Samtökin '78 - Hýraugað - okt. 2010, Blaðsíða 6

Samtökin '78 - Hýraugað - okt. 2010, Blaðsíða 6
Lokaorðin eru fengin að láni úr þakkarræðu Þorvalds Kristinssonar, handhafa mannréttindaverðlauna S’78. Ræðuna flutti hann við móttöku verðlaunanna 27. júní síðastliðinn. Lífsbaráttunni lýkur aldrei og baráttan sem nú er fram undan verður ekki síður erfið og flókin en sú sem við eigum að baki. Það er baráttan fyrir því að varðveita sérstöðu okkar. Það er eins og það liggi í náttúru samfélagsgerðarinnar að ríkjandi vald er aldrei í rónni nema því takist að fella lífsstíl og framkomu annarra að sínum eigin stíl og sínu eigin gildismati. Sá réttur til fjölskyldulífs, sem við nú höfum unnið til fulls, er ómissandi forsenda þess að við getum lifað og dafnað sem frjálsar manneskjur, en allar þessar réttarbætur mega aldrei leiða til þess að við gleymum sérstöðu okkur, að við gleymum hvað það merkir að vera hinsegin. Þess vegna segi ég: Ræktið þann góða og fallega öfugugga sem býr í sál ykkar allra og verið óhrædd við að beita þessum ugga á sundi ykkar gegnum lífið! Ég á þá ósk ykkur til handa að þið megið taka virkan þátt í samfélagi manna hvern einasta dag og njóta þeirrar virðingar sem öllum mönnum ber, hvar sem þið komið og hvert sem þið farið. En gleymið því aldrei hvað það er dýrmæt gjöf að vera hinsegin og horfa á heiminn hinsegin augum. Megið þið eignast anda og kraft til að miðla þessu sérstaka augnaráði til annarra manna, kenna þeim að sjá veröldina frá því sjónarhorni sem móðir náttúra færði hommum, lesbíum og öðru hinsegin fólki í vöggugjöf af sínum alkunna rausnarskap. Gleymum ekki sérstöðu okkar AFTURENDINN En gleymið því aldrei hvað það er dýrmæt gjöf að vera hinsegin og horfa á heiminn hinsegin augum. Þorvaldur Kristinsson SAMTÖKIN ‘78 // FACEBOOK /// TWITTER /// FLICKR /// YOUTUBE Ert þú búin/n að borga félagsgjöldin? Það hefur sjaldan verið jafn mikilvægt og nú að passa uppá félagið okkar í yfirstandandi samdrætti... Ef allir borga félagsgjöldin getum við haldið úti öflugri starfsemi og jafnvel eflt hana enn frekar. Lumar þú á góðri hugmynd? Í vetur ætlum við að bjóða uppá dagskrá í Regnbogasalnum á fimmtudögum og er öllum frjálst að hafa samband og koma með uppástungur. Endilega hafið samband með tölvupósti skrifstofa@samtokin78.is

x

Samtökin '78 - Hýraugað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Hýraugað
https://timarit.is/publication/1500

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.