Feykir - 16.10.2019, Blaðsíða 4
I N M E M O R I A M
Bjarni Eyjólfur Guðleifsson
21. júní 1942 – 7. september 2019
Ég man fyrst eftir Bjarna E.
Guðleifssyni á samkomu hjá
Kristilegum skólasamtökum á
Amtmannsstíg 2B í Reykjavík
líklega árið 1961. Bjarni var þá
við nám í Menntaskólanum í
Rvík, en ég í Kennaraskólanum.
Mér er minnisstætt, hve ungi
menntaskóaneminn talaði ve1
og setti má1 sitt fram á skýran
og skipulegan hátt, nokkuð
sem ég átti eftir að kynnast
betur síðar og einkenndi allt,
sem Bjarni lét frá sér fara í
ræðu og riti.
Að loknu doktorsprófi í
jarðvísindum frá Landbún-
aðarháskólanum á Ási í
Noregi settist Bjarni að á
Akureyri og síðar á Möðru-
völlum í Hörgárdal, þar sem
hann starfaði lengst af sem
náttúrufræðingur við Rann-
sóknarstofnun landbúnaðar-
ins (Rala) og síðar prófessor
við Landbúnaðarháskóla
Íslands. Á Möðruvöllum var
Bjarni búsettur nær allan
sinn starfsferil og vann þar að
margs konar rannsóknum á
sviði landbúnaðar, m.a. á þoli
plantna og kali í túnum, auk
þess að stunda kennslu. Síðustu
árin bjó hann á Akureyri.
En Bjarni var líka trúaður
maður. Ungur kynntist hann
sr. Friðrik og starfi KFUM &
K, sem hann hélt tengslum við
alla ævi. Trúin á Jesúm Krist
var honum hjartans mál og
fáum hefi ég kynnst sem áttu
jafn auðvelt með að sýna trú
sína í daglegu lífi og verkum.
Persónuleg kynni okkar
Bjarna hófust eftir að ég fluttist
að Mælifelli haustið 1983. Sam-
skiptin urðu eðlilega mest á
akri kirkjulega starfsins. Tví-
vegis kom Bjarni til okkar í
Mælifellsprestakall, prédikaði
við messu og talaði á aðventu-
kvöldi á sinn minnisstæða hátt.
Góða samleið áttum við
í umhverfismálum, þar sem
Bjarni skipaði sér jafnan í
fremstu röð varðstöðumanna
umhverfisins og ósnortinna
víðerna gegn skammsýni og
græðgi gróðaafla. Hann var
mikill náttúruunnandi og úti-
lífs- og göngugarpur, gekk á
fjölmörg fjöll á Tröllaskaga og
víðar um land og skrifaði og
gaf út göngulýsingar um þau
svæði.
Sjötugur kleif hann Hraun-
dranga í Öxnadal, ofar bæ
Jónasar skálds, sem hann mat
mest allra skálda.
Bjarni var fjölgáfaður mað-
ur og áhugamál hans marg-
vísleg, en flest tengdust þau
störfum hans, náttúru og
þjóðlegum arfi. Í viðkynningu
var hann allra manna lítil-
látastur en jafnan glaður og
uppörvandi, frá honum stafaði
góðvild til alls og allra. Hann
var skemmtilega ritfær, ritaði
kjarngott mál og gaf út margar
bækur og rit um hugðarefni
sín, náttúruskoðun og andleg-
ar pælingar, auk aragrúa greina
um margvísleg efni í blöðum
og tímaritum.
Síðustu bókina, sem hann
nefndi Náttúruþanka, lauk
hann við, sjúkur, með aðstoð
dóttur sinnar, Brynhildar, og
kom bókin út skömmu fyrir
andlát hans.
Mörgum hefur gengið erfið-
lega að sameina trú og vísindi,
það er ekki nýtt. Það virtist
ekki vefjast um of fyrir Bjarna.
