Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Blaðsíða 3

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.04.1994, Blaðsíða 3
SJÓNARHORN 3 Tom Hanks hlýtur Oskarinn Philadelphia Andrew Beckett er dugandi lögfræðingur á lögmannsskrifstofu í Philadelphia. Hann er HlV-jákvæður og þegar hann veikist af al- næmi, setja vinnuveitendur hans honum stólinn fyrir dyrnar og hann er rekinn. Beckett stefnir yfirboðurum sínum og málaferlin eru eitt sóðalegt safn af fordómum, lygum og mútum. Utan við réttarsal- inn hrópa ofsatrúarflokkar í kapp við Act-up baráttusveitir HlV-já- kvæðra. Þetta er kvikmyndin Philadelphia, kvikmyndin sem nú fer sigurför um heiminn, og þegar blaðið fór í prentun hafði Tom Hanks hlotið Oskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Andrew Beckett - besti aðal- leikari í karlhlutverki. Myndin hlaut fimm tilnefningar, þar á með- al fyrir besta frumsamda handrit. Myndin er bæði spennandi og raunsæ án þess að detta nokkru sinni í gryfju væmni og tilfinn- ingasemi, en það hefur löngum fylgt þeim stórmyndum sem fram- leiddar eru fyrir bandarískan millj- ónamarkað. Samt virðist myndin höfða til fjöldans ef marka má að- sóknina sem hún hefur hlotið Strax til Islands Á dögunum hélt Stjörnubíó for- sýningu á myndinni til styrktar Alnæmissamtökunum á íslandi, en það voru tilmæli frá framleiðend- um myndarinnar til sýningarhúsa í hverju landi að þau héldu slíkar forsýningar til styrktar HIV- jákvæðum. Almennar sýningar eru nú hafnar á myndinni í Stjörnu- bíói. „Ég hef lesið mörg handrit að svokölluðum „AIDS-myndum“,“ segir Tom Hanks í viðtali við Ad- vocate, „væmnar og tárvotar sögur sem ekki höfðu margt með raun- veruleikann að gera, þann raun- veruleika að sá sem veikist af al- næmi, eldist og hrömar á stuttum tíma og deyr. Þetta handrit er ótrú- lega sterkt og gott.“ Veruleiki hinna sjúku var honum framandi Tom Hanks varð að hora sig mikið til að geta leikið Andrew Beckett á sannfærandi hátt. Hann er ekki hommi sjálfur og veruleiki þeirra sjúku var honum framandi þar til hann undirritaði samning um leik í myndinni. Þá komst hann í kynni við homma sem hafa barist við al- næmi: „Það var bæði heillandi og skelfilegt að heyra sögur þessara manna. Ýmsir í kringum mig hafa látist úr alnæmi, en enginn stóð mérbeinlínis nærri. Sem gagnkyn- hneigður maður lifi ég svo vernd- uðu lífi að ég get leitt hugann frá raunveruleikanum." Að opna augu fjöldans Og þama er einmitt sú áskorun sem felst í þessari eftirminnilegu mynd. Að opna augu fjöldans fyrir raunveruleikanum - fyrir heimi á tímum alnæmis. Meira að segja hommarnir mega sumir hverjir taka þá áskorun til sín. Nú em tímar alnæmis. Reporter/Advocate Þórður Jóhann Þórisson 1961 -1993 Stig afstigi Sem jurt er sölnar, allur æskublómi með aldri víkur, þannig hverfa stundir hvers lífs, um dyggð og þekking leikur ljómi um litla hríð, en eilífð þarf ei að nefna. Og kalli lífsins, ef að svo ber undir, þú átt, mín sála, kvíðalaust að taka og njóta upphafs nýrra viðfangsefna og nýrra hátta. Sérhver byrjun lífsins er töfmm gædd sem vernda og yfir vaka og verja okkur mæðu dægurkífsins. Könnum því laus við angur aðra staði, engu bundin, fráleitt lögð í hlekki, því heimsandinn hann fjötrar okkur ekki til æðri stiga bendir oss úr hlaði. Þeim sem heima hagataminn liggur er hætt við vanans syfjulega dmnga en aðeins sá sem frjáls á ferðir hyggur mun forðast geta hvunndagsleikans þunga. Og dauðinn er ekki endir á þínum fömm en upphaf nýrra tíma og ferskra raka, því lífsins kall mun engan enda taka. Svo upp, mín sál, og kveð með bros á vömm. Hermann Hesse - Heimir Pálsson íslenskaði.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.