Feykir


Feykir - 16.10.2019, Page 7

Feykir - 16.10.2019, Page 7
39/2019 7 vel í leikstjórn, leikritun og framleiðslu. „Ég kvaldist í hlutverkum mínum með Freyvangsleik- húsinu því mér fannst ég alltaf svo lélegur leikari. Sjálfsagt hefur fullkomnunaráráttan verið minn Akkilesarhæll en ég náði lítið að vinna með það þar sem leikstjórn og leikritun tók hugann. Reyndar finnst mér gaman að leika en hef ekki haft tíma til að rækta það. Fór reyndar á Grotowski námskeið hjá BÍL skólanum í sumar en þaðan er mitt nám í leikstjórn að mestu, hef tekið leikstjórnarnámskeið upp í masterclass II þar hjá hinum magnaða Rúnari Guðbrands- syni. Svo fór ég í fyrravetur og tók leikstjórn með ungu fólki í Listaháskólanum enda hefur það verið mín sérgrein, að leik- stýra ungu fólki og kann ég því vel.“ Pétur hefur verið talsvert í eigin uppsetningum á leik- ritum, sem höfundur, leik- stjóri og framleiðandi. Í dag starfrækir hann Draumaleik- húsið og var að klára handrit að barnasöngleik með tónlist eftir ungan og efnilegan tón- listarmann sem einmitt er ættaður frá Sauðárkróki, Hauk Sindra Karlsson, Jóns og Lillu. Er það um ævintýri Gutta & Selmu sem hafa verið á ferðinni í sumar. Reiknar Pétur með að leikritið fari á fjalirnar næsta haust. Á litla Íslandi verða menn fljótt þekktir, sérstaklega í sinni heimabyggð, og stundum fyrir eitthvað allt annað en til er ætlast, ef hægt er að orða það svo. Í fyrra haust vissu fáir á Sauðárkróki hver Pétur Guðjónsson væri en eftir frábæra uppsetningu hans hjá FNV á Grease jókst hróður hans á svæðinu. til muna En þegar hann er spurðu að því fyrir hvað hann sé þekktastur kemur smá hik á leikstjórann en ýmislegt er hægt að tína til. „Ég Vinir í tónlistinni en Pétur leikur í hljómsveitinni Óæfðir. MYND ÚR EINKASAFNI veit það ekki. Það fer sennilega eftir því hver væri spurður. Út á við er það sennilega fyrir að vera viðburðastjóri í Verkmenntaskólanum en þar er ég í hlutastarfi, fyrir leiklistarbras og svo er ég plötusnúður til margra ára. Innan vinahópsins er ég Pési sem er alltaf að taka of mikið að sér. Heima hjá mér er ég núna þekktastur fyrir að vera aldrei heima,“ segir Pétur enda krefst leikstjórastaðan mikillar viðveru í leikhúsinu meðan verkið er í mótun á æfingatímanum, sem tekur yfirleitt um sex vikur. Pétur segist hafa leikstýrt fyrst fyrir sjö árum og hefur verið í því síðan meira og minna. Eins og allir vita, sem eitt- hvað hafa komið nálægt uppsetningu á leikriti, krefst sú vinna nær alls frítíma viðkomandi eftir vinnu eða skóla. Leikarar og starfsfólk koma misvel upplagðir á æfingar og getur þá verið krefjandi verkefni fyrir leik- stjórann að fá það fram sem hann óskar eftir hjá hverjum og einum og fá allt til að ganga upp. Galdurinn við að setja upp góða leiksýningu er stundum óljós en Pétur segir að það geti verið eins og góð lagkaka. Þetta þurfi allt að heppnast vel. „Ég trúi á mátt hugans og orkuna sem við sendum frá okkur. Það er sammerkt með leikurum sem hafa verið lengi á sviðinu, þessi andlegi þáttur, þessi þráður milli leikara og áhorfenda og orka. Svo er ég smitaður af aðferðum Rúnars Guðbrands kennara sem leggur mikið upp úr þessu. Það verður að vera þannig að þeir sem koma að uppsetningunni geri það með gleði. Hópurinn þarf að vera þéttur og góður. Svo þarf að leggja alúð, metnað og vinnu í sýninguna. Ég legg mikið upp úr því að byggja leikarana upp, sérstaklega mikilvægt með unga fólkinu. Þó ég þoli ekki neitt kjaftæði þá vil ég nálgast allt af nærgætni. En það er fátt sem fer meira í taugarnar á mér en eitthvað með hangandi hendi. Raggi Bjarna á einkarétt á því. Það verður að nenna þessu, lykilatriði. Í