Tilvera - 15.01.1990, Blaðsíða 2

Tilvera - 15.01.1990, Blaðsíða 2
FÉLAGSFUNDUR Allt of langt er síöan síöasti félagsfundur var haldinn og tímabært aö breyting veröi á. Ákveðiö hefur veriö aö halda fyrsta félagsfund á nýja árinu fimmtudaginn 26. janúar kl. 20,15. Fundarefnið veröur: ERUM VIÐ Á RÉTTRI LEIÐ ? Enn er óákveöiö hverjir veröa framsögumenn fundarins, en (aeir munu væntanlega leitast viö aö svara spurningu fundarins meö tilliti til starfsemi Kvennaathvarfsins, reksturs samtakanna, hugmyndafræöi samtakanna o.fl. Fundurinn veröur haldinn í Hlaövarpanum. Kaffi, bjór og brauömeti verður til sölu. Við hvetjum aila félagsmenn samtakanna til aö mæta og taka þátt í umræðunum. FRÁ RÁÐGJAFARHÓPI UM NAUÐGUNARMÁL Störf Ráögjafarhóps um nauðgunarmál hafa veriö margvísleg undanfarið ár. í janúar uröu ýmis atvik til þess aö hópurinn hóf samstarf viö þrjá aöra hópa kvenna sem vinna á einhvern hátt gegn kynferðislegu ofbeldi, en þaö eru Kvennaráðgjöfin, Vinnuhópur gegn sifjaspellum og Barnahópur Kvennaathvarfs. Þetta samstarf leiddi til þess aö haldinn var fundur í tilefni af 8. mars sem helgaður var baráttunni gegn kynferöislegu ofbeldi. Eftir fundinn vildum viö virkja þann áhuga sem vaknaði þarna og stofnuðum samtök gegn kynferöislegu ofbeldi. Þessi samtök urðu sammála um að reyna aö koma á fót uþplýsinga-, fræðslu- og ráögjafarmiöstöö fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferöislegu ofbeldi. Hugmyndin hlaut góöar undirtektir í ríkisstjórninni og fengu samtökin tvær milljónir króna í sinn hlut á fjárlögum. Á haustmánuöum hélt Ráðgjafarhópur um nauögunarmál námskeiö ætlaö nýjum ráðgjöfum og lögreglufólki. Var námskeiðið vel sótt og erum viö bjartsýnar á áframhaldandi samstarf viö lögregluna. í byrjun desember verður hópurinn meö fræöslu í Lögregluskólanum í annaö sinn en slík fræösla tókst vel í fyrra. Hópurinn státar nú af 5 nýjum ráðgjöfum og er ætlunin aö halda fund í Hlaðvarpanum fimmtudaginn 11. janúar kl. 20,30. Þau sem hafa áhuga á að starfa í hópnum eru hjartanlega velkomin. Og hér meö auglýsum viö eftir hentugra nafni á hópinn! FRÁ BARNAHÓPI Þær barnahópskonur, sem vinna í Athvarfinu, hafa átt mjög annríkt í vetur og því hafa fundir veriö færri en elia. Á dagskrá hefur fyrst og fremst verið tvennt: 1. Umræöur um hlutverk og störf barnastarfsmanns í Athvarfinu í tilefni af því aö í haust var ráöinn nýr barnastarfsmaður, Hólmfríður Jónsdóttir. 2. Undirbúningur fyrir fræöslufund sem haldinn var í Geröubergi þann 3. október. Á fundinum var m.a. kynnt starf Barnahóps og barnastarfið í Athvarfinu. Tekin voru dæmi af því hvernig börnum líður og hverju barnastarfsmaður kynnist í samskiptum sínum viö börnin, og veröur þessi hluti dagskrárinnar öllum viöstöddum ógleymanlegur. Auk þess var upplestur á efni, sem snertir böm, tónlist og aö síðustu fjörugar umræöur. Á síöasta fundi Barnahópsins kynnti Hrefna Ólafsdóttir, félagsráðgjafi gögn, sem hún haföi fengið í Bretlandi, bæklinga, plaköt og kynningar- og fræösluefni af ýmsu tagi. Á næsta fundi hópsins, sem verður haldinn í Hlaövarpanum þriöjudaginn 9. janúar kl. 17 verður tekin ákvörðun um hvaö af þessu efni hópurinn treystir sér til aö þýöa og gefa út og hvaö af efninu hentar best sem fræösluefni á vegum samtakanna. FRÁ FRÆÐSLU- OG KYNNINGARHÓPI Hópurinn hefur aö undanförnu staöiö fyrir kynningarfundum í Geröubergi undir yfirskriftinni "BAK VIÐ BYRGÐA GLUGGA". Efni fundanna var: heimilisofbeldi, varnarleysi barna, sifjaspellamál og nauðgunarmál. Vel var til fundanna vandaö og heföi mæting mátt vera betri á suma fundina. Hluti eins fundarefnisins var tekinn upp og sýndur á Stöö 2. Fræðslu- og kynningarfulltrúi hefur nú hafiö dreifingu á kynningarbæklingi um samtökin og öörum um Kvennaathvarfið. Bæklingarnir hafa m.a. verið sendir öllum kvenfélögum á landinu svo og heimilislæknum og heilsugæslustöðvum. Undirbúningur er hafinn aö því aö koma á tengslum viö kvennaathvörf á hinum Noröurlöndunum. Áhugi er fyrir að fá hingað erlenda gesti til aö kynna okkur hvaö sé aö gerast í kvennaathvarfsmálum, málefnum barna og nauögunarmálum hjá nágrönnum okkar. Fyrsti fundur Fræöslu- og kynningarhóps á því Herrans ári 1990 er áætlaður miövikudaginn 10. janúar kl.19,30 á skrifstofunni í Hlaövarpanum. Nýir meðlimir eru hjartanlega velkomnir.

x

Tilvera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tilvera
https://timarit.is/publication/1496

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.