Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 6

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Síða 6
Landsmót SÍHU á ísafirði Þretránda landsmót SÍHU fór fram á ísafírði dagana 29. júní til 1. júlí 2017. Fyrir þremur árum var ekki ljóst hvar þetta landsmót skyldi haldið. Það er tímanna tákn að mótshaldarar eru nú að eldast og færri hendur tilbúnar að taka svo stórt verkefni að sér. Eftir fundarhöld hjá Harmonikufélagi Vestíjarða varð úr að Karítas Pálsdóttir formaður tilkynnti að félagið væri tilbúið að halda mótið á Isafirði, en æfinguna höfðu þeir frá 2002, þegar Asgeir S. Sigurðsson var í forsvari fyrir félagið. Ákveðið Skottís í Edinborg var að mótið hæfist á fimmtudegi, enda gæfist gestum þá góður tími til dvalar á ísafirði. Mikil vinna fór í að útvega gistirými fyrir alla, en aðaltjaldsvæði bæjarins er í Tungudal, sem er töluvert langt frá bænum. Niðurstaðan varð sú að túnið við gamla spítalann var gert að tjaldsvæði tímabundið, auk þess sem tjaldsvæði var útbúið við menntaskólann, snertispöl frá íþróttahúsinu. Þá var eftir tjaldsvæði í Neðsta kaupstað, sem er töluvert langt frá miðbænum. Oll voru þessi svæðið nýtt auk þess sem margir gistu í heimahúsum og gistiheimilum. Strax á miðvikudag mættu fyrstu gestir landsmótsins og hófu að koma sér fyrir. Veðrið var með besta móti og tilhlökkun í hópnum. Mátti fljótlega heyra harmonikuleik á svæðunum, en fólk er fljótt að taka við sér þegar veðurguðirnir standa með því. Fyrsti viðburður mótsins var formleg opnun harmonikusafns Ásgeir S. Sigurðssonar í safnahúsinu í gamla spítalanum. Fór athöfnin fram seinni part dags og voru fjölmargir gestir viðstaddir. Á safninu eru, samkvæmt nýjustu tölum, 133 harmo- nikur af hinum ýmsu gerðum og hægt að dvelja þar langtímum saman við að skoða. Safnið sýnir ótrúlega fjölbreyttar gerðir hljóðfærisins. Er ljóst að Ásgeir hefur unnið þrekvirki við söfnun þessa. Um kvöldið fór fram í Edinborgarhúsinu forsýning á heimildarmynd um Villa Valla. Ekki vissu allir um þetta, en margir nutu sýningarinnar, sem að allra dómi var frábær skemmtun, þeirra á meðal Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit, sem kastaði fram þessari vísu að sýningu lokinni. Gaman vari að vera á balli, vippa sér á tá og hal. Þegar spilar Villi Valli, valsa, sömbu, tjútt og ræl. Um kvöldið var dansað á þremur stöðum. Var það vel þegið og strax hópaðist fólk víðs vegar að af landinu í Edinborg, Krúsina og Húsið. Það var mikið um fagnaðarfundi þegar fólk hittist á rölti um bæinn og rakst á gamla kunningja sem það hafði jafnvel ekki séð síðan á Laugum. Það voru harmonikuunnendur frá Selfossi, Rangárvöllum, Eyjafirði og Reykja- vík, sem hófu fjörið. Síðan tók hver hljómsveitin við af annarri og dansinn dunaði fram á nótt. Föstudagurinn heilsaði með sól og blíðu. Áætlun um að setja landsmótið utan dyra virtist ætla að standast. Upp úr hádegi fór fólk að tínast að íþróttahúsinu, þar sem setning skyldi fara fram. Ekki kom til þess því á flötinni suður af húsinu var landsmótið sett með pomp og pragt af Gunnari O. Kvaran formanni SIHU eftir að Karítas Pálsdóttir formaður HV hafði boðið gesti mótsins velkomna. Þar með hófst hefðbundin dagskrá með tónleikum. Fyrstir á svið voru heimamenn eins og hefð er fyrir, sem að vanda buðu upp á létta og skemmtilega dagskrá, enda ætíð verið aðalsmerki þeirra, að harmonikan sé hljóðfæri gleðinnar. Ekki skemmdi að Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir sýndi listir sínar með sínu félagi. Næstir á dagskrá voru ekki síðri gleðigjafar, nefnilega hljómsveit Nikkólínu. Þar réði sami léttleikinn ríkjum og enn lyfdst brúnin á tónleikagestum. Norðfirðingar stigu næstir á svið, en þeir voru ekki með á landsmótinu á Laugum 2014. Er það ánægjuefni að þeir skulu mættir til leiks að nýju. Suðurnesjamenn voru næstir og voru á svipuðum nótum og undanfarin landsmót, en skörtuðu ágætis söngkonu að þessu sinni. Að sjálfsögðu buðu heimamenn upp á óvænt atriði. Að þessu sinni steig á svið kvennakór Isafjarðar og hóf upp raust sína. Var þetta gott innlegg í annars einhliða tónleika. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík lauk síðan tónleikunum á öruggan og vandaðan hátt undir stjórn Reynis Jónassonar. Þar með héldu gestir heim á leið, sumir í sín híbýli, en margir notuðu tækifærið og snæddu á einhverjum af mörgum veitingahúsum sem eru á Isafirði. Eftir það hófst dans á áður nefndum þremur stöðum og var allstaðar fullt út úr dyrum. Ekki er vafi á að þessi dlhögun varð til að auka áhuga fólks á landsmótinu, fara um og skoða staðinn og hitta aðra harmon- ikuunnendur í leiðinni. Nokkuð sem mætti hafa í huga þegar kemur að næsta landsmóti 2020. Allir báru þessar skemmtanir öll

x

Harmonikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.