneigðs fólks sem er opinskátt um tilfinn- ingar sínar og fer ekki í felur (ann- ars hefði fræðingunum ekki verið fært að finna þessi böm), og kann- anirnar benda á að þar sem augljós sjálfsvirðing foreldra er fyrir hendi, er líka sterkur vilji til að leyfa barninu að dafna á sínum eigin forsendum. Það leiðir síðan til þess að börn homma og lesbía láta flest í ljós mikla velþóknun á sambandinu við foreldra sína. Einnig er það nefnt að börnum samkynhneigðs fólks líður betur þegar pabbi eða mamma er í sam- búð með öðrum af sínu kyni en ef þau búa ein með afkvæmum sín- um. Þar segjast þau fá meiri at- hygli, fjölbreyttari félagsskap, kát- ari pabba eða kátari mömmu - og oftast meiri vasapeninga! Til skamms tíma voru flest barna okkar getin í sambúð eða hjónabandi með gagnstæðu kyni. A síðustu árum hefur það orðið al- gengt að hommar og lesbíur búi til börn eftir að hafa um árabil lifað með kynhneigð sína á hreinu og an þess að fela hana fyrir heiminum. Rannsóknir sýna að í þeim tilvik- um er gleðin yfir nýju barni síst minni en í gagnkynhneigðum sam- böndum þar sem lengi er beðið eft- ir barni, og að baki er alla jafna mikill viðbúnaður og langar vangaveltur þegar barnið loksins fæðist. Þetta á jafnt við um konur og karla. f nokkrum rannsóknum eru tilgreind vandræði einstæðra foreldra meðal homma og lesbía, en þeir erfiðleikar eru nákvæm- lega af sama tagi og meðal gagn- kynhneigðra foreldra í sömu stöðu - fjárhagsörðugleikar, einangrun eða ofverndun barnanna. Nógu góð og pottþétt? Sumt af því sem þeir félagar, Ernulf og Innala, draga fram í nið- urstöðum sínum bendir til þess að við stillum okkur stundum í tals- verða varnarstöðu í foreldrahlut- verkinu - „erum við nú nógu góð og pottþétt?“ - og að það ali t. d. af sér umhyggjusemi meðal feðra í röðum okkar homma sem börn gagnkynhneigðra feðra eigi ekki að venjast í sama mæli. Þar nefna þeir mikla áherslu á reglusamt og háttbundið heimilislíf, áherslu á samræður og tjáningarhæfni barn- anna umfram það sem gerist og gengur, og bandarískir homma- pabbar virðast hafa ríkari tilhneig- ingu en aðrir ungir feður þar í landi til að halda bflum og bátum að strákunum en dúkkulísum og brúðuhúsum að stelpunum! („Eng- inn getur ásakað mig ef strákurinn verður hárgreiðslumaður og stelp- an vörubflstjóri." Getur verið að það sé ástæðan að baki slíkri varn- arhegðun?) Hlutfall barna sem hneigist til eigin kyns á kynþroskaskeiði virð- ist hið sama, hvort heldur þau alast upp með samkynhneigðum eða gagnkynhneigðum foreldrum. Leiðir kynhneigðarinnar eru sem betur fer órannsakanlegar. Og hvað snertir fordóma sem mæta börnum okkar, þá kannast börnin vissulega við þá, en fæstum finnst þeir vera tiltökumál. Mörg barn- anna nefna það að mamma eða pabbi hafi búið þau undir slíkt að- kast og þau hafi því getað svarað fyrir sig. Þau virðast hafa fengið meiri þjálfun í að tala um tilfinn- ingamál en önnur börn og eiga því auðveldar með að mæta aðkasti en þau börn sem ekki er kennt að tjá sig um sérstöðu foreldranna, svo sem börn innflytjenda. Þannig virðast börn lesbía og homma njóta góðs umfram önnur börn af skýrri meðvitund foreldranna um stöðu sína. Illt orð frá gagnkyn- hneigðum föður eða móður um samkynhneigð hins foreldrisins er þessum börnum þungbærast og minnisstæðast og gagnvart því telja þau sig hvað varnarlausust. Niðurstöðurnar eru skýrar og segja einföld tíðindi: Hommar og lesbíur ala yfirleitt upp frekar hamingjusöm börn sem eru í svip- uðu jafnvægi og önnur, samkyn- hneigð bama þeirra sýnir sig í sama hlutfalli og í öðrum fjöl- skyldum, börnin telja sig ráða vel við aðkast og finnst þau jafnvel sleppa léttar en aðrir krakkar í fé- lagahópnum. Þeir erfiðleikar sem upp koma í bamauppeldi lesbía og homma em af sama tagi og í öðr- um fjölskyldum. Þeir snúast ekki um kynhneigð foreldranna, heldur er um að ræða sammannleg vanda- mál sem tengjast eilífum spurning- um foreldra og barna um aga og frelsi, trúnaðartraust og hlýju. Þeir Kurt Ernulf og Sune Innala ljúka máli sínu með því að fullyrða að andstaðan við homma og lesbí- ur sem uppalendur barna snúist um pólitíska og siðferðilega fordóma, en geti engan stuðning sótt til vís- indalegra rannsókna. Jú, jú, þetta hefði maður nú get- að sagt sér sjálfur, kunna þær lesb- íur og þeir hommar að hugsa sem reynslu hafa af barnauppeldi. Og það er einmitt málið! Þegar menn fara í saumana á fordómum heims- ins gagnvart samkynhneigðum þá komast þeir að niðurstöðu sem svarar nákvæmlega til þeirrar reynsluvisku sem við sjálf höfum aflað okkur. Sjálfstæðar mann- verur Eigum við hommar og lesbíur þá ekki öll að rjúka til og koma okkur upp börnum ef við eigum þau ekki nú þegar? Ekki er það skoðun þess sem þetta ritar. Það er til alls fyrst að átta sig á því hvers vegna við þráum böm. Víst er það merkileg lífsreynsla að ala upp barn og sú reynsla getur gert okkur ótrúlega margt gott, rétt eins og önnur ást- ar- og vináttusambönd. Samt er fátt hættulegra en að ala með sér draum um barn sem er ætlað að verða eitthvað annað en sjálfstæð mannvera, hvort sem það á að verða uppbót fyrir eitt og annað sem á skortir í lífinu, til að við- halda ættinni, eða til að apa eftir lífsstfl fjöldans, að vera eins og hinir. Að ætla að gefa lífi sínu tilgang og merkingu þegar vansældin hrjá- ir okkur með því að gerast faðir eða móðir - það er háskalegt mál og líklega dæmt til að mistakast. Þeir uppalendur sem ekki eiga til bærilega sjálfsvirðingu og andlegt jafnvægi, eru hæpin gjöf handa litlu barni. Það á jafnt við um sam- kynhneigða og gagnkynhneigða foreldra. Og þar erum við komin að mik- ilvægum sannleika sem er reyndar svo augljós að manni finnst hálf- kindarlegt að vera að orða hann á prenti. En - það getur engin mann- eskja elskað aðra mannveru nema þykja fyrst og síðast ansi vænt um sjálfa sig. Meðal heimilda: Kurt E. Ernulf og Sune M. Inn- ala: „Homosexuella mán och lesbiska kvinnor som föráldrar: En sammanfattning av aktuell forskning." Nordisk Sexologi, 9. 1991.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.