Hann leit ekki á trú og vísindi
sem andstæður, heldur leiðir
til að leita sannleikans og gera
sér grein fyrir hinstu rökum
tilverunnar. Í einni bóka sinna,
Öreindirnar, alheimurinn,
1ífið - og Guð, glímir hann
við spurninguna um upphaf
alheimsins og tilurð lífsins
og hvernig Guð, skaparinn,
kemur inn í þá mynd.
Þar segir hann: „Náttúru-
vísindin og andleg heimssýn
eiga samleið. Bæði trú og
vísindi leita sannleikans,
Trúað fólk þarf ekki að óttast
að niðurstöður náttúruvís-
indanna eyðileggi Guðstrúna“.
Þannig talar vísindamaður,
sem líka er trúmaður. Honum
er ljóst, að vísindin hafa ekki
svör við öllum spurningum
og munu líklegast aldrei hafa,
þótt góð séu, því sannleikann
er aðeins að finna hjá Guði
einum.
Í einkalífi var Bjarni ham-
ingjumaður. Kona hans var
Pálína Jóhannesdóttir, sjúkra-
liði, frá Egg í Hegranesi, og
eiga þau fjögur börn. Pálína
reyndist Bjarna einstakur lífs-
förunautur, og virðist mér
börn þeirra hafa erft góða kosti
foreldranna beggja.
Með Bjarna E. Guðleifssyni
er genginn eftirminnilegur
maður, sem gæfa var að kynn-
ast, maður sem skilur eftir sig
hlýjar minningar í hugum
samferðafólksins. Hans verður
víða saknað en mestur er þó
missir fjölskyldunnar, eigin-
konu og barna.
Einlægar samúðarkveðjur
skulu þeim færðar, svo og
eftirlifandi systrum Bjarna og
öðrum skyldmennum.
Guð blessi minningu Bjarna
E. Guðleifssonar og vaki yfir
ástvinum öllum.
„Sælir eru þeir, sem í Drottni
deyja. Þeir skulu fá hvíld frá
erfiði sínu, því að verk þeirra
fylgja þeim.“ (Op.14 )
Ólafur Hallgrímsson.
AÐSENT | Hjálmaafhendingar Kiwanis og Eimskips
Samstarf á bjargi byggt
Eitt aðalverkefni Kiwanishreyf-
ingarinnar á Íslandi hefur verið
að gefa öryggishjálma á börn er
byrja í fyrsta bekk grunnskóla
ár hvert. Verkefni þetta byrjaði
á Akureyri 1991 er Kiwanis-
klúbburinn Kaldbakur fór að
gefa börnum á Akureyri
hjálma. Ári síðar tóku Kiwanis-
klúbburinn Drangey á Sauðár-
króki og Ós á Höfn að gera slíkt
hið sama.
Fleiri klúbbar fóru svo að
gefa hjálma einnig en það var
síðan árið 2004 að þetta var gert
að landsverkefni Kiwanishreyf-
ingarinnar og þá var gengið til
samstarfs við Eimskipafélag
Íslands um að styrkja verkefnið
með hjálmagjöfum. Samningur
sá var mikið heillaspor og
stendur enn og á Eimskipa-
félagið miklar þakkir skildar
fyrir þann hug og elju er þau
leggja í að bæta öryggi barna í
leik og starfi.
Á liðnu hausti var ljóst að
Kiwanis hafði þegið 60.000
hjálma úr hendi Eimskips á 15
árum og á liðnu vori var sú tala
komin í nærri 65.000.
Það eru ákveðin forréttindi
að starfa við þetta verkefni með
því góða fólki hjá Eimskip og
vart hægt að bera nægt þakklæti
á þeirra borð fyrir framlag
þeirra.
Það var því á liðnu Um-
dæmisþingi að þau Sæunn
Sunna Samúelsdóttir og Guð-
mundur Viðarsson, starfsfólk
Eimskips, voru boðuð á þingið
til að taka við þakklætisvotti
fyrir hönd fyrirtækisins fyrir
þeirra göfuga starf.
