Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Qupperneq 6
VETTVANGUR 6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 Einu sinni, fyrir rosalega mörgum árum,var ég að vinna í sjónvarpsþætti semfjallaði um allt mögulegt. Eins og oft er í þessum þáttum hafði hver dagur sinn karakter. Þannig voru föstudagarnir til dæmis miklu létt- ari. Eitt atriði byrjaði óvart en varð svo að föst- um lið. Þá fór ég og prófaði ýmislegt. Ég fór í drag, dorgveiði, dansaði tangó (sem var áskor- un, enda er ég glataður dansari) og ég veit ekki hvað og hvað. Fræddist um hluti og deildi upp- lifun minni. Fólki virtist finnast þetta skemmti- legt og við fengum mikil viðbrögð, enda var þetta óvenjulegt í virðulegum ríkisfjölmiðli. Svo gerist það einn daginn að það birtist grein í litlu dagblaði um sjálfhverfa fólkið í þættinum. Það væri svo upptekið af sjálfu sér og gott ef þetta væri ekki bara allt ein sjálfs- hátíð. Við sem héldum að við værum bara að reyna að vera skemmtileg fyrir fólkið sem var að horfa. Þetta var ein grein en við fórum alveg í mín- us. Hvað ef þetta væri rétt og við værum bara svona uppfull af sjálfum okkur? Viðbrögðin voru mjög fyrirsjáanleg. Í langan tíma á eftir vorum við alvarleg, ábúðarfull og eiginlega bara leiðinleg. Þetta var fyrir aldarfjórðungi en ég sé svona dæmi annað slagið og óttast alltaf að þeir sem lendi í þessu hafi ekki nógu sterk bein til að standa af sér svona hviður. Líka vegna þess að þeir sem hafa gaman af þessu eru ekki alltaf að blaðra um það út um allan bæ, – hvað þá að skrifa um það blaðagreinar. Ég fór að hugsa um þetta vegna þessa skrýtna tíma núna, þegar nánast allt sem er skemmtilegt hefur verið blásið af, og það í öll- um heiminum. Þá eru góð ráð dýr. Einfalda leiðin væri að gera ekkert. Það er voðalega erf- itt að gagnrýna það. En RÚV ákvað sumsé að fara allt aðra leið og halda sínu striki. Færa þjóð í sárum einhverskonar uppbótargervi- eurovision. Loksins þegar við áttum að vinna! Það fór ekki vel í alla. Sjálfshátíð, sjálfhverfa, lágkúra og náttúr- lega lágmenning. Það var dómur ákveðins hóps sem getur ekki hugsað sér að einhver sé að skemmta sér og reyna að gleðja aðra. Þessi hópur á ekki í miklum vandræðum með að koma þessari skoðun á framfæri og virðist líka hafa misst af sjónvarpsbyltingu síðustu ára- tuga, með þeim magnaða möguleika að horfa bara á eitthvað annað en RÚV. Sú hætta fylgir, að fólkið, sem reynir eins og það getur að skemmta löndum sínum, fari að hlusta á þessar úrtöluraddir og verði jafn leið- inlegt þeir sem geta ekki umborið það að ein- hver reyni kannski smá að vera sniðugur. Það er raunveruleg hætta, því það getur tekið að- eins á taugarnar að lesa endalausar færslur um að þú sért ömurlegur og hallærislegur. Það er ekki langt síðan ég skrifaði pist- il um rannsókn bandarísks sálfræð- ings sem komst að því að fólk þarf þrjú hrós til að kolefn- isjafna ein neikvæð ummæli. Hugur okk- ar á það nefnilega til að taka meira mark á þeim sem líkar ekki við mann. Sjálfsefasemdir okkar ná svo oft yf- irhöndinni. En staðreyndin er sú að enginn er al- skemmtilegur. Brandarar missa marks, það sem átti að vera mjög fyndið getur kannski ver- ið dálítið hallærislegt og svo hafa náttúrlega ekki allir sama húmorinn. En maður má ekki gefast upp. Eins og Rúnar heitinn Júlíusson orðaði það: „Maður verður að skjóta til að skora.“ Þess vegna langar mig til að segja við þá sem settu upp þessa (mögulega örlítið undarlegu) Eurovision-keppni: Ekki hætta. Haldið áfram að reyna að gleðja fólk og takið meira mark á þeim sem horfðu og skemmtu sér. Þau eru örugglega fleiri. ’Sú hætta fylgir, að fólkið,sem reynir eins og það get-ur að skemmta löndum sín-um, fari að hlusta á þessar úr- töluraddir og verði jafn leiðinlegt þeir sem geta ekki umborið það að einhver reyni kannski smá að vera sniðugur. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Sjálfshátíðirnar (Má aldrei vera gaman?) Í ræðu minni á Iðnþingi fyrirtveimur árum velti ég upp þeirrispurningu hvort við lifðum mögulega svipaða tíma og Stefan Zweig lýsir svo vel í bók sinni „Ver- öld sem var“, þar sem hann fjallar um Evrópu um aldamótin 1900 og bjartsýnina sem þá ríkti um frið og óstöðvandi framfarir. Gullöld öryggisins Þetta var „gullöld“ öryggisins, segir Zweig. „Menn trúðu á framfarirnar meira en sjálfa biblíuna, og furðu- verk vísinda og tækni virtust dag hvern vitna um þennan fagn- aðarboðskap.“ „Á götunum brunnu rafljós alla nóttina í staðinn fyrir gömlu týrurnar.“ „Nú var hægt að talast við í síma milli fjarlægra staða eða þjóta í vélknúnum vögn- um … og maðurinn hóf sig til flugs.“ „Ár frá ári voru þegnunum veitt aukin réttindi.