Tilvera - 15.01.1990, Blaðsíða 4
GLEFSUR ÚR DAGBÓK KVENNAATHVARFS 1989
* Nærri 2000 einstaklingar, konur og börn þeirra, komiö í Kvennaathvarfiö frá
stofnun þess..
* Hjúkrunarfræðingur á “Slysó” hringdi vegna konu sem beitt hefur veriö
grófu líkamlegu ofbeldi....
* 770 konur hafa nú leitaö símleiöis til okkar á árinu.
* Ræddi lengi viö dvalarkonu nr. 46, hún hefur misst frá sér tvö börn vegna
sifjaspella af hálfu fyrrverandi manns hennar. Sá hinn sami beitti konuna
andlegu og líkamlegu ofbeldi tii margra ára....
* Meöan ég skrifa þessi orö heyri ég dvalarkonu nr. 67 blístra lagstúf þar sem
hún fæst viö matinn í eldhúsinu. Þaö er bjart yfir henni núna, hún virðist á
uppleiö...
* Dóttir dvalarkonu nr. 33 er snúin og líður greinilega llla. Hún hlýtur aö finna
tii mikils óöryggis nú þegar hún fer aftur heim í sama ástand...
* Eiginmaöur konu nr. 20 hefur hringt ööru hvoru, meö alls kyns hótanir og
hugmyndir um hefndir...
* Kona nr. 18 kom í nótt ásamt tveimur ungum börnum sínum, ástand þeirra
er mjög slæmt, yngra barnið kastar upp af spenningi...
Ritstjóri Tilveru er Nanna Christiansen og ábyrgðarmaöur Ragnheiður M. Guðmundsdóttir.
Q
KVENNA
ATHVARF
Markmið samtakanna eru:
1. Að reka athvarf, annars vegar fyrir konur og börn þeírra, þegar dvöl í heimahúsi er þeim
óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eigínmanns, sambýlismanns eða annarra
heimilismanna og hins vegar fyrir konur, sem verða fyrír nauðgun.
2. Að koma á fót ráðgjöf fyrir konur sem beittar hafa verið nauðgun.
3. Að rjúfa þá þögn sem ríkir um ofbeldi innan fjölskyldu, með því að stuðla að fræðslu og um-
ræðu, meðal annars í því skyni að vinna að viðurkenníngu samfélagsins á að því beri að
veita þeim vernd og aðstoð er slíkt ofbeldi þola.
Samtök um kvennaathvarf, Vesturgötu 3, Pósthólf 1486, 121 Reykjavík, Sími: 91-23720, Nnr. 7473-3638, Kennitala 410782-0229, Gíró 44442-1,