Harmonikublaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Blaðsíða 12
Nu er lag á Borg Harmonikuhátíðin „Nú er lag“ fór fram um verslunarmannahelgina að Borg í Grímsnesi. Undanfarin sex ár hefur hátíðin verið að Varmalandi í Borgarfirði, en nú þótti fólki tími til að breyta til, enda aðstaðan á Varmalandi án endurbóta frá upphafi, þó félagsheimilið hafi staðið vel fyrir sínu. Þá hafði norðan vindbelgingur oft gert okkur lífið leitt. Oll aðstaða á Borg er til mikillar fyrirmyndar. Tjaldsvæðið eins og best verður á kosið, með reglulegri vöktun og eftirliti. Félagsheimilið alltaf eins og nýtt, þó árin hafi orðið fimmtíu í fyrra. Þá er stórglæsileg sund- laug á Borg auk verslunar. Eins og áður mættu fyrstu gestirnir strax á miðvikudeginum, enda sól og blíða á Suðuriandi fyrstu dagana í ágúst. Hefðbundin dagskrá hófst á föstudagskvöld, þegar fyrstu harmonikuleikararnir stigu á svið. Það var Sigurður Alfonsson sem hóf leikinn um hálftíu og margir dansarar þustu útá á gólfið. Svenni Sigurjóns leysti hann síðan af um hálfellefu og lék til loka. Þátttaka í dansinum var óvenju góð og þótti sýnt að aðsókn yrði síst minni en á Varmalandi. Laugardagurinn heiisaði með bros á brá og eftir hefðbundin morgunverk tóku við tónleikar Flemmings Viðars Valmundssonar, sem FHUR hafði styrkt til að halda hátíðartónleika. Mun það vera í fysta skipti síðan 2011, að Islendingur hefur staðið í þessum sporum á „Nú er Iag“. Tónleikar Flemmings voru ævintýri út af fyrir sig og verður þeim gerð betri skil á öðrum stað í blaðinu. Eftir tónleikana fóru gestir að leika frjálst um svæðið, en það er einmitt það skemmtilega við harmonikumótin, þegar harmonikutónar, söngur og griliilmur blandast saman. Að loknum kvöldmat hófst dansleikur að nýju. Það kom fljótt í ljós að aðsókn var meiri en mótshaldarar höfðu reiknað með. Varð fljótlega þröngt um, en miklu bjargaði hve lagnir dansararnir voru að smeygja sér um gólfið. Ekki urðu stórvandræði, en þegar líða tók á kvöldið var orðið fjölmennt á stéttinni utan við húsið. Svenni Sigurjóns hóf leikinn og skilaði fullu gólfi til Guðmundar Samúels- sonar og Grétars Geirssonar. Selfyssingarnir Þórður (Doddi) Þorsteins og Birgir Hart- manns luku síðan ballinu með stæl upp úr eitt. Sunnudagurinn bauð upp á huggulegan dag og góða slökun við sund og annað uppbyggilegt enda eins gott að vera tilbúinn í lokakvöldið. Erlingur Helgason hóf leikinn klukkan níu og sem fyrr voru nægir á dans- gólfmu, þó aðeins væri rýmra en kvöldið áður. Það var því auðvelt fyrir Vindbelgina, Hilmar og Friðjón, að taka við klukkutíma síðar og halda gólfinu heitu. Þorleifur Finnsson lauk síðan ballinu upp úr tólf og og var ekki mikið lát á dansinum. Gestir mynduðu síðan hring 12 Föstudagsmarsúrki Alltafsólarmegin og sungu saman „Hvað er svo glatt“, eins og hefð er fyrir á dansleikjum FHUR. Margir komu að undirleik á dansleikjunum, Eggert Kristinsson sá um trommuleik, Hreinn Vilhjálmsson lék á bassann. Síðan voru þeir á gítar Númi Adólfsson og Haukur Ingibergsson gjaldkeri FHUR, sem reyndar hafði einnig hljómborð til öryggis. Þá var lokið þessari frumraun á Borg og voru menn almennt á því að vel hafi tekist. Sérlega ánægjulegt var að sjá hve víða af landinu gestir komu. Þarna mátti hitta Sunnlendinga, Vestfirðinga, Vestlend- Friðjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar inga, Húnvetninga að ógleymdum Þing- eyingum. Þær voru ekki sparaðar heillaóskirnar þegar gestirnir kvöddust á þessu síðasta harmonikumóti sumarsins. Ekki er ástæða til að ætla annað en að Borg verði sótt heim að ári. Það borgar sig.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.