“ „Jafnvel sjálft höf- uðvandamálið, fátækt alþýðunnar, virtist ekki lengur óleysanlegt.“ „Sannfæringin um samfelldar, við- stöðulausar framfarir“ var allsráð- andi. „Enginn gerði ráð fyrir stríði né byltingu. Ofbeldi og öfgar virtust óhugsandi á þessari öld skynseminnar.“ Ég nefndi í ræðunni að þessi lýsing félli vel að samtíma okkar. Við tryð- um því ábyggilega flest að stríð, kúgun og kreppur væru tímabundn- ar truflanir í stóru myndinni, hinni samfelldu framfarasögu mannkyns- ins. Við tryðum því að framtíðin yrði betri en dagurinn í dag. Að hvert ár, og hver kynslóð, myndi færa okkur aukinn skilning á mann- réttindum, aukið jafnrétti og bætt lífskjör. En ég bætti við að sú spurning vaknaði við lesturinn hvort að um okkar samtíma yrði kannski skrifuð önnur bók um ofurbjartsýni í að- draganda ófremdarástands, önnur „Veröld sem var“: „Er kannski eitt- hvað við sjóndeildarhringinn sem ógnar grundvelli okkar og góðri stöðu? Ekki endilega stríð heldur allt eins einhver umhverfisógn á borð við breytt loftslag, eða efna- hagsáföll af einhverjum toga, eða að tækniframfarir verði okkur ekki til heilla heldur umturni samfélagi okkar til verri vegar.“ Það sem áður var óhugsandi Segja má að þessar vangaveltur hafi ræst að einhverju leyti. Við stöndum óvænt frammi fyrir ein- hverju mesta efnahagsáfalli sögu okkar, sem meðal annars felur í sér að langstærsta útflutningsgrein okkar hefur ekki aðeins orðið fyrir höggi heldur beinlínis stöðvast. Það sem var áður óhugsandi – víðtækar lokanir verslana og þjónustu, hanskar og spritt hvert sem litið er, engin handabönd og engin faðmlög, tilkynningar í kallkerfum mat- vöruverslana um að „virða tveggja metra regluna“ sem eru eins og klipptar út úr ógnvænlegri framtíð- arsýn sjónvarpsþáttanna The Handmaid‘s Tale – allt þetta varð næstum því sjálfsagt á undra- skömmum tíma. Nýr og framandi veruleiki helltist yfir okkur. Ekki er hægt að fullyrða um langtímaáhrifin enn þá en heim- urinn er þó að einhverju leyti breyttur. Sóknarhugur Sem betur fer hafa þessar hamfarir ekki dregið það versta fram í okkur heldur miklu fremur það besta. Mér finnst við hafa hlýtt ráðum Krist- jáns frá Djúpalæk í ljóði sem vin- kona mín Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir deildi nýverið í minningu móður sinnar, en það fjallar um það hvernig unnt er að mæta áföllum og mótlæti. Það hefst svona: Ef öndvert allt þér gengur og undan halla fer skal sókn í huga hafin og hún mun bjarga þér. Mér finnst almenningur og stjórnvöld vera samstíga í hugarfari sóknar. Staðan felur í sér tæki- færi sem ber að nýta. Kröftugar sóknaraðgerðir hafa þegar ver- ið ákveðnar í þágu nýsköp- unar og ferðaþjónustu, svo að ég nefni tvö af þeim málefnasviðum sem undir mig heyra. Dæmi um tækifæri Ein breyting sem margir telja að verði varanleg er að fyrirtæki leyfi starfsfólki sínu í auknum mæli að vinna utan skrifstofunnar. Google og Facebook hafa þegar gefið út að starfsfólk megi vinna heiman frá sér út þetta ár. Twitter gekk enn lengra og setti engin tímamörk á hið nýja fyrirkomulag, sem virðist því vera orðið varanlegt. Ég tel augljóst að hér sé að skap- ast áhugavert tækifæri fyrir Ísland. Að búa á Íslandi er að mínu mati lottóvinningur, og fyrir sérfræðinga í alþjóðlegum tæknifyrirtækjum getum við boðið upp á mikil lífs- gæði. Frábært heilbrigðiskerfi, ótrúlega náttúru, virkt menningar- líf, gott, aðgengilegt og gjaldfrjálst skólakerfi, frið og jöfnuð. Á sama tíma hefur íslenskt samfélag al- mennt, og nýsköpunarumhverfið sérstaklega, mjög gott af því að fleiri erlendir sérfræðingar með sína reynslu, tengingar og þekkingu komi og starfi héðan. Ef við gerum þeim auðvelt fyrir að setjast hér að græðum við öll. Vinna sem hefur það að markmiði er hafin. „Skal sókn í huga hafin“ Úr ólíkum áttum Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir thordiskolbrun@anr.is ’Mér finnst almenn-ingur og stjórnvöldvera samstíga í hugarfarisóknar. Staðan felur í sér tækifæri sem ber að nýta. SMÁHÝSI TIL SÖLU Tilboð óskast í smáhýsi, staðsett við skólasmiðju Fjölbrautaskólans í Breiðholti við Hraunberg. Um er að ræða sex timburhús, 16,4 m2 að grunnfleti. Húsin eru á mismunandi byggingarstigum og seljast í því ástandi sem þau eru í á tilboðsdegi. Húsin verða til sýnis frá mánudeginum 18. maí til og með föstudeginum 22. maí í samráði við Benedikt í síma 6961115. Húsin eru tilbúin til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja þau eigi síðar en 16. júní 2020. Tilboð skulu berast til skrifstofu FB eigi síðar en 27. maí 2020. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. www.fb.is Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.