Fjölrit RALA - 10.06.1979, Page 13
3 -
Hér birtist í fjóröa sinn áfangaskýrsla um landnýtingar-
tilraunirnars sem kenndar hafa verið við Próunarsjóð Sam-
einuöu þjóðanna (UNDP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO).
árið 1978 voru tilraunirnar að langmestu leyti kostaöar
af landgræðsluáætlun 1100 ára afmælis búsetu á íslandi (þjoöar-
gjöfinni), en auk þess fékkst á miðju árinu eins árs styrkur
frá FAO (TCP) fyrir sérfræðiþjónustu, þjálfun og tækjakaup.
Pær voru einnig að hluta kostaöar af styrk til efniskaupa
og sérfræðiþjónustu frá Alþjóöakjarnorkustofnunni (IAEA).
Skýrslan er að uppsetningu svipuö og áöur. íó má benda
á, aö nú eru flestar töflur unnar f tölvu og hafa þær þvf
breyst að uppsetningu og fjölgað nokkuð.
Tilraunir voru felldar niður á tveimur stöðum vegna
fjármagnsskorts þ.e. á Hvanneyri og viö Sandá. Hvanneyringar
fengu leyfi til aö nota tæki, giröingar og aöra aðstöðu á
Hvanneyri f eigu landnýtingarverkefnisins til að gera beitar-
tilraun á eigin kostnað. Fyrirhugað er aö hefja aftur til-
raun viö Sandá f svipuöu formi og áöur strax og fjármunir
fást til þess, enda er mjög mikilvægt aö finna hversu mikið
má beita þaö land, sem grætt hefur verið upp á örfoka melum
á hálendi landsins.
Styrkur fékkst úr byggðasjóði til aö hefja tilraun á
Eyvindardal á F1jótsdalsheiöi. Aðeins var byrjaö á helmingi
tilraunarinnar, þar sem ekki var boriö á tilraunalandið 1977,
og þvf ekki hægt að hefja rannsóknir á áborna hlutanum f
ár.
Tilraunirnar f Kálfholti og Sölvaholti voru endur-
skipulagöar frá grunni. í Kálfholti var gerð tilraun með
blandaöa beit sauðfjár og hrossa. 1 Sölvaholti var gerö
beitarþolsrannsókn meö vetrunga, sem landnýtingarverkefnið a
og aldir voru upp f Skaftholti f Gnúpverjahreppi.
f álftaveri var helmingur lambanna settur á kál f
ágúst, en aö öðru leyti var tilraunin þar óbreytt frá fyrri
árum.
Tilraunirnar á Hesti og Auðkúluheiði voru endurteknar
svo til óbreyttar, nema aö f tilraunina á Hesti var bætt
átmagns og plöntuvalsrannsókn með ær og lömb.