leikhúsinu er það bara allt eða ekkert. Það er ekkert sem heitir að vera með. Að vilja er að geta, að geta er að vilja. Svo er það fegurðin. Ég er mikill sökker – afsakið sletturnar – fyrir fallegu og ljúfu senunum. Að sitja í leik- húsi og fella tár, hrífast, verða hreinlega ástfanginn og svo auðvitað líka að hlægja og reiðast, er ómótstæðilegt. Til þess að ná til áhorfandans með þeim hætti þarf leikari að láta hjartað ráða, einlægni og flysja utan af sér allar hömlur. Leikari sem nennir ekki að túlka hlutverkið sitt getur ekki platað áhorfandann. Ég nota gjarnan setningu frá Ólafi Jens Sigurðssyni leikstjóra: „Setjið hjartað á sviðið“. Ekkert jafnast á við það. Ekkert! Mér finnst þetta skipta mestu. Hugsaðu þér bara, lítið barn sem stendur og kallar í fermingaveislunni: „Ég þarf að kúúka“. Þetta er einlægni sem við missum þegar við eldumst, kannski sem betur fer, en á sviðinu þurfum við þetta. Algjört hömluleysi, finna til, vera – ekki leika – vera!“ ítrekar Pétur sem segist þarna eingöngu fara mörgum orðum um þátt leikarans í sýningunni. „Svo er það búningadeildin, hlutur ljósamanns, hljóðmanns, hvíslara, leikmyndahönnuðar og smiða. Ég gæti haldið svona áfram, já og sviðsmenn. Góður sýningarstjóri og sviðsmenn eru draumur hvers leikstjóra að vinna með.“ Unnum stóra vinninginn Þetta er í annað sinn sem Pétur leikstýrir á Króknum á innan við ári svo ætla má að vel fari á með honum og leikhúsfólki á staðnum. „Krókurinn fer afar vel með mig. Ég varð mjög hrifinn í fyrra þegar ég leikstýrði FNV og í mínum huga var ekki spurning um að koma og leikstýra hjá Leikfélagi Sauðárkróks. Ég sé ekki eftir því, það er gleði, virðing og metnaður í samstarfi mínu við stjórn og aðra sem taka þátt. Og þegar ég segi virðing, þá er hún í allar áttir hjá öllum – afar mikilvægt. Mér líður bara mjög vel á Króknum, hér er gott að vera. Og mér líður reyndar það vel hérna að ég fer strax í annað verkefni á Króknum að lok- inni uppsetningu á Línu,“ segir Pétur og á þá við að hann hefur tekið að sér leikstjórn hjá FNV. Leikritið um Línu Langsokk er eitt af þekktari leikritum sem hægt er að vinna með og segir Pétur því vissar væntingar, bæði fyrir útliti og efnistökum, vera til staðar. „Við förum óhefðbundnar leiðir sums staðar og erum hefðbundin annars staðar. Við leikum okkur svolítið með tónlistina, sem ég vona að muni skila bæði fallegri sýningu og fjörugri. Svo er öflugur hópur sem kemur að þessu, fagmenn í hverju horni. Af leikarahópnum er ég heppinn með leikara, unga og minna reynda í bland við eldri leikara sem hafa gríðarlega reynslu. Það er blanda sem heppnast vel í þessari uppsetningu. Svo er það nú þannig að þegar Lína Langsokkur er sett á svið, þá mæðir mikið á leikaranum sem túlkar Línu. Og þar unnum við stóra vinninginn en Emelíana Lillý sem leikur Línu hefur það vissulega í genunum. Hennar túlkun er einmitt bæði klassísk og frumleg sem er gott. Hún hefur svo fallega söngrödd að ég kemst við á hverri æfingu. Svo nýtur hún þess að vera Lína Langsokkur. Og ég gæti haldið áfram að tala um þá sem eru í hlutverkum en ég held ég stoppi þarna,“ segir leikstjórinn sem segir það vera lögreglumál að missa af sýningunni. „Klængur kemur og sektar ykkur sem ekki mætið. Ég ætla mér að lofa því að öll fjölskyldan fari skælbrosandi frá okkur eftir sýningu. Og nú er ég búinn að setja mig og allan leikhópinn undir gríðarlega pressu. Sjáumst í Bifröst!“Leikstjórinn leiðbeinir leikurum í Línu Langsokk, Emelíönu Lillý, Kristínu Björgu og Ásbirni Waage. MYND: PF Ríkidæmi Péturs felst í samheldinni fjölskyldu. MYNDIR ÚR EINKASAFNI

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.