Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 10
Morgunblaðið/Ómar Foreldrar Akane Tsunoda vildu fá dóttur sína heim hið fyrsta þegar kórónuveiru- faraldurinn fór af stað en hún ákvað að vera um kyrrt hér. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Foreldrar mínir vildu að ég kæmiheim til Japan um leið og það værimögulegt,“ segir Akane Tsunoda sem hefur búið hér á landi frá árinu 2017. Hún hefur á þeim tíma lagt stund á bæði íslensku og fjölmiðlafræði við Háskóla Ís- lands. „Ein ástæða þess að ég fór ekki heim var sú að það er ekki hægt að fljúga beint frá Íslandi til Japan. Þá hefði ég þurft að dvelja í öðru landi á meðan ég biði eftir næsta flugi og mögulega þurft að fara í sóttkví í 14 daga. Það hefði kostað mig mikið,“ segir Akane. Þá var hún hrædd um að sýkjast af kórónuveirunni á leið sinni heim, hvort sem það væri á flugvelli, í flugvél eða með öðrum hætti. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en ég ákvað að vera um kyrrt hér. Foreldrar mínir vilja hafa mig heima svo við getum eytt tíma saman en ég held ég hafi samt sem áður tekið rétta ákvörð- un.“ Spurð segir Akane lífið á þessum síð- ustu og verstu tímum erfitt en ekki ein- ungis fyrir hana, heldur alla. „Mér finnst ég eigi ekki að kvarta yfir því,“ segir hún. „Mér finnst ég ekki vera einangruð eða einmana. Því ég get alltaf talað við vini mína eða bekkjarfélaga.“ Alltaf einhver sem ekki hlustar Um lífið heima fyrir segir hún ástandið nokkuð verra en hér á Íslandi, þó það sé að batna. „Það eru enn mörg dauðsföll á hverjum degi og fólk er enn nokkuð hrætt. Ég er ekki viss um að mér myndi finnast ég öruggari þar en hér þó ég gæti verið hjá foreldrum mínum. Foreldrar mínir hafa miklar áhyggjur af mér því þau halda að aðstæður hér séu þær sömu og í Japan.“ Akane telur aðstæður hér á landi bjóða upp á að auðveldara sé að ná tökum á far- aldri líkt og þeim sem nú gengur yfir. „Japan er mun stærra en Ísland því erf- iðara að stjórna svona aðstæðum þar. Svo er alltaf einhver sem hlustar ekki á yfirvöld og fer ekki eftir reglum. Þannig fólk leynist alls staðar í heiminum en það eru fleiri þannig í fjölmennari löndum auðvitað.“ MEISTARANEMI FRÁ JAPAN Erfið en rétt ákvörðun KÓRÓNUVEIRAN 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 Sam Monsen hefur stundaðnám við Háskóla Íslandssíðan í ágúst á síðasta ári. Hún leggur stund á meist- aranám í menningarfræðum við skólann. Spurð hvers vegna hún hafi komið til Íslands segir hún námið hafa einfaldlega boðið upp á það. „Meistaranámið mitt einblínir á fornleifar frá vík- ingaöld,“ segir Sam. „Til að vinna á því sviði þarf ég að búa einhvers staðar á Norð- urlöndum.“ Sam er frá litlum bæ í Ken- tucky í Bandaríkjunum og segir aðstæður þar ekki vera jafn- slæmar og í mörgum af stærstu borgum landsins. „Þetta er ekki svo slæmt þar en það hafa kom- ið upp einhver tilfelli.“ Kærastan hafði áhrif Spurð af hverju hún hafi ákveð- ið að vera um kyrrt hér á landi þegar faraldurinn fór að sækja í sig veðrið segir hún fleiri en eina ástæðu þar að baki. „Kær- astan mín er hér og ég bý með henni,“ segir Sam en kærasta hennar er íslensk. „Auk þess hefði ég enga vinnu í að sækja í Bandaríkjunum og væri því ekki sjúkratryggð þar. Ef ég hefði farið heim og orðið veik hefði ég ekki haft efni á því að fara á spítala.“ Fjölskylda Sam þrýsti ekki á hana að koma heim. „Það er ein ástæða þess að ég varð eftir hérna. Mamma mín vinnur á spítala og sagði að ég væri lík- lega öruggari hérna á Íslandi en í Bandaríkjunum.“ Langflestir farið heim Á heimaslóðum Sam hefur ekki verið sett á útgöngu- eða ferða- bann þó ýmsum stöðum hafi verið lokað á svæðinu. „Staðan er augljóslega verri í Bandaríkj- unum en hér og ég veit ekki hvort staðir þar ættu að vera opnir eða ekki,“ segir hún, beð- in um að bera saman aðstæður hér á landi og í Bandaríkjunum. Sam segir marga samlanda sína hafa haldið heim þegar ljóst var í hvað stefndi í heim- inum. Fólk hafi verið hrætt við einangrun hér ólíkt Sam sem eins og áður sagði býr með kærustu sinni. „Bandarískir vin- ir mínir sem fóru heim bjuggu allir einir. Þau gátu ekki séð fyrir sér að dúsa ein í íbúð í Reykjavík vikum saman.“ Sam segir stærstan hluta er- lendra námsmanna sem voru hér í byrjun misserisins hafa farið heim þegar staðan kom upp. „Það voru um 12 manns frá Bandaríkjunum sem lögðu stund á sama nám og ég og allir fóru heim nema ég. Flestir Evr- ópubúarnir fóru einnig til síns heima.“ Ekki hrifin af því að ferðast í sumar Sam hafði ætlað sér að fara heim yfir sumarið áður en hún kæmi aftur og héldi námi sínu áfram hér á landi. „En mér liði ekki vel með að gera það núna. Að ferðast á milli landa og verða mögulega veik eða smita aðra.“ MEISTARANEMI FRÁ KENTUCKY Betra að veikjast á Íslandi Sam Monsen ákvað að halda kyrru fyrir hér á landi þegar heimsfarald- urinn fór af stað. Hún telur sig öruggari hér en heima í Bandaríkjunum. Morgunblaðið/Eggert 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.