Harmonikublaðið - 01.09.2017, Qupperneq 16

Harmonikublaðið - 01.09.2017, Qupperneq 16
Fjör í Fannahlíð Fyrir tveimur árum stóð til að hætta harmonikuhátíðinni í Fannahlíð sem haldin hafði verið um árabil af Harmonikuunnendum Vesturlands. Ekki voru allir á eitt sáttir með þessa hugmynd og þeir Sigurður Harðarson og Sveinn Sigurjónsson lögðu inn umsókn um Fannahlíð. Þetta gekk eftir og góð mæting var í Fannahlíð í fyrra. Vestlendingar hafa þó ekki alveg sagt skilið við staðinn því nokkrir þeirra eru Sigurði og Svenna til halds og trausts. I ár varð fyrsta helgin eftir landsmót fyrir valinu. Merkilegt má teljast að þrátt fyrir heldur slæmt veðurútlit flykktist fólk strax á fimmtudeginum að staðnum og hóf að koma sér fyrir. Það var augljós tilhlökkun á hópnum og þegar dansleikurinn hófst á föstudagskvöldið var orðin þétt setinn bekkurinn og taldi Valsinn stiginn í Fannablíð Þar sem ekki var dansað, tylltifólk sér niður I ■ |y:' Rall íframkvœmd greinarhöfundur nálægt 45 híbýlum á svæðinu. Það voru þeir Skagamenn, Geir, Gestur og Jón Heiðar, sem hófu leikinn og stóð ekki á dönsurum. Svenni Sigurjóns tók síðan við af þeim og ekki minnkaði fjörið við það. Vindbelgirnir voru næstir á svið og fengu góðar móttökur, en ballinu lauk síðan Þórleifur Finnsson og það ekki í fyrsta skipti. Laugardagurinn heilsaði með gleðibrag eins og von var, þó ekki væri sólinni fyrir að fara. Samkvæmt hefðinni voru tónleikar í eftirmiðdaginn og þar kom ma. fram Sigríður Indriðadóttir, sem í gegn um tíðina hefur glatt gesti Fannahlíðar með flautuleik, auk þess að sjá um allan trommuleik á böllunum. Þá kynnti ritstjórinn tvöföldu harmonikuna og Hilmar Hjartarson lék nokkur lög. Jón Heiðar lék eigin lög, sem mörg hver eru svo sannarlega þeirrar gerðar að gefinn sé gaumur að þeim. Akurnesingar hófu dansinn um kvöldið og ekki hafði fækkað í hópnum. Húsið var nánast fullt um leið. Margir ræddu málin á tröppunum fyrir utan, enda veðrið orðið hið besta. Svenni Sigurjóns tók síðan við og nú var Aðalsteinn Isfjörð kominn við hlið hans og var honum vel fagnað enda aufúsugestur á 16 harmonikumótum. Ballinu luku svo þeir Birgir Hartmannsson og Ingimar Einarsson fyrrverandi formaður Harmonikuunnenda Vesturlands. Ekki er hægt að skilja við Fannahlíð án þess að minnast á hinn frábæra hóp meðleikara, sem studdi við harmo- nikuleikarana. Þar var Hreinn Vilhjálmsson á bassa, Lárus Skúlason á gítar, Sigríður Indriðadóttir á trommur að ógleymdum Núma Adólfssyni, sem tekinn var trausta taki þegar sást til hans. Ekki er reiknað með öðru, en að það verði fjör í Fannahlíð að ári. Friðjón Hallgrímsson Myndir: Siggi Harðar

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.