Gjöfin var táknræn þar sem
samstarfið hefur verið á bjargi
byggt frá upphafi og fékk
formaður hjálmanefndar um-
dæmisins Aðalstein Maríusson,
múrarameistara og steinsmið á
Sauðárkróki til að gera gjöfina
og síðan sá Þröstur Magnússon
hjá Myndun á Sauðárkróki um
að prenta textann á steininn.
Það var hjartfólgin og ánægju-
leg athöfn er þessum fulltrúum
Eimskips var afhent gjöfin.
Þess má geta að vel rúmlega
85.000 börn á Íslandi hafa
fengið hjálm úr hendi Kiwanis
frá upphafi og nú sl. tvö ár
höfum við einnig, í samstarfi
við Eimskip, hafið að gefa
börnum á Grænlandi hjálma.
Við sendum stjórnendum
Eimskips og samstarfsaðilum
okkar þeim Sæunni Sunnu og
Guðmundi Viðarssyni þakkir
og hlökkum til að starfa með
þeim í komandi framtíð.
Ólafur Jónsson
Kiwanisklúbbnum Drangey,
formaður hjálmanefndar
Dagana 20. – 22. september var Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland/Færeyjar
haldið í Hafnafirði. Kiwanishreyfingin hefur um árabil tileinkað sér kjörorðið ,,Hjálpum
börnum heimsins“ og hefur Kiwanis á Íslandi einsett sér að vinna eftir því kjörorði.
Höfum við lagt margt af mörkum til að gera líf barna betra og öruggara í samfélaginu.
AÐSENT | Helga Bjarnadóttir skrifar
Afmælissýning
Þar mátti sjá útsaum – vefnað –
postulín – útskurð – málverk – hekl –
bútasaum – renndar skálar – litað
band og efni – fatasaum – prjónles og
jólaskraut.
Þarna var meðal annars lítill flat-
saumsdúkur saumaður fyrir 89 árum.
Hann saumaði Sigurlína Magnúsdótt-
ir á Kúskerpi, fermingarvorið sitt 1930
(f. 1916 – d. 1998).
Elsta stykkið á sýningunni var
rúmábreiða, hekluð úr einspinnu
bandi, trúlega þelbandi í sauðalitun-
um í ýmsum litbrigðum. Þannig unnin að
heklaðir voru 198 ferningar og þeir síðan
saumaðir saman.
Þessi rúmábreiða var á heimilisiðnaðarsýn-
ingu í Reykjavík árið 1921. Konan
sem vann þessa rúmábreiðu var
Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja á
Frostastöðum, f. 31. janúar 1862 í
Gröf, Laxárdal í Dalasýslu, d. 8.
febrúar 1955 á Frostastöðum.
Fyrir rúmábreiðuna fékk hún
heiðursskjal frá Heimilisiðnaðar-
félagi Íslands .
Á sýningunni var boðið upp á kaffi
og konfekt og bókin Blómarósir í
Blönduhlíð var til sölu.
Félagið þakkar öllum þeim sem
þarna komu við sögu.
Fyrir hönd Kvenfélags Akrahrepps.
Helga Bjarnadóttir
Í tilefni aldarafmælis Kvenfélags Akrahrepps var sett upp handverkssýning í Héðins-
minni 5. og 6. október síðastliðinn á verkum félagskvenna, lífs og liðinna. Þátttaka í
sýningunni var einstaklega góð og 37 konur áttu þarna muni.
Frá afhendingu gjafarinnar; Sæunn Sunna Samúelsdóttir, verkefnastjóri sam-
félagsmiðla, Ólafur Jónsson, formaður hjálmanefndar, Guðmundur Viðarsson,
starfsmannastjóri Vöruhótels Eimskips og Eyþór Kr. Einarsson, umdæmisstjóri
Kiwanis. 2019 – 2020. AÐSEND MYND
4 39/2019