Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.05.2020, Page 12
KÓRÓNUVEIRAN 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.5. 2020 með tilliti til bæði minnar heilsu og þeirra sem ég hefði áhrif á.“ Þegar samkomubann var sett á breyttust auðvitað vinnuaðstæður Josh, hann var minna í beinum sam- skiptum við leiðbeinendur sína og samstarfsaðila hjá CCP en báðir að- ilar tóku snemma á vandanum. „Það var svolítið skrítið að vera í rauninni sendur heim og sagt að vera þar,“ Josh Rivers flutti til Íslands í ágústsíðastliðnum. Hann vinnur aðdoktorsverkefni sínu hér við Há- skóla Íslands. „Upphaflega var plan- ið að vera hér þar til í október en nú lítur út fyrir að ég verði hér fram í desember eða jafnvel lengur,“ segir Josh. Josh er mannfræðingur. „Í rann- sóknum mínum skoða ég hvaða áhrif tækni hefur á samfélagið,“ segir hann en rannsóknarverkefni hans snýr að tölvuleikjum og er styrkt af Fullbright-stofnuninni. Hann vinnur verkefni sitt í samstarfi við tölvu- leikjaframleiðandann CCP. Sagt að fara heim „Ég er frá Bandaríkjunum en ég á einnig fjölskyldu í Þýskalandi. Vegna þess og styrksins sem ég fæ fékk ég upplýsingar úr ýmsum átt- um,“ segir Josh um stöðuna sem upp kom vegna kórónuveirunnar. „Frá háskólanum mínum í Wis- consin fékk ég þær upplýsingar að ég væri ekki öruggur annars staðar en innan Bandaríkjanna. Raunveru- leikinn var hins vegar sá, miðað við gögnin, að Ísland væri einn örugg- asti staðurinn til að vera á. Stjórn- völd hér virðast takast á við vandann með fullri alvöru og á skjótan máta.“ Josh segir að spilað hafi inn í að í ríkinu sem hann hefði líklegast snúið aftur til, Wisconsin, er ákveðin tog- streita á milli repúblikana og demó- krata sem hafi líklega ólíkar skoð- anir á því hvort eigi að vega þyngra í ákvörðunum tengdum faraldrinum, heilsa almennings eða efnahagsleg sjónarmið. Vinnur heima „Það var erfið ákvörðun að vera áfram hér, fjarri öllum þeim sem ég þekki í Bandaríkjunum. En á sama tíma hef ég komið mér fyrir hér. Svo fyrir mér var þetta spurning um hvað myndi vera skynsamlegast fyrir mig segir Josh en hann hefur að mestu leyti unnið heima síðustu vikurnar. Opna ríkið of snemma Um heimaríkið Wisconsin segir Josh að ríkisstjórinn hafi gefið út skipun þess efnis að öllum nema nauðsynlegum fyrirtækjum yrði lokað. Á fimmtudagsmorgun var sú ákvörðun dregin til baka af hæsta- rétti þar og því verða fyrirtæki nú opnuð og fólki leyft að fara aftur til vinnu. „Það er samt mikilvægt að taka fram að staðan hefur í raun ekkert breyst. Ríkið hafði staðið sig vel í að takast á við faraldurinn en hann hef- ur ekki gengið niður líkt og hér á Ís- landi. Það er líkt og verið sé að opna ríkið aftur of snemma.“ DOKTORSNEMI FRÁ WISCONSIN Josh Rivers segir ákvörðunina um að vera áfram á Íslandi hafa verið erfiða en hún var að öllum líkindum sú rétta. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bandaríkin öruggust? Tom Ireland-Delfs hefur búiðhér á landi síðustu tvö áriná meðan hann leggur stund á nám við félagsfræðideild Há- skóla Íslands. Hann og eiginkona hans, Orilee, sem bæði eru frá Bandaríkjunum, ákváðu að halda kyrru fyrir hér á landi á meðan kórónuveirufaraldurinn gengi yfir. Helsta ástæða þess var að Tom hefur undanfarið lagt lokahönd á meistararitgerð sína sem hann hyggst verja við háskólann í lok mánaðarins. „Við töluðum um að fara heim því fyrir utan að hafa aðgang að háskólabókasafinu hefði hann get- að klárað ritgerðina heima í Bandaríkjunum,“ segir Orilee, spurð hvort ákvörðunin um að halda kyrru fyrir hér á landi hafi verið auðveld. „En eftir að hafa séð hvað var að gerast í Bandaríkjunum og vit- andi að við hefðum þurft að fara í gegnum stóra flugvelli í New York hefði möguleikinn á sýkingu verið mikill. Við vildum ekki hætta á það. Miðað við hvernig Íslend- ingar hafa tekið á þessu máli fannst okkur við öruggari hér,“ segir Orilee. Sakna hittinganna Orilee segir þau hjónin hafa verið meira einangruð en áður þessar síðustu vikur. „Við söknum þess aðallega að eiga ekki í eins mikl- um samskiptum við aðra nem- endur og kennara við skólann. Það voru viðburðir sem við tókum þátt í saman. Fyrirlestrar, hittingar og annað,“ segir hún. „Við höfum verið á Íslandi í næstum tvö ár og því hefur sam- band okkar við fjölskyldu og vini heima alltaf verið mikið og lítið breyst við þessar aðstæður,“ segir Orilee, spurð hvort þau haldi miklu sambandi við fólk á heima- slóðunum. Koma frá New York Fyrir komuna til Íslands fyrir tveimur árum bjuggu þau Orilee og Tom í New York-ríki, í litlum bæ nokkuð langt frá borginni þar sem ástandið er hvarð verst. „Við erum heppin því þar sem þetta er mjög strjálbýlt svæði hefur verið minna um sýkingar og áhrifin á daglegt líf minni,“ segir Orilee. „Það var einnig ástæða þess að við fórum ekki heim. Að við mynd- um smitast á leiðinni og svo smita fjölskyldumeðlimi okkar,“ bætir hún við en foreldrar hennar eru á gamalsaldri og því í áhættuhóp gagnvart sjúkdómnum sem kór- ónuveiran veldur. Tom kveðst ánægður með stjórnvöld á Íslandi. „Ég finn fyrir mun meira öryggi hér vegna þess hvernig stjórnvöld takast á við vandann. Og hvernig samfélagið tekst á við vandann. Hér er jafn- vægis og gagnsæis gætt í aðgerð- um í mun meira mæli en í Banda- ríkjunum. Jafnvel þó við kæmumst heim værum við mun öruggari hér. Ég held að fólk taki þetta ekki jafn alvarlega þar og hér.“ Fara heim í júní Orilee og Tom hyggjast halda heim til Bandaríkjanna í lok júní en leigusamningur á húsnæði þeirra rennur út fyrsta júlí. „Við bókuðum flug snemma því Ice- landair hefur átt í vandræðum og þurft að aflýsa ferðum. Við viljum því gefa okkur smá auka- tíma til að komast heim ef eitt- hvað kemur upp á,“ segir Tom. HJÓN FRÁ NEW YORK Jafnvægi og gagnsæi hér Orilee og Tim Ireland-Delfs hafa búið hér á landi síðustu tvö árin. Þau eru ánægð með viðbrögð stjórnvalda hér á landi við kórónuveirunni. Morgunblaðið/Eggert Það fyrsta sem ég hugsaði varað ef ég færi heim væri égkominn beint í þungamiðju faraldursins en þá var Ítalía með flest skráð tilfelli af veirunni,“ segir Matteo Oliveti, nemi frá Ítalíu. Hann fluttist hingað til lands síðasta sum- ar til að nema tölvunarfræði við Há- skóla Íslands. Hann hyggst vera hér næstu fjögur árin, klára bæði grunn- nám og meistaranám. „Annað sem ég hugsaði var: hvað ef ég fer þangað og kemst svo ekki aftur til baka?“ segir Matteo en ólíkt mörgum þeim nemendum sem héldu heim á leið í upphafi faraldursins er Háskóli Íslands hans heimaskóli; hann stundar ekki nám þar í gegn- um annan skóla, í skiptinámi eða þess háttar. Mikið einn Allir meðleigjendur Matteos fluttu af landi brott en hann segir líf sitt þó ekki hafa tekið stakkaskiptum vegna veirunnar. „Síðan í janúar mætti ég ekki mikið í skólann; ég mætti eitt- hvað en ekki mikið. Ég myndaði ekki nýjan vinahóp eftir áramót og síðan faraldurinn fór af stað hef ég mest verið einn og verið það nokkurn veg- inn síðustu fjóra fimm mánuði,“ seg- ir hann en virðist þó ekki ósáttur við hlutskipti sitt. „Þegar ég fór að forðast fólk enn meira fór ég í matvörubúðina að nóttu til. Auðvitað var það til að taka enga áhættu með veiruna en ég naut þess líka. Ég naut þess að fá að vera í friði.“ Hann segist ánægður með þá ákvörðun sína að verða eftir hér, sérstaklega þar sem nú hefur farald- urinn að miklu leyti gengið niður og lífið byrjað að ganga sinn vanagang á ný. Gert að ganga með grímur Matteo segir að þaðan sem hann kemur, Rubiera, litlum bæ í norður- hluta Ítalíu, séu aðstæður allt aðrar en á Íslandi. „Það voru ströng við- urlög við að fylgja ekki reglum og fólki var skipað að vera heima, bann- að var að fara meira en tvö hundruð metra frá heimili sínu. Fólki er einn- ig gert að ganga með grímur,“ segir hann og bætir við að Íslendingar hafi tekið vel á veirunni. STÚDENT FRÁ ÍTALÍU Matteo Oliveti ber sig ekki illa á þessum und- arlegu tímum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Verslaði að nóttu